Einn af lykilmönnunum í góðu gengi HK undanfarin tvö og hálft tímabil hefur verið markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson. Frá því hann kom inn í lið HK um mitt tímabil 2017 hefur hann leikið 54 deildarleiki, aðeins fengið á sig 50 mörk og haldið marki sínu 20 sinnum hreinu. Arnar er núna á leið í sitt fimmta tímabil með HK sem kom mjög óvart í Pepsi Max-deild karla í fyrra. Liðið endaði í 9. sæti en var lengi vel um miðja deild. Núna þurfa HK-ingar að byggja ofan á árangurinn frá því í fyrra og forðast að lenda í því sama og síðast þegar þeir voru á öðru tímabili í efstu deild (2008). Þá féll HK og var utan efstu deildar í áratug. „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Svo eru allar þessar klisjur, taka einn leik fyrir í einu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á dögunum. Vantar meiri breidd Hann segir að leikmannahópur HK sé helst til of lítill. Kópavogsliðið hefur misst nokkra leikmenn frá síðasta tímabili og engir nýir bæst í hópinn. „Það hefur komið fram áður að við höfum ekki fengið þá leikmenn sem við höfum reynt að fá. Svo misstum við slatta af mönnum. Við erum með sama sterka og góða kjarnann en það vantar upp á breiddina. En það var frábært að fá Hödda [Hörð Árnason] aftur og vonandi fáum við einn til tvo leikmenn fyrir tímabilið til að auka breiddina,“ sagði Arnar. Samstarf Arnars Freys og Leifs Andra Leifssonar og félaga í vörn HK hefur verið afar farsælt.vísir/bára Stoðirnar hjá HK eru styrkar og varnarleikur liðsins hefur verið til fyrirmyndar undanfarin tvö og hálf tímabil. Sumarið 2018 fékk HK aðeins þrettán mörk á sig í 1. deildinni, sem er met í tólf liða deild, og í fyrra fengu aðeins tvö lið (Íslandsmeistarar KR og Grindavík) á sig færri mörk í Pepsi Max-deildinni. Geta rætt málin opinskátt „Við áttum okkur á því að ef við fáum á okkur fá mörk eru meiri líkur á að við vinnum leiki. Við höfum einbeitt okkur mikið að varnarleiknum og drillað hann vel síðustu ár,“ sagði markvörðurinn. Að hans sögn er samstarf hans og varnar HK gott og menn séu óhræddir við að rökræða hlutina. „Við erum allir það góðir vinir að við eigum ekki í neinum vandræðum með að ræða málin. Ef mér eða einhverjum öðrum finnst eitthvað illa gert ræðum við málin og hvernig við getum lagað hlutina.“ Síðustu tvö og hálft ár hefur HK nánast alltaf getað stillt upp sömu vörn. Birkir Valur Jónsson, Leifur Andri Leifsson og Hörður Árnason hafa varla misst af leik og í fyrra fyllti Björn Berg Bryde í skarðið sem Guðmundur Þór Júlíusson skildi eftir sig í hjarta varnarinnar með stæl. Arnar Freyr segir mikinn styrk að spila nánast fyrir aftan sömu vörnina.vísir/vilhelm „Það hjálpar mikið. Alexander [Freyr Sindrason] kom líka sterkur inn í vörnina í fyrra. Þetta eru allt mjög góðir varnarmenn en auðvitað er mjög gott að vita hverja þú ert að fara að spila fyrir framan. Þetta væri erfiðara ef það væri alltaf verið að gera breytingar. Þetta klárlega ein af ástæðunum fyrir því að þetta hefur gengið svona vel,“ sagði Arnar. Trúin þarf að vera til staðar HK fór á mikið flug um mitt síðasta tímabil og vann þá m.a. Breiðablik, FH og KR. Arnar segir þó að sigurinn á ÍBV um verslunarmannahelgina hafi staðið upp úr. Það var geggjað að spila á Þjóðhátíð í Eyjum fyrir framan fullt af fólki. Svo skemmdi ekkert fyrir að fá að vera áfram á Eyjunni og skemmta sér aðeins. HK náði í bróðurpart stiga sinna á þessum kafla um mitt síðasta sumar. Liðið vann aðeins einn af fyrstu átta leikjum sínum og ekki í síðustu sex umferðunum. „Á þessum kafla um mitt mót sýndum við virkilega hvað í okkur býr. Þá sáum við hvað við getum gert þegar við höfum trú á því sjálfir,“ sagði Arnar. Tók tíma að venjast Kórnum HK spilar án nokkurs vafa á óvinsælasta heimavelli landsins, inni í knatthúsinu Kórnum. „Við áttum okkur alveg á að þetta fer í taugarnar á öðrum liðum en við pælum ekkert sérstaklega mikið í þessu,“ sagði Arnar um Kórinn. Hann neitar því ekki að það hafi tekið hann tíma að venjast því að spila þar. Fyrst leið manni eins og maður væri að fara að spila æfingaleik. Það þarf bara að venjast þessu. Og þess vegna held ég að þetta sé óþægilegt fyrir lið. Þau eru ekki vön því að spila ellefu leiki á sumri þarna. Þeim líður alltaf eins og þau séu að fara að spila æfingaleik á meðan við erum vanir þessu. Lærði mikið hjá Leikni Áður en Arnar kom í HK fyrir tímabilið 2016 hafði hann aldrei verið aðalmarkvörður á ferlinum. Það gerðist fyrst þegar hann var 23 ára. „Ég er uppalinn í Fjölni. Ég fór nokkrum sinnum á lán, m.a. til Ægis þar sem ég spilaði ekki mikið. Árið 2014 fór ég svo til Leiknis þegar liðið vann 1. deildina. Þá vissi ég alveg að ég yrði varamarkvörður. Þar vann ég með Eyjó [Eyjólfi Tómassyni] og lærði helling. Ég fékk fullt af leikjum á undirbúningstímabilinu, sem ég fékk ekki hjá Fjölni, og öðlaðist reynslu,“ sagði Arnar. Fjölnistengingin Hann var aftur varamarkvörður hjá Leikni 2015, á fyrsta og eina tímabili liðsins í efstu deild. Eftir það ákvað hann að breyta til og þá hafði áðurnefndur Guðmundur Þór Júlíusson, félagi hans úr Grafarvoginum, sem lék og leikur enn með HK, samband við hann. Arnar Freyr þurfti að bíða lengi eftir tækifærinu sem aðalmarkvörður í meistaraflokki.vísir/bára „Mér fannst kominn tími til að fá að spila. Mig minnir að Beitir [Ólafsson] hafi farið frá HK til Keflavíkur þarna. Gummi Júl, sem ég spilaði með upp alla yngri flokka í Fjölni og er góður vinur minn, var kominn í HK og hringdi í mig og kannaði hvort ég væri til í skoða þetta. Ég var alveg til í það og þetta small saman,“ sagði Arnar. Hann er einn fjögurra fyrrverandi leikmanna Fjölnis í HK. Auk þeirra Guðmundar eru það Bjarni Gunnarsson og Birnir Snær Ingason. Arnar Freyr, Guðmundur og Bjarni eru jafnaldrar, fæddir 1993. Gerir ekki mikið úr Skagaleiknum Þótt vel hafi gengið hjá Arnari hjá HK undanfarin misseri hefur það ekki alltaf verið þannig. Hann missti m.a. sæti sitt í byrjunarliðinu sumarið 2017. Það hefur verið stígandi í þessu. Fyrstu tvö tímabilin var ég ekkert frábær en maður var alltaf að læra og þróa sinn leik. Mér finnst ég hafa gert það, bætt mig ár frá ári og mér líður vel í HK. Augu fótboltaáhugamanna byrjuðu kannski fyrst að beinast að Arnari þegar hann varði tvær vítaspyrnur í toppslag við ÍA á Akranesi sumarið 2018. Sjálfur gerir hann þó lítið úr því afreki. Arnar Freyr kann vel við sig í HK sem hann hefur leikið með frá 2016.vísir/vilhelm „Það var kannski augnablikið sem þessir sérfræðingar fóru að taka eftir mér. Tímabilið á undan var upp og ofan, ég var settur á bekkinn og manni fannst allt í tómu tjóni. Síðan fékk ég aftur tækifæri um mitt sumar 2017 og þá fannst mér þetta byrja. Ég fann stíganda í leik mínum og spilaði vel seinni hluta sumarsins 2018,“ sagði Arnar. „Það var ekkert bara þessi leikur. Mér fannst við bara spila vel þetta sumar og fengum fá mörk á okkur. Auðvitað er gaman að verja tvö víti í leik en allt tímabilið var gott. En kannski byrjuðu einhverjir að taka eftir manni þarna,“ sagði markvörðurinn að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn
Einn af lykilmönnunum í góðu gengi HK undanfarin tvö og hálft tímabil hefur verið markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson. Frá því hann kom inn í lið HK um mitt tímabil 2017 hefur hann leikið 54 deildarleiki, aðeins fengið á sig 50 mörk og haldið marki sínu 20 sinnum hreinu. Arnar er núna á leið í sitt fimmta tímabil með HK sem kom mjög óvart í Pepsi Max-deild karla í fyrra. Liðið endaði í 9. sæti en var lengi vel um miðja deild. Núna þurfa HK-ingar að byggja ofan á árangurinn frá því í fyrra og forðast að lenda í því sama og síðast þegar þeir voru á öðru tímabili í efstu deild (2008). Þá féll HK og var utan efstu deildar í áratug. „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Svo eru allar þessar klisjur, taka einn leik fyrir í einu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á dögunum. Vantar meiri breidd Hann segir að leikmannahópur HK sé helst til of lítill. Kópavogsliðið hefur misst nokkra leikmenn frá síðasta tímabili og engir nýir bæst í hópinn. „Það hefur komið fram áður að við höfum ekki fengið þá leikmenn sem við höfum reynt að fá. Svo misstum við slatta af mönnum. Við erum með sama sterka og góða kjarnann en það vantar upp á breiddina. En það var frábært að fá Hödda [Hörð Árnason] aftur og vonandi fáum við einn til tvo leikmenn fyrir tímabilið til að auka breiddina,“ sagði Arnar. Samstarf Arnars Freys og Leifs Andra Leifssonar og félaga í vörn HK hefur verið afar farsælt.vísir/bára Stoðirnar hjá HK eru styrkar og varnarleikur liðsins hefur verið til fyrirmyndar undanfarin tvö og hálf tímabil. Sumarið 2018 fékk HK aðeins þrettán mörk á sig í 1. deildinni, sem er met í tólf liða deild, og í fyrra fengu aðeins tvö lið (Íslandsmeistarar KR og Grindavík) á sig færri mörk í Pepsi Max-deildinni. Geta rætt málin opinskátt „Við áttum okkur á því að ef við fáum á okkur fá mörk eru meiri líkur á að við vinnum leiki. Við höfum einbeitt okkur mikið að varnarleiknum og drillað hann vel síðustu ár,“ sagði markvörðurinn. Að hans sögn er samstarf hans og varnar HK gott og menn séu óhræddir við að rökræða hlutina. „Við erum allir það góðir vinir að við eigum ekki í neinum vandræðum með að ræða málin. Ef mér eða einhverjum öðrum finnst eitthvað illa gert ræðum við málin og hvernig við getum lagað hlutina.“ Síðustu tvö og hálft ár hefur HK nánast alltaf getað stillt upp sömu vörn. Birkir Valur Jónsson, Leifur Andri Leifsson og Hörður Árnason hafa varla misst af leik og í fyrra fyllti Björn Berg Bryde í skarðið sem Guðmundur Þór Júlíusson skildi eftir sig í hjarta varnarinnar með stæl. Arnar Freyr segir mikinn styrk að spila nánast fyrir aftan sömu vörnina.vísir/vilhelm „Það hjálpar mikið. Alexander [Freyr Sindrason] kom líka sterkur inn í vörnina í fyrra. Þetta eru allt mjög góðir varnarmenn en auðvitað er mjög gott að vita hverja þú ert að fara að spila fyrir framan. Þetta væri erfiðara ef það væri alltaf verið að gera breytingar. Þetta klárlega ein af ástæðunum fyrir því að þetta hefur gengið svona vel,“ sagði Arnar. Trúin þarf að vera til staðar HK fór á mikið flug um mitt síðasta tímabil og vann þá m.a. Breiðablik, FH og KR. Arnar segir þó að sigurinn á ÍBV um verslunarmannahelgina hafi staðið upp úr. Það var geggjað að spila á Þjóðhátíð í Eyjum fyrir framan fullt af fólki. Svo skemmdi ekkert fyrir að fá að vera áfram á Eyjunni og skemmta sér aðeins. HK náði í bróðurpart stiga sinna á þessum kafla um mitt síðasta sumar. Liðið vann aðeins einn af fyrstu átta leikjum sínum og ekki í síðustu sex umferðunum. „Á þessum kafla um mitt mót sýndum við virkilega hvað í okkur býr. Þá sáum við hvað við getum gert þegar við höfum trú á því sjálfir,“ sagði Arnar. Tók tíma að venjast Kórnum HK spilar án nokkurs vafa á óvinsælasta heimavelli landsins, inni í knatthúsinu Kórnum. „Við áttum okkur alveg á að þetta fer í taugarnar á öðrum liðum en við pælum ekkert sérstaklega mikið í þessu,“ sagði Arnar um Kórinn. Hann neitar því ekki að það hafi tekið hann tíma að venjast því að spila þar. Fyrst leið manni eins og maður væri að fara að spila æfingaleik. Það þarf bara að venjast þessu. Og þess vegna held ég að þetta sé óþægilegt fyrir lið. Þau eru ekki vön því að spila ellefu leiki á sumri þarna. Þeim líður alltaf eins og þau séu að fara að spila æfingaleik á meðan við erum vanir þessu. Lærði mikið hjá Leikni Áður en Arnar kom í HK fyrir tímabilið 2016 hafði hann aldrei verið aðalmarkvörður á ferlinum. Það gerðist fyrst þegar hann var 23 ára. „Ég er uppalinn í Fjölni. Ég fór nokkrum sinnum á lán, m.a. til Ægis þar sem ég spilaði ekki mikið. Árið 2014 fór ég svo til Leiknis þegar liðið vann 1. deildina. Þá vissi ég alveg að ég yrði varamarkvörður. Þar vann ég með Eyjó [Eyjólfi Tómassyni] og lærði helling. Ég fékk fullt af leikjum á undirbúningstímabilinu, sem ég fékk ekki hjá Fjölni, og öðlaðist reynslu,“ sagði Arnar. Fjölnistengingin Hann var aftur varamarkvörður hjá Leikni 2015, á fyrsta og eina tímabili liðsins í efstu deild. Eftir það ákvað hann að breyta til og þá hafði áðurnefndur Guðmundur Þór Júlíusson, félagi hans úr Grafarvoginum, sem lék og leikur enn með HK, samband við hann. Arnar Freyr þurfti að bíða lengi eftir tækifærinu sem aðalmarkvörður í meistaraflokki.vísir/bára „Mér fannst kominn tími til að fá að spila. Mig minnir að Beitir [Ólafsson] hafi farið frá HK til Keflavíkur þarna. Gummi Júl, sem ég spilaði með upp alla yngri flokka í Fjölni og er góður vinur minn, var kominn í HK og hringdi í mig og kannaði hvort ég væri til í skoða þetta. Ég var alveg til í það og þetta small saman,“ sagði Arnar. Hann er einn fjögurra fyrrverandi leikmanna Fjölnis í HK. Auk þeirra Guðmundar eru það Bjarni Gunnarsson og Birnir Snær Ingason. Arnar Freyr, Guðmundur og Bjarni eru jafnaldrar, fæddir 1993. Gerir ekki mikið úr Skagaleiknum Þótt vel hafi gengið hjá Arnari hjá HK undanfarin misseri hefur það ekki alltaf verið þannig. Hann missti m.a. sæti sitt í byrjunarliðinu sumarið 2017. Það hefur verið stígandi í þessu. Fyrstu tvö tímabilin var ég ekkert frábær en maður var alltaf að læra og þróa sinn leik. Mér finnst ég hafa gert það, bætt mig ár frá ári og mér líður vel í HK. Augu fótboltaáhugamanna byrjuðu kannski fyrst að beinast að Arnari þegar hann varði tvær vítaspyrnur í toppslag við ÍA á Akranesi sumarið 2018. Sjálfur gerir hann þó lítið úr því afreki. Arnar Freyr kann vel við sig í HK sem hann hefur leikið með frá 2016.vísir/vilhelm „Það var kannski augnablikið sem þessir sérfræðingar fóru að taka eftir mér. Tímabilið á undan var upp og ofan, ég var settur á bekkinn og manni fannst allt í tómu tjóni. Síðan fékk ég aftur tækifæri um mitt sumar 2017 og þá fannst mér þetta byrja. Ég fann stíganda í leik mínum og spilaði vel seinni hluta sumarsins 2018,“ sagði Arnar. „Það var ekkert bara þessi leikur. Mér fannst við bara spila vel þetta sumar og fengum fá mörk á okkur. Auðvitað er gaman að verja tvö víti í leik en allt tímabilið var gott. En kannski byrjuðu einhverjir að taka eftir manni þarna,“ sagði markvörðurinn að lokum.