Stefnum á annað sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. apríl 2019 14:00 Axel var nokkuð sáttur með riðil íslenska liðsins. Fréttablaðið/anton Brink Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterkara, ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrklandi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þremur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópumótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir liðanna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spennandi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaflokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Króatíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undankeppni HM, þó að þær séu í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Dregið var í riðlana í undankeppni Evrópumótsins 2020 í kvennaflokki í Kaupmannahöfn í gær þar sem Ísland fékk verðuga andstæðinga. Síðasta liðið sem kom í riðil Íslands gæti ekki verið sterkara, ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Frakklands bættust við riðil Íslands með Króatíu og Tyrklandi þar sem tvö lið fá þátttökurétt í mótinu á næsta ári. Mótið fer fram í Danmörku og Noregi, á sama stað og Ísland lék fyrst í lokakeppni á stórmóti í kvennaflokki árið 2010. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í gær og því ljóst að andstæðingarnir yrðu alltaf erfiðir. Tyrkland var fyrsta liðið sem kom upp úr pottinum. Ísland hefur sjö sinnum áður mætt Tyrklandi og hafa Tyrkir unnið fjóra leiki, þremur lokið með sigri Íslands. Liðin mættust í undankeppni HM í haust þar sem Ísland vann þrettán marka sigur en Tyrkir hafa aldrei komist á stórmót. Króatía var næsta lið sem bættist við riðil Íslands. Króatar hafa verið fastagestir á síðustu átta Evrópumótum og unnu tíu marka sigur á Íslandi á EM 2010. Í sex tilraunum hefur Íslandi aldrei tekist að vinna Króatíu. Að lokum komu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar í riðil Íslands. Frakkar hafa unnið síðustu fjórtán leiki liðanna í röð eftir að Ísland vann fjórar fyrstu viðureignir liðanna árið 1984. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, virtist bara nokkuð sáttur með riðilinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta var bara fínt, við gátum verið heppnari en á sama tíma gátum við verið óheppnari með andstæðinga. Þetta verður spennandi verkefni að takast á við,“ segir Axel og bætti við: „Frakkland er með langbesta liðið í þessari undankeppni en það verður gaman að mæta þeim. Við verðum að læra af þessum leikjum gegn þeim bestu í heiminum.“ Axel tók undir að það væri strax stefnt á annað sætið í riðlinum. „Þar liggja möguleikar okkar. Króatía var ofarlega á lista hjá manni sem andstæðingur úr þriðja styrkleikaflokki og ég tel að við getum náð úrslitum gegn Króatíu. Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að vinna heimaleikinn og reyna svo að sækja úrslit til Króatíu.“ Axel telur að leikirnir gegn Króatíu muni ráða úrslitum í riðlinum. „Við mættum Tyrkjum í undankeppni HM, þó að þær séu í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur tel ég að við ættum að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Ef við ætlum okkur að ná öðru sætinu verðum við að vinna báða leikina gegn Tyrklandi. Leikirnir gegn Króatíu ættu svo að ráða úrslitum um hvaða lið fylgir Frökkum inn á EM.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira