Stærsta verkefni Íslendinga í umhverfismálum er í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2019 20:30 Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson. Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson.
Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira