Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 13:14 Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. Getty Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014. Svíþjóð Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014.
Svíþjóð Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira