Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. september 2019 11:37 Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja Vísir/GVA „Þetta er langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan árið 2008,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samtali við fréttastofu. „Fæstar uppsagnir hingað til hafa fallið undir það sem við teljum að hefði átt að falla undir lög um hópuppsagnir. Sem segir að ef 30 starfsmönnum eða fleiri, í fyrirtæki sem er með 300 manns eða fleiri, er sagt upp fer í gang ákveðið ferli varðandi upplýsingagjöf til starfsmanna.“ Friðbert segir að það ferli hafi bara alls ekkert farið í gang að þessu sinni hjá Arion banka. „Þeir bera því við að þeir hafi ekki getað uppfyllt þau lög af því að lög um fyrirtæki á markaði, eða skráðum fyrirtækjum í Kauphöll, þeim sé þá ekki mögulegt að upplýsa einn aðila umfram annan. Samkvæmt lögum um skráningu í Kauphöll þá ber að upplýsa alla á sama tíma. Þarna er fyrir okkur bara algjörlega nýr veruleiki.“ Að hans mati þarf að skoða þessi mál vel. Það sé ekki í lagi að tilkynnt sé um svo stóra uppsögn áður en búið er að ræða við starfsfólk fyrirtækisins. „Ekki bara við heldur stéttarfélög almennt á almennum vinnumarkaði og löggjafinn þarf náttúrulega að skoða þetta ef að lögin um fyrirtæki í Kauphöllinni koma í veg fyrir samvinnu við starfsmenn sína þegar svona ósköp ganga yfir. Ef að þau hamla því eða banna þá þarf að skoða það mjög vel og við munum að sjálfsögðu fara í það.“Um hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka í dag vegna skipulagsbreytinga.fréttablaðið/ernirBjóst ekki við þessum ósköpum Tilkynnt var um skipulagsbreytingarnar snemma í morgun áður en rætt hafði verið við þá starfsmenn sem missa vinnuna. Samtölin eru nú í gangi og er starfsfólk kallað inn eitt í einu. „Þetta er náttúrulega aðalega bara skelfilegur dagur fyrir þá sem eru að lenda í þessu. Þarna er fólk að missa lífsviðurværi sitt og margir búnir að starfa mjög lengi. Það þarf náttúrulega að ræða við hvern og einn og starfmennirnir hafa allir með sér trúnaðarmann stéttarfélagsins. Þetta tekur tíma og þessu verður ekki lokið fyrr en einhvern tímann eftir hádegi.“ Enginn af þeim starfsmönnum sem hefur nú þegar verið sagt upp í morgun hefur haft samband við SSF en Friðbert gerir ráð fyrir að það gerist fljótlega. „Fólk fær sjokk við svona fréttir, þó að það hafi legið yfir einhverjar fréttir þá fær hver og einn sjokk. Síðan hafa þau samband í framhaldinu.“ SSF fékk ekki að vita um uppsagnirnar með fyrirvara eins og áður hefur verið gert. „Ég átti ekki von á því þegar þessar fréttir fóru að leka út, einhver hlýtur að hafa lekið úr Arion banka til Mannlífs fyrir helgi, því að talan sem Mannlíf er með er ansi nálægt því sem er raunin. Þetta er búið að liggja eins og mara yfir öllum starfsmönnum bankans en bankinn sjálfur bar þetta til baka um helgina í samtölum við fjölmiðla þannig að sjálfsögðu bjóst ég ekki við þessum ósköpum.“Um 80 prósent þeirra sem sagt var upp í dag störfuðu í höfuðstöðvum bankans.FBL/STEFÁNStéttarfélagið mun aðstoða starfsmennina með næstu skref og fara yfir hvernig staðið var að hverri uppsögn. „Í samvinnu við okkur hjá stéttarfélaginu þá er farið vel yfir þær uppsagnir sem fólkið fær, eða starfslokasamninga og hvernig er staðið að málum og að allt sé rétt gert. Það er eiginlega það eina sem er, því að allir þeir sem fá uppsagnarbréf eða skrifa undir starfslok munu hætta samstundis. Það er allavega staðfestingin sem ég fæ og það er vaninn í fjármálafyrirtækjum almennt. Ef að fólk lendir í þessum ósköpum þá er það yfirleitt þannig að það þarf að yfirgefa vinnustaðinn strax.“Nauðsynlegt að endurskoða löggjöf Eins og kom fram á Vísi í morgun verður að minnsta kosti einum mánuði bætt við lögbundinn uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna hjá Arion banka í dag. „Það er meðal annars gert vegna þess að lögin um hópuppsagnir kveða á um upplýsingagjöf með 30 daga fyrirvara. Þeir telja sig að með því að bæta því við, þessum eina mánuði, þá séu þeir að uppfylla lögin. Það eru ýmsar leiðir til að fara fram hjá ákvæðum laga ef menn vilja fara þá leið.“ Friðbert segir að þetta er eitthvað sem stéttarfélagið muni skoða í samvinnu við sína lögmenn. „Lögin um hópuppsagnir byggja á Evrópusambandssamþykkt og hafa ekki verið almennilega verið uppfærð í nokkur ár hér á Íslandi. Nú er kominn alveg nýr veruleiki varðandi fyrirtæki sem eru skráð á markaði og eins og ég sagði áðan, mega ekki upplýsa nema að upplýsa alla á sama tíma. Þetta er eitthvað sem vinnumarkaðurinn í heild sinni þarf að skoða, þá er ég að tala um stéttarfélögin. Það þarf náttúrulega að breyta þessu ef að einhver önnur lög yfirtaka þessi lög, þá eru þessi lög tilgangslaus, lögin um hópuppsagnir. “ Samkvæmt heimildum Vísis eru margir starfsmenn í sárum og hugga hvort annað. „Ég hef heyrt að það sé skelfilegt ástand og það er búið að vera þannig síðustu daga. Miðað við fréttirnar síðan fyrir helgi sem að þeir hafa ekki viljað staðfesta þá er ástandið bara skelfilegt. Það segir sig sjálft að vinnuandi og annað er í molum því þetta hefur ofboðsleg áhrif, líka á þá sem eftir sitja. Þó að þeir haldi starfinu þá eru þeir að missa vini og samstarfsfélaga til fjölda ára,“ segir Friðbert. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
„Þetta er langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan árið 2008,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samtali við fréttastofu. „Fæstar uppsagnir hingað til hafa fallið undir það sem við teljum að hefði átt að falla undir lög um hópuppsagnir. Sem segir að ef 30 starfsmönnum eða fleiri, í fyrirtæki sem er með 300 manns eða fleiri, er sagt upp fer í gang ákveðið ferli varðandi upplýsingagjöf til starfsmanna.“ Friðbert segir að það ferli hafi bara alls ekkert farið í gang að þessu sinni hjá Arion banka. „Þeir bera því við að þeir hafi ekki getað uppfyllt þau lög af því að lög um fyrirtæki á markaði, eða skráðum fyrirtækjum í Kauphöll, þeim sé þá ekki mögulegt að upplýsa einn aðila umfram annan. Samkvæmt lögum um skráningu í Kauphöll þá ber að upplýsa alla á sama tíma. Þarna er fyrir okkur bara algjörlega nýr veruleiki.“ Að hans mati þarf að skoða þessi mál vel. Það sé ekki í lagi að tilkynnt sé um svo stóra uppsögn áður en búið er að ræða við starfsfólk fyrirtækisins. „Ekki bara við heldur stéttarfélög almennt á almennum vinnumarkaði og löggjafinn þarf náttúrulega að skoða þetta ef að lögin um fyrirtæki í Kauphöllinni koma í veg fyrir samvinnu við starfsmenn sína þegar svona ósköp ganga yfir. Ef að þau hamla því eða banna þá þarf að skoða það mjög vel og við munum að sjálfsögðu fara í það.“Um hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka í dag vegna skipulagsbreytinga.fréttablaðið/ernirBjóst ekki við þessum ósköpum Tilkynnt var um skipulagsbreytingarnar snemma í morgun áður en rætt hafði verið við þá starfsmenn sem missa vinnuna. Samtölin eru nú í gangi og er starfsfólk kallað inn eitt í einu. „Þetta er náttúrulega aðalega bara skelfilegur dagur fyrir þá sem eru að lenda í þessu. Þarna er fólk að missa lífsviðurværi sitt og margir búnir að starfa mjög lengi. Það þarf náttúrulega að ræða við hvern og einn og starfmennirnir hafa allir með sér trúnaðarmann stéttarfélagsins. Þetta tekur tíma og þessu verður ekki lokið fyrr en einhvern tímann eftir hádegi.“ Enginn af þeim starfsmönnum sem hefur nú þegar verið sagt upp í morgun hefur haft samband við SSF en Friðbert gerir ráð fyrir að það gerist fljótlega. „Fólk fær sjokk við svona fréttir, þó að það hafi legið yfir einhverjar fréttir þá fær hver og einn sjokk. Síðan hafa þau samband í framhaldinu.“ SSF fékk ekki að vita um uppsagnirnar með fyrirvara eins og áður hefur verið gert. „Ég átti ekki von á því þegar þessar fréttir fóru að leka út, einhver hlýtur að hafa lekið úr Arion banka til Mannlífs fyrir helgi, því að talan sem Mannlíf er með er ansi nálægt því sem er raunin. Þetta er búið að liggja eins og mara yfir öllum starfsmönnum bankans en bankinn sjálfur bar þetta til baka um helgina í samtölum við fjölmiðla þannig að sjálfsögðu bjóst ég ekki við þessum ósköpum.“Um 80 prósent þeirra sem sagt var upp í dag störfuðu í höfuðstöðvum bankans.FBL/STEFÁNStéttarfélagið mun aðstoða starfsmennina með næstu skref og fara yfir hvernig staðið var að hverri uppsögn. „Í samvinnu við okkur hjá stéttarfélaginu þá er farið vel yfir þær uppsagnir sem fólkið fær, eða starfslokasamninga og hvernig er staðið að málum og að allt sé rétt gert. Það er eiginlega það eina sem er, því að allir þeir sem fá uppsagnarbréf eða skrifa undir starfslok munu hætta samstundis. Það er allavega staðfestingin sem ég fæ og það er vaninn í fjármálafyrirtækjum almennt. Ef að fólk lendir í þessum ósköpum þá er það yfirleitt þannig að það þarf að yfirgefa vinnustaðinn strax.“Nauðsynlegt að endurskoða löggjöf Eins og kom fram á Vísi í morgun verður að minnsta kosti einum mánuði bætt við lögbundinn uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna hjá Arion banka í dag. „Það er meðal annars gert vegna þess að lögin um hópuppsagnir kveða á um upplýsingagjöf með 30 daga fyrirvara. Þeir telja sig að með því að bæta því við, þessum eina mánuði, þá séu þeir að uppfylla lögin. Það eru ýmsar leiðir til að fara fram hjá ákvæðum laga ef menn vilja fara þá leið.“ Friðbert segir að þetta er eitthvað sem stéttarfélagið muni skoða í samvinnu við sína lögmenn. „Lögin um hópuppsagnir byggja á Evrópusambandssamþykkt og hafa ekki verið almennilega verið uppfærð í nokkur ár hér á Íslandi. Nú er kominn alveg nýr veruleiki varðandi fyrirtæki sem eru skráð á markaði og eins og ég sagði áðan, mega ekki upplýsa nema að upplýsa alla á sama tíma. Þetta er eitthvað sem vinnumarkaðurinn í heild sinni þarf að skoða, þá er ég að tala um stéttarfélögin. Það þarf náttúrulega að breyta þessu ef að einhver önnur lög yfirtaka þessi lög, þá eru þessi lög tilgangslaus, lögin um hópuppsagnir. “ Samkvæmt heimildum Vísis eru margir starfsmenn í sárum og hugga hvort annað. „Ég hef heyrt að það sé skelfilegt ástand og það er búið að vera þannig síðustu daga. Miðað við fréttirnar síðan fyrir helgi sem að þeir hafa ekki viljað staðfesta þá er ástandið bara skelfilegt. Það segir sig sjálft að vinnuandi og annað er í molum því þetta hefur ofboðsleg áhrif, líka á þá sem eftir sitja. Þó að þeir haldi starfinu þá eru þeir að missa vini og samstarfsfélaga til fjölda ára,“ segir Friðbert.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07