Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 97-92 | Fyrsti sigur Vals kom gegn Stjörnunni Axel Örn Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2018 21:45 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Bára Valsarar fengu Stjörnumenn í heimsókn í Origo-höllina núna í kvöld í 6.umferð Dominos deildar karla. Fyrsti leikhluti fór kröftuglega af stað. Stjörnumenn byrjuðu í feiknarstuði og voru að setja niður skotin sín. Valsarar leyfðu þeim þí ekki að stinga af og náðu þeim fljótlega aftur. Liðin skiptust svo bara á að skora en voru Stjörnumenn aðeins öflugri og leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-27. Það var sama uppá teningnum í öðrum leihkluta, bæði lið voru að spila fínan sóknarbolta en virtist varnarleikurinn vera frekar dapur. Stjörnumenn byrjuðu aðeins betur en Valsarar tóku gríðarlega gott áhlaup um miðjan leikhlutann og náðu að komast yfir undir stjórn Kendall Lamont Anthony, en hann var að spila glæsilega fyrir heimamenn og fór inní hálfleik með 22 stig á bakinu. Staðan í hálfleik var jöfn 49-49. Þriðji leikhluti byrjaði jafnt og spennandi en undir lok leikhlutans fóru Valsmenn að raða niður þristum og náðu að mynda sér huggulega forystu á Stjörnuna. Valsarar leiddu með 10 stigum þegar 3.leikhluti kláraðist 73-63 og var ljóst að 4.leikhluti var að fara að vera hrikalega spennandi! Fjórði leikhluti spilaðist vel, Valsarar náðu að halda sinni 10 stiga forystu lengi en Stjörnumenn voru ekki á því að gefast upp og héldu áfram að keyra á heimamenn. Stjörnumenn náðu þessu niður í 4 stig undir lokin en þeir komust ekki nær en það! Valsarar sigldu heim 5 stiga sigri. 97-92.Af hverju vann Valur? Valsarar spiluðu flottan körfubolta hérna í kvöld og voru að setja skotin sín niður! Kendall spilar risa part í því að Valur vinnur þennan leik hérna í kvöld. Þvílík og önnur eins frammistaða. Hverjir stóðu uppúr? Kendall Lamont Anthony var geggjaður í liði Vals hér í kvöld. Skoraði 34 stig og stjórnaði flæðinu hjá Val. Paul Anthony Jones átti einnig frábæran leik í kvöld hjá Stjörnunni en það dugði ekki til að leggja Valsaranna að velli. Paul var með 31 stig.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða fannst mér ganga frekar illa. Bæði lið að hleypa á sig mikið af stigum og mörg frekar ódýr og auðveld.Hvað gerist næst? Valsarar mæta ÍR í Seljaskóla í hörkuslag á meðan að Stjarnan fær Tindastól í heimsókn!Valur-Stjarnan 97-92 (23-27, 26-22, 24-14, 24-29)Valur: Kendall Lamont 34/7 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 16, Aleks Simeonov 13/8 fráköst, William Saunders 12, Illugi Steingrímsson 10, Ragnar Ágúst 9, Gunnar Ingi Harðarson 3.Stjarnan: Paul Anthony Jones 31 stig,Ægir Þór Steinarsson 16/6 stoðsendingar, Hlynur Bæringsson 15/11 fráköst, Collin Pryor 9, Antti Kanervo 9/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Dúi Þór Jónsson 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2.Ágúst: Gríðarlega ánægður að vinna „Gríðarlega ánægður, ótrúlega gaman að ná loksins að vinna. Við gerðum smá breytingar og erum að vinna í því að ná að fullmóta liðið og við erum það ekki alveg ennþá en bara frábært að ná í sigur“ sagði ánægður Ágúst Björgvinsson eftir fyrsta sigur Vals í Dominos deildinni þetta árið. Kendall Lamont átti stórkostlegan leik hérna í kvöld og skilaði 34 stigum. Ágúst var gríðarlega ánægður með sinn mann „Hann var náttúrulega geggjaður, sérstaklega í fyrri hálfleik en svo fylgdu bara fleirri með eins og Austin sem átti sinn besta leik í vetur hingað til“ Valur mætir ÍR í næstu umferð sem verður alvöru slagur. Ágúst var spurður hvort það þyrfti að laga mikið fyrir þann leik. „Við þurfum að spila betri vörn, við erum að hitta mjög vel enda erum við að fá góð skot. Ef við fáum svona góð skot þá hef ég fulla trú á að við höldum áfram að setja þau niður“Arnar: Við réðum ekki við Kendall „Við réðum ekki við Kendall hann var stórkostlegur hérna í kvöld. Hann smitaði út frá sér sjálfstraust í aðra og því miður fyrir okkur voru Valsararnir mjög góðir í dag“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna manna í kvöld. Stjarnan spilaði frábæran sóknarbolta í kvöld og skoruðu 92 stig en þau dugðu ekki til sigurs. „Við skorum 92 stig, við þurfum bara að gera betur varnarlega. Sóknarlega eru 92 stig mjög gott og kvarta ég ekkert yfir því.“ Aðspurður út í leikinn í næstu umferð gegn Tindastól svaraði Arnar: „Það er náttúrulega bara nýr leikur. Við þurfum að bæta okkur og þeir eru öðruvísi lið, guði sé lof eru þeir ekki með Kendall, ég á eftir að fá martraðir yfir þessum manni!“Kendall: Þakka liðsfélögunum „Ég vill þakka liðsfélögum mínum fyrst og fremst fyrir leikinn. Við spiluðum vel sóknarlega og varnarlega og vorum að leggja okkur fram. Þessi sigur var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur sem lið“ sagði Kendall Lamont eftir frábæran sigur sinna manna í dag gegn Stjörnunni. Aðspurður út í eigin frammistöðu svaraði kauði: „Það er bara útaf liðsfélögum mínum. Þeir voru að setja upp flott skrín sem hjálpar mér að komast í góð og opin skot.“ „Þetta er góð deild og ég er gríðarlega ánægður að fá að vera hérna og spila með mínum liðsfélögum. Það er hörkusamkeppni og allir leikir erfiðir.“Ægir: Þeir áttu þetta skilið „Fyrstu viðbrögð eru sú að þeir áttu þetta skilið, við náðum ekki að dekka þá og Kendall átti frábæran leik.“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap í kvöld gegn Völsurum. Aðspurður út í frammistöðu Kendalls og varnarleik Stjörnunnar þá sagði Ægir: „Við náðum ekki að stoppa pick and rollin þeirra á toppnum, hann komst inní miðjuna og náði að sækja á stóra manninn og við að festast í skrínum. Svo auðvitað hitti hann úr alls konar skotum.“ Þegar hann var spurður út í hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik gegn Tindastól sagði hann: „Það er margt sem við getum skoðað og lagað. Við þurfum bara að koma af meiri krafti, við höfðum enga orku til að spila vörn í þessum leik. Við náðum ekki nógu mörgum auðveldum stoppum og ekki nægilega mörgum auðveldum sóknum heldur í kjölfarið. Þetta er ekki flókið dæmi“ Dominos-deild karla
Valsarar fengu Stjörnumenn í heimsókn í Origo-höllina núna í kvöld í 6.umferð Dominos deildar karla. Fyrsti leikhluti fór kröftuglega af stað. Stjörnumenn byrjuðu í feiknarstuði og voru að setja niður skotin sín. Valsarar leyfðu þeim þí ekki að stinga af og náðu þeim fljótlega aftur. Liðin skiptust svo bara á að skora en voru Stjörnumenn aðeins öflugri og leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-27. Það var sama uppá teningnum í öðrum leihkluta, bæði lið voru að spila fínan sóknarbolta en virtist varnarleikurinn vera frekar dapur. Stjörnumenn byrjuðu aðeins betur en Valsarar tóku gríðarlega gott áhlaup um miðjan leikhlutann og náðu að komast yfir undir stjórn Kendall Lamont Anthony, en hann var að spila glæsilega fyrir heimamenn og fór inní hálfleik með 22 stig á bakinu. Staðan í hálfleik var jöfn 49-49. Þriðji leikhluti byrjaði jafnt og spennandi en undir lok leikhlutans fóru Valsmenn að raða niður þristum og náðu að mynda sér huggulega forystu á Stjörnuna. Valsarar leiddu með 10 stigum þegar 3.leikhluti kláraðist 73-63 og var ljóst að 4.leikhluti var að fara að vera hrikalega spennandi! Fjórði leikhluti spilaðist vel, Valsarar náðu að halda sinni 10 stiga forystu lengi en Stjörnumenn voru ekki á því að gefast upp og héldu áfram að keyra á heimamenn. Stjörnumenn náðu þessu niður í 4 stig undir lokin en þeir komust ekki nær en það! Valsarar sigldu heim 5 stiga sigri. 97-92.Af hverju vann Valur? Valsarar spiluðu flottan körfubolta hérna í kvöld og voru að setja skotin sín niður! Kendall spilar risa part í því að Valur vinnur þennan leik hérna í kvöld. Þvílík og önnur eins frammistaða. Hverjir stóðu uppúr? Kendall Lamont Anthony var geggjaður í liði Vals hér í kvöld. Skoraði 34 stig og stjórnaði flæðinu hjá Val. Paul Anthony Jones átti einnig frábæran leik í kvöld hjá Stjörnunni en það dugði ekki til að leggja Valsaranna að velli. Paul var með 31 stig.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða fannst mér ganga frekar illa. Bæði lið að hleypa á sig mikið af stigum og mörg frekar ódýr og auðveld.Hvað gerist næst? Valsarar mæta ÍR í Seljaskóla í hörkuslag á meðan að Stjarnan fær Tindastól í heimsókn!Valur-Stjarnan 97-92 (23-27, 26-22, 24-14, 24-29)Valur: Kendall Lamont 34/7 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 16, Aleks Simeonov 13/8 fráköst, William Saunders 12, Illugi Steingrímsson 10, Ragnar Ágúst 9, Gunnar Ingi Harðarson 3.Stjarnan: Paul Anthony Jones 31 stig,Ægir Þór Steinarsson 16/6 stoðsendingar, Hlynur Bæringsson 15/11 fráköst, Collin Pryor 9, Antti Kanervo 9/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Dúi Þór Jónsson 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2.Ágúst: Gríðarlega ánægður að vinna „Gríðarlega ánægður, ótrúlega gaman að ná loksins að vinna. Við gerðum smá breytingar og erum að vinna í því að ná að fullmóta liðið og við erum það ekki alveg ennþá en bara frábært að ná í sigur“ sagði ánægður Ágúst Björgvinsson eftir fyrsta sigur Vals í Dominos deildinni þetta árið. Kendall Lamont átti stórkostlegan leik hérna í kvöld og skilaði 34 stigum. Ágúst var gríðarlega ánægður með sinn mann „Hann var náttúrulega geggjaður, sérstaklega í fyrri hálfleik en svo fylgdu bara fleirri með eins og Austin sem átti sinn besta leik í vetur hingað til“ Valur mætir ÍR í næstu umferð sem verður alvöru slagur. Ágúst var spurður hvort það þyrfti að laga mikið fyrir þann leik. „Við þurfum að spila betri vörn, við erum að hitta mjög vel enda erum við að fá góð skot. Ef við fáum svona góð skot þá hef ég fulla trú á að við höldum áfram að setja þau niður“Arnar: Við réðum ekki við Kendall „Við réðum ekki við Kendall hann var stórkostlegur hérna í kvöld. Hann smitaði út frá sér sjálfstraust í aðra og því miður fyrir okkur voru Valsararnir mjög góðir í dag“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna manna í kvöld. Stjarnan spilaði frábæran sóknarbolta í kvöld og skoruðu 92 stig en þau dugðu ekki til sigurs. „Við skorum 92 stig, við þurfum bara að gera betur varnarlega. Sóknarlega eru 92 stig mjög gott og kvarta ég ekkert yfir því.“ Aðspurður út í leikinn í næstu umferð gegn Tindastól svaraði Arnar: „Það er náttúrulega bara nýr leikur. Við þurfum að bæta okkur og þeir eru öðruvísi lið, guði sé lof eru þeir ekki með Kendall, ég á eftir að fá martraðir yfir þessum manni!“Kendall: Þakka liðsfélögunum „Ég vill þakka liðsfélögum mínum fyrst og fremst fyrir leikinn. Við spiluðum vel sóknarlega og varnarlega og vorum að leggja okkur fram. Þessi sigur var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur sem lið“ sagði Kendall Lamont eftir frábæran sigur sinna manna í dag gegn Stjörnunni. Aðspurður út í eigin frammistöðu svaraði kauði: „Það er bara útaf liðsfélögum mínum. Þeir voru að setja upp flott skrín sem hjálpar mér að komast í góð og opin skot.“ „Þetta er góð deild og ég er gríðarlega ánægður að fá að vera hérna og spila með mínum liðsfélögum. Það er hörkusamkeppni og allir leikir erfiðir.“Ægir: Þeir áttu þetta skilið „Fyrstu viðbrögð eru sú að þeir áttu þetta skilið, við náðum ekki að dekka þá og Kendall átti frábæran leik.“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap í kvöld gegn Völsurum. Aðspurður út í frammistöðu Kendalls og varnarleik Stjörnunnar þá sagði Ægir: „Við náðum ekki að stoppa pick and rollin þeirra á toppnum, hann komst inní miðjuna og náði að sækja á stóra manninn og við að festast í skrínum. Svo auðvitað hitti hann úr alls konar skotum.“ Þegar hann var spurður út í hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik gegn Tindastól sagði hann: „Það er margt sem við getum skoðað og lagað. Við þurfum bara að koma af meiri krafti, við höfðum enga orku til að spila vörn í þessum leik. Við náðum ekki nógu mörgum auðveldum stoppum og ekki nægilega mörgum auðveldum sóknum heldur í kjölfarið. Þetta er ekki flókið dæmi“
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu