Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:49 Skjáskot úr myndböndum sem tekin voru upp á lestarstöðinni í gær. Skjáskot/Twitter Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. Myndbönd af atvikinu sem birtust á samfélagsmiðlum í gær hafa vakið óhug meðal íbúa Hong Kong en margir telja að þar hafi glæpagengi verið að verki. Í myndböndunum má sjá mennina brjóta sér leið inn á lestarstöðina í bænum Yuen Long, elta þar farþega og lemja þá með bareflum á brautarpöllum og inni í lest. Margir á lestarstöðinni voru á heimleið eftir að hafa tekið þátt í fjöldamótmælum gegn ríkisstjórn Hong Kong á sunnudag. Þúsundir manna söfnuðust saman við mótmælin, sem lyktaði með hatrömmum átökum mótmælenda og lögreglu þar sem táragasi og gúmmíkúlum var beitt. Á lestarstöðinni brutust einnig út harkaleg átök. Blaðakonan Gwyneth Ho streymdi beint frá vettvangi í gærkvöldi en í myndbandi hennar má sjá þegar mennirnir ráðast að henni.This is a clip from Gwyneth Ho (@StandNewsHK)'s live video. Look at how vehement and vicious the white-shirts are in their attacks on protesters. Look at their matching weapons – their long wooden sticks & umbrellas. #antielab #YuenLong(https://t.co/YLjoOljcQC) pic.twitter.com/QucaHWJWdS— Jun Pang (@hyjpang) July 21, 2019 Atvikið hefur vakið reiði meðal íbúa Hong Kong, einkum þeirra sem höfðu verið viðstaddir mótmælin í gærkvöldi. Mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa verið lengi að svara útkalli vegna átakanna en hvítklæddu mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði um klukkan ellefu að staðartíma. Lam Cheuk-ting, þingmaður stjórnarandstöðunnar á þingi Hong Kong, var á lestarstöðinni þegar átökin brutust út. Hann gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang í viðtölum við blaðamenn eftir árásina og sagði flokk sinn nú rannsaka hvort árásarmennirnir tilheyrðu glæpagengi. Ríkisstjórn Hong Kong fordæmdi árásina í yfirlýsingu en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.Snippet of a live broadcast from lawmaker Lam Cheuk ting, showing self-professed pro-Gov't mobsters attacking passengers in train cars at #MTR #YuenLong Stn. #HongKong has 1 of the world's highest cop to population ratio. Where were @hkpoliceforce? Lam was injured as shown live. pic.twitter.com/Aq5JmJlf5u— Ray Chan (@ray_slowbeat) July 21, 2019 Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en mótmælendur krefjast nú aukins lýðræðis í Hong Kong. Þá krefjast ákveðnir hópar sjálfstæðis héraðsins. Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. Myndbönd af atvikinu sem birtust á samfélagsmiðlum í gær hafa vakið óhug meðal íbúa Hong Kong en margir telja að þar hafi glæpagengi verið að verki. Í myndböndunum má sjá mennina brjóta sér leið inn á lestarstöðina í bænum Yuen Long, elta þar farþega og lemja þá með bareflum á brautarpöllum og inni í lest. Margir á lestarstöðinni voru á heimleið eftir að hafa tekið þátt í fjöldamótmælum gegn ríkisstjórn Hong Kong á sunnudag. Þúsundir manna söfnuðust saman við mótmælin, sem lyktaði með hatrömmum átökum mótmælenda og lögreglu þar sem táragasi og gúmmíkúlum var beitt. Á lestarstöðinni brutust einnig út harkaleg átök. Blaðakonan Gwyneth Ho streymdi beint frá vettvangi í gærkvöldi en í myndbandi hennar má sjá þegar mennirnir ráðast að henni.This is a clip from Gwyneth Ho (@StandNewsHK)'s live video. Look at how vehement and vicious the white-shirts are in their attacks on protesters. Look at their matching weapons – their long wooden sticks & umbrellas. #antielab #YuenLong(https://t.co/YLjoOljcQC) pic.twitter.com/QucaHWJWdS— Jun Pang (@hyjpang) July 21, 2019 Atvikið hefur vakið reiði meðal íbúa Hong Kong, einkum þeirra sem höfðu verið viðstaddir mótmælin í gærkvöldi. Mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa verið lengi að svara útkalli vegna átakanna en hvítklæddu mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði um klukkan ellefu að staðartíma. Lam Cheuk-ting, þingmaður stjórnarandstöðunnar á þingi Hong Kong, var á lestarstöðinni þegar átökin brutust út. Hann gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang í viðtölum við blaðamenn eftir árásina og sagði flokk sinn nú rannsaka hvort árásarmennirnir tilheyrðu glæpagengi. Ríkisstjórn Hong Kong fordæmdi árásina í yfirlýsingu en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.Snippet of a live broadcast from lawmaker Lam Cheuk ting, showing self-professed pro-Gov't mobsters attacking passengers in train cars at #MTR #YuenLong Stn. #HongKong has 1 of the world's highest cop to population ratio. Where were @hkpoliceforce? Lam was injured as shown live. pic.twitter.com/Aq5JmJlf5u— Ray Chan (@ray_slowbeat) July 21, 2019 Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en mótmælendur krefjast nú aukins lýðræðis í Hong Kong. Þá krefjast ákveðnir hópar sjálfstæðis héraðsins.
Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58
Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22