Túrbóleikur í Toronto þar sem 51 stig frá Kevin Durant dugði ekki Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 07:30 Kevin Durant og Kawhi Leonard voru stigahæstu menn vallarins í nótt. Vísir/Getty 51 stig frá sjóðheitum Kevin Durant dugði NBA-meisturum Golden State Warriors sem töpuðu á móti toppliði Toronto Raptors í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn leik og endaði taphrinu sína.Kawhi Leonard skoraði 37 stig fyrir Toronto Raptors í 131-128 sigri á Golden State Warriors í framlengdum leik í Toronto en þetta var sjöundi sigur Toronto-liðsins í röð. Kyle Lowry hélt hann væri búinn að tryggja Toronto sigurinn þegar hann kom liðinu í 119-113 með þriggja stiga körfu 55 sekúndum fyrir leikslok en Kevin Durant kom leiknum í framlengingu með tveimur þristum. Toronto var hinsvegar sterkara á svellinu í framlengingunni og vann hana 12-5. Kevin Durant skoraði 51 stig í leiknum auk þess að taka 11 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 23 stig og Svíinn Jonas Jerebko kom með 20 stig inn af bekknum. Jonas Jerebko skoraði 16 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum eða framlengingunni.Congratulations to #GLeagueAlum Pascal Siakam (@pskills43) on scoring an @NBA CAREER-HIGH 26 PTS on 8-of-10 shooting from the field for the @Raptors Siakam was the 2016 @WACsports P.O.Y with @NMStateMBB and won the 2017 #NBAGLeague Finals MVP Award with @Raptors905pic.twitter.com/DRu4bJt6Uq — NBA G League (@nbagleague) November 30, 2018Pascal Siakam setti nýtt persónulegt met með 26 stigum, Kyle Lowry var með 10 stig og 12 stoðsendingar, Serge Ibaka skoraði 20 stig og Danny Green bætti við 13 stigum fyrir Raptors-liðið sem hafði fyrir leikinn tapað átta síðustu leikjum sínum á móti Golden State. Toronto hefur unnið 19 af 23 leikjum sínum á tímabilinu sem er langbesti árangurinn í allri deildinni. Kevin Durant hefur nú í fyrsta sinn á ferlinum skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð en hann var með 41 stig og 44 stig í leikjunum á undan. Síðastur á undan honum til að afreka slíkt í NBA-deildinni var Russell Westbrook í febrúar-mars 2017. Stephen Curry missti af ellefta leiknum í röð vegna nárameiðsla en hann á að snúa aftur á laugardaginn á móti Detroit Pistons.LeBron James átti frábæran leik þegar Los Angeles Lakers liðið endaði tveggja leikja taphrinu með 104-96 heimasigri á Indiana Pacers. James var með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Næststigahæsti leikmaður Lakers var Brandon Ingram með 14 stig. Domantas Sabonis var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Indiana-liðið.LeBron James posts 38 PTS, 9 REB, 7 AST to guide the @Lakers over IND at home! #LakeShowpic.twitter.com/YE1UAtELBT — NBA (@NBA) November 30, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Golden State Warriors 131-128 (119-119) Los Angeles Lakers - Indiana Pacers 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 121-133 NBA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
51 stig frá sjóðheitum Kevin Durant dugði NBA-meisturum Golden State Warriors sem töpuðu á móti toppliði Toronto Raptors í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn leik og endaði taphrinu sína.Kawhi Leonard skoraði 37 stig fyrir Toronto Raptors í 131-128 sigri á Golden State Warriors í framlengdum leik í Toronto en þetta var sjöundi sigur Toronto-liðsins í röð. Kyle Lowry hélt hann væri búinn að tryggja Toronto sigurinn þegar hann kom liðinu í 119-113 með þriggja stiga körfu 55 sekúndum fyrir leikslok en Kevin Durant kom leiknum í framlengingu með tveimur þristum. Toronto var hinsvegar sterkara á svellinu í framlengingunni og vann hana 12-5. Kevin Durant skoraði 51 stig í leiknum auk þess að taka 11 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 23 stig og Svíinn Jonas Jerebko kom með 20 stig inn af bekknum. Jonas Jerebko skoraði 16 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum eða framlengingunni.Congratulations to #GLeagueAlum Pascal Siakam (@pskills43) on scoring an @NBA CAREER-HIGH 26 PTS on 8-of-10 shooting from the field for the @Raptors Siakam was the 2016 @WACsports P.O.Y with @NMStateMBB and won the 2017 #NBAGLeague Finals MVP Award with @Raptors905pic.twitter.com/DRu4bJt6Uq — NBA G League (@nbagleague) November 30, 2018Pascal Siakam setti nýtt persónulegt met með 26 stigum, Kyle Lowry var með 10 stig og 12 stoðsendingar, Serge Ibaka skoraði 20 stig og Danny Green bætti við 13 stigum fyrir Raptors-liðið sem hafði fyrir leikinn tapað átta síðustu leikjum sínum á móti Golden State. Toronto hefur unnið 19 af 23 leikjum sínum á tímabilinu sem er langbesti árangurinn í allri deildinni. Kevin Durant hefur nú í fyrsta sinn á ferlinum skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð en hann var með 41 stig og 44 stig í leikjunum á undan. Síðastur á undan honum til að afreka slíkt í NBA-deildinni var Russell Westbrook í febrúar-mars 2017. Stephen Curry missti af ellefta leiknum í röð vegna nárameiðsla en hann á að snúa aftur á laugardaginn á móti Detroit Pistons.LeBron James átti frábæran leik þegar Los Angeles Lakers liðið endaði tveggja leikja taphrinu með 104-96 heimasigri á Indiana Pacers. James var með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Næststigahæsti leikmaður Lakers var Brandon Ingram með 14 stig. Domantas Sabonis var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Indiana-liðið.LeBron James posts 38 PTS, 9 REB, 7 AST to guide the @Lakers over IND at home! #LakeShowpic.twitter.com/YE1UAtELBT — NBA (@NBA) November 30, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Golden State Warriors 131-128 (119-119) Los Angeles Lakers - Indiana Pacers 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 121-133
NBA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu