Coldplay segir ástarsögu 20. október 2011 06:00 Hljómsveitin Coldplay gefur út sína fimmtu hljóðversplötu, Mylo Xyloto, í næstu viku. nordicphotos/getty Fimmta hljóðversplata Coldplay, Mylo Xyloto, kemur út um næstu helgi. Textarnir snúast um tvær manneskjur í leit að ástinni. Enska hljómsveitin Coldplay gefur eftir helgi út sína fimmtu hljóðversplötu, Mylo Xyloto. Textarnir fjalla um raunirnar sem tvær manneskjur ganga í gegnum í leit að ástinni. Coldplay var stofnuð árið 1997 af bassaleikaranum Guy Berryman, Jonny Buckland gítarleikara, trommaranum Will Champion og Chris Martin söngvara. Fyrst gáfu þeir út stuttskífurnar The Safety og Brothers and Sisters áður en þeir gerðu fimm platna útgáfusamning við Parlophone árið 1999. Árið eftir kom platan Parachutes út við miklar vinsældir og var hún tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Lagið Yellow sló í gegn um allan heim og Trouble fylgdi í kjölfarið. Næsta útgáfa, A Rush of Blood Through the Head, leit dagsins ljós tveimur árum síðar. In My Place, Clocks og ballaðan The Scientist hittu í mark og platan fékk fína dóma hjá gagnrýnendum rétt eins og sú fyrsta. Coldplay fékk Grammy-verðlaunin og vinsældirnar urðu meiri og meiri. Næsta plata, X&Y, kom út 2005 með lögunum Speed of Sound og Fix You í forgrunninum. Þrátt fyrir að fá misjafna dóma varð hún mest selda plata þess árs með rúmar átta milljónir seldra eintaka. Margir voru farnir að líkja tónlist Chris Martin og félaga við U2 og töldu þá einblína um of á heimsyfirráð í stað þess að einbeita sér að því að semja góð lög. Hóað var í upptökustjórann Brian Eno, sem hefur einmitt unnið mikið með U2, fyrir næstu plötu, Viva La Vida or Death and All His Friends sem kom út 2008. Hún fékk betri viðtökur gagnrýnenda en sú síðasta og var kjörin plata ársins af tímaritinu Q, auk þess að fá Grammy-verðlaunin. Athygli vakti þegar gítargoðið Joe Satriani höfðaði mál gegn sveitinni fyrir að nota hluta úr lagi sínu If I Could Fly í hinu vinsæla Viva La Vida. Á endanum náðu aðilarnir samkomulagi utan dómsstóla. Brian Eno var aftur við stjórnvölinn á nýju plötunni, Mylo Xyloto. Hann hvatti hljómsveitina til að hamra járnið á meðan það væri heitt að loknum upptökum á Viva la Vida og Martin og félagar tóku hann á orðinu. Fyrsta smáskífulagið var Every Teardrop Is a Waterfall og náði það töluverðum vinsældum í sumar, enda ansi grípandi. Einnig er á plötunni Princess of China með Rihönnu sem gestasöngkonu. Dómar um plötuna eru farnir að birtast og eru þeir yfirleitt jákvæðir. Tímaritið Mojo gefur henni fjórar stjörnur og Rolling Stone þrjár og hálfa og segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa frá Coldplay. [email protected] Tónlist Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Fimmta hljóðversplata Coldplay, Mylo Xyloto, kemur út um næstu helgi. Textarnir snúast um tvær manneskjur í leit að ástinni. Enska hljómsveitin Coldplay gefur eftir helgi út sína fimmtu hljóðversplötu, Mylo Xyloto. Textarnir fjalla um raunirnar sem tvær manneskjur ganga í gegnum í leit að ástinni. Coldplay var stofnuð árið 1997 af bassaleikaranum Guy Berryman, Jonny Buckland gítarleikara, trommaranum Will Champion og Chris Martin söngvara. Fyrst gáfu þeir út stuttskífurnar The Safety og Brothers and Sisters áður en þeir gerðu fimm platna útgáfusamning við Parlophone árið 1999. Árið eftir kom platan Parachutes út við miklar vinsældir og var hún tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Lagið Yellow sló í gegn um allan heim og Trouble fylgdi í kjölfarið. Næsta útgáfa, A Rush of Blood Through the Head, leit dagsins ljós tveimur árum síðar. In My Place, Clocks og ballaðan The Scientist hittu í mark og platan fékk fína dóma hjá gagnrýnendum rétt eins og sú fyrsta. Coldplay fékk Grammy-verðlaunin og vinsældirnar urðu meiri og meiri. Næsta plata, X&Y, kom út 2005 með lögunum Speed of Sound og Fix You í forgrunninum. Þrátt fyrir að fá misjafna dóma varð hún mest selda plata þess árs með rúmar átta milljónir seldra eintaka. Margir voru farnir að líkja tónlist Chris Martin og félaga við U2 og töldu þá einblína um of á heimsyfirráð í stað þess að einbeita sér að því að semja góð lög. Hóað var í upptökustjórann Brian Eno, sem hefur einmitt unnið mikið með U2, fyrir næstu plötu, Viva La Vida or Death and All His Friends sem kom út 2008. Hún fékk betri viðtökur gagnrýnenda en sú síðasta og var kjörin plata ársins af tímaritinu Q, auk þess að fá Grammy-verðlaunin. Athygli vakti þegar gítargoðið Joe Satriani höfðaði mál gegn sveitinni fyrir að nota hluta úr lagi sínu If I Could Fly í hinu vinsæla Viva La Vida. Á endanum náðu aðilarnir samkomulagi utan dómsstóla. Brian Eno var aftur við stjórnvölinn á nýju plötunni, Mylo Xyloto. Hann hvatti hljómsveitina til að hamra járnið á meðan það væri heitt að loknum upptökum á Viva la Vida og Martin og félagar tóku hann á orðinu. Fyrsta smáskífulagið var Every Teardrop Is a Waterfall og náði það töluverðum vinsældum í sumar, enda ansi grípandi. Einnig er á plötunni Princess of China með Rihönnu sem gestasöngkonu. Dómar um plötuna eru farnir að birtast og eru þeir yfirleitt jákvæðir. Tímaritið Mojo gefur henni fjórar stjörnur og Rolling Stone þrjár og hálfa og segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa frá Coldplay. [email protected]
Tónlist Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira