Hannes forsetaframbjóðandi: Vonbrigði hversu fáir mæta á fundi 30. apríl 2012 12:28 Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur. Hannes. sem er búsettur í Noregi, kom til landsins fyrir viku og hóf þá fundarherferð sína um Ísland. Hann var staddur á Austurlandi þegar við náðum tali af honum í morgun, á leið á Fáskrúðsfjörð þar sem hann hafði boðað til fundar nú klukkan tólf. „Ég var með þrjá fundi í gær, verð með þrjá fundi í dag, tvo á morgun, þannig að þetta er slatti," segir Hannes. Aðspurður hvernig mætingin hafi verið segir hann: „Það hefur verið upp og ofan. Til dæmis í gær höfðu auglýsingar sem ég hafði sent á undan mér með póstinum bara ekki borist, þannig að það var hreinlega engin mæting á þeim fundum. En ég var á svæðinu, hitti fólk og hengdi upp plakök þannig að mér varð gagn af þessari ferð." Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi frambóðenda ætla 0,3% ætla að kjósa Hannes. Austurglugginn greinir frá því að Hannes hafi boðað til fundar á Eskifirði , en að þangað hafi enginn mætt nema blaðamaður Austurgluggans og að sjálfur hafir hann ekki einu sinni komið á fundinn. „Ég var á svæðinu," segir Hannes. „Ég þurfti að leita svolítið að þessu þar sem kirkju og menningarmiðstöðin er skráð til húsa. Þar er bara verið að byggja þjónustuíbúðir, þannig að ég verð að viðurkenna að ég eyddi einhverjum fimm mínútum í að leita að fundinum, að fundaraðstöðunni, og svo þegar ég kem þangað þá er enginn þar, ekki einu sinni umræddur blaðamaður." Þannig segist Hannes hafa farið um bæinn og spjallað við fólk, og heimsóknin hafi því verið afar gagnleg. Auk fundarins á Fáskrúðsfirði, fundar Hannes í dag á Breiðdalsvík og Djúpavogi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur. Hannes. sem er búsettur í Noregi, kom til landsins fyrir viku og hóf þá fundarherferð sína um Ísland. Hann var staddur á Austurlandi þegar við náðum tali af honum í morgun, á leið á Fáskrúðsfjörð þar sem hann hafði boðað til fundar nú klukkan tólf. „Ég var með þrjá fundi í gær, verð með þrjá fundi í dag, tvo á morgun, þannig að þetta er slatti," segir Hannes. Aðspurður hvernig mætingin hafi verið segir hann: „Það hefur verið upp og ofan. Til dæmis í gær höfðu auglýsingar sem ég hafði sent á undan mér með póstinum bara ekki borist, þannig að það var hreinlega engin mæting á þeim fundum. En ég var á svæðinu, hitti fólk og hengdi upp plakök þannig að mér varð gagn af þessari ferð." Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi frambóðenda ætla 0,3% ætla að kjósa Hannes. Austurglugginn greinir frá því að Hannes hafi boðað til fundar á Eskifirði , en að þangað hafi enginn mætt nema blaðamaður Austurgluggans og að sjálfur hafir hann ekki einu sinni komið á fundinn. „Ég var á svæðinu," segir Hannes. „Ég þurfti að leita svolítið að þessu þar sem kirkju og menningarmiðstöðin er skráð til húsa. Þar er bara verið að byggja þjónustuíbúðir, þannig að ég verð að viðurkenna að ég eyddi einhverjum fimm mínútum í að leita að fundinum, að fundaraðstöðunni, og svo þegar ég kem þangað þá er enginn þar, ekki einu sinni umræddur blaðamaður." Þannig segist Hannes hafa farið um bæinn og spjallað við fólk, og heimsóknin hafi því verið afar gagnleg. Auk fundarins á Fáskrúðsfirði, fundar Hannes í dag á Breiðdalsvík og Djúpavogi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira