Halo færir sig upp á silfurtjaldið 24. ágúst 2005 00:01 Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Universal mun sjá um framleiðslu myndarinnar og markaðssetningu í Bandaríkjunum á meðan Fox mun sjá um dreifingu utan Bandaríkjanna. Fyrirtækin munu svo skipta gróðanum jafnt á milli sín. Microsoft fær í sinn hlut 5 milljón dollara og 10% af innkomu. Upphaflega báðu Microsoft um 10 milljón dollara og 15% af innkomu í sinn hlut ásamt því að hafa mikið vægi í listrænni stjórnun en ekki var orðið við þeim kröfum. Nokkrir starfsmenn Bungie sem framleiðir Halo leikina og er í eigu Microsoft munu vinna sem ráðgjafar við gerð myndarinnar ásamt því að Peter Schlessel sem áður starfaði sem tengiliður Microsoft við Hollywood mun verða titlaður framleiðandi. Microsoft höfðu áður greitt Alex Garland (28 Days Later) eina milljón dollara til að skrifa handrit sem uppfyllti kröfur Microsoft. Í júní síðastliðnum sendi Microsoft handritið til kvikmyndafyrirtækjanna með sendli klæddan sem Master Chief, aðal sögupersónu Halo leikjanna. Samkvæmt heimildum eru Microsoft að íhuga að gera Halo leik samhliða myndinni til að auka vægi Halo í afþreyingariðnaðinum og styrkja markaðsherferð myndarinnar. Geim mun fylgjast með þróun mála. Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Universal mun sjá um framleiðslu myndarinnar og markaðssetningu í Bandaríkjunum á meðan Fox mun sjá um dreifingu utan Bandaríkjanna. Fyrirtækin munu svo skipta gróðanum jafnt á milli sín. Microsoft fær í sinn hlut 5 milljón dollara og 10% af innkomu. Upphaflega báðu Microsoft um 10 milljón dollara og 15% af innkomu í sinn hlut ásamt því að hafa mikið vægi í listrænni stjórnun en ekki var orðið við þeim kröfum. Nokkrir starfsmenn Bungie sem framleiðir Halo leikina og er í eigu Microsoft munu vinna sem ráðgjafar við gerð myndarinnar ásamt því að Peter Schlessel sem áður starfaði sem tengiliður Microsoft við Hollywood mun verða titlaður framleiðandi. Microsoft höfðu áður greitt Alex Garland (28 Days Later) eina milljón dollara til að skrifa handrit sem uppfyllti kröfur Microsoft. Í júní síðastliðnum sendi Microsoft handritið til kvikmyndafyrirtækjanna með sendli klæddan sem Master Chief, aðal sögupersónu Halo leikjanna. Samkvæmt heimildum eru Microsoft að íhuga að gera Halo leik samhliða myndinni til að auka vægi Halo í afþreyingariðnaðinum og styrkja markaðsherferð myndarinnar. Geim mun fylgjast með þróun mála.
Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira