Segir að leikmenn lélegasta landsliðs heims hafi hótað að meiða stjörnu Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 10:40 Rasmus Hojlund spilaði á Ítalíu og skilur ítölsku. Hann skildi því um hvað leikmenn San Marinó voru að tala og þeir voru að hóta því að meiða hann. AP/Felice Calabro Danir rétt sluppu með þrjú stig frá leik sínum við San Marinó í undankeppni EM í gærkvöldi en Danir fengu á sig jöfnunarmark í leiknum. San Marinó er opinberlega lélegasta landslið heims og hefur ekki unnið landsleik í 136 leikjum. Þetta var fyrsta mark liðsins í þessari undankeppni en markatalan var 0-24 fyrir leikinn. Danir voru mjög pirraðir í gærkvöldi, bæði í leiknum sem og eftir þennan nauma sigur á lélegasta landsliði heims. Þeir náðu þó að skora sigurmark undir lokin og sleppa með skrekkinn. Simon Kjaer ( Denmark player) : "I heard the San Marino players saying they intentionally wanted to injure Rasmus Højlund by going after his left knee" pic.twitter.com/cMPLJrPm5T— All Sportz (@Allsportztv) October 18, 2023 Fyrirliði liðsins, Simon Kjær, gekk þó lengra en margir höfðu séð fyrir eftir slíkan leik. Hann var brjálaður út í dómara leiksins og sakaði líka leikmenn San Marinó um að hafa hótað því að meiða stjörnuframherja danska liðsins, Rasmus Højlund. Rasmus Højlund skoraði fyrsta mark leiksins en hann var keyptur til stórliðs Manchester United í haust. „Það er augljóst að við erum að segja eitthvað inn á vellinum og þá verður dómarinn pirraður út í okkur af því að við erum að segja eitthvað. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Simon Kjær við TV 2 Sport eftir leikinn. „Það er síðan enginn vafi á því að það er klárt rautt spjald fyrir brotið á Højlund. Þetta er hundrað prósent viljandi og við vitum um dæmi með Neymar þar sem hann fékk hné í bakið og bakbrotnaði,“ sagði Kjær reiður. Denmark captain Simon Kjaer says San Marino players set out to deliberately injure Manchester United star Rasmus Hojlund with a challenge that could have broken his back .https://t.co/LDFuunqiBQ— Metro (@MetroUK) October 18, 2023 Højlund fékk vissulega hné frá leikmanni San Marinó og lá sárþjáður á eftir. „Þetta er hættulegt og það eru þrír dómarar rétt hjá þessu. Þeir (leikmenn San Marinó) voru þó búnir að hóta því við hann að þeir ætluðu að fara í vinstra hnéð hans,“ sagði Kjær. „Ég fór og lét dómarann vita og spurði hvort hann vildi að ég túlkaði fyrir hann. Það er dómarinn sem ákveður línuna og hann verður að gera það sjálfur. Ég skil þetta ekki. Við höfum einnig VAR. Þú sérð þetta alla leið úr vörninni að þetta var hundrað prósent viljandi,“ sagði Kjær mjög pirraður eftir leikinn. Højlund neitaði að þakka leikmönnum San Marinó fyrir leikinn. Dómari leiksins var Viktor Kopiyevskyi frá Úkraínu. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Sjá meira
San Marinó er opinberlega lélegasta landslið heims og hefur ekki unnið landsleik í 136 leikjum. Þetta var fyrsta mark liðsins í þessari undankeppni en markatalan var 0-24 fyrir leikinn. Danir voru mjög pirraðir í gærkvöldi, bæði í leiknum sem og eftir þennan nauma sigur á lélegasta landsliði heims. Þeir náðu þó að skora sigurmark undir lokin og sleppa með skrekkinn. Simon Kjaer ( Denmark player) : "I heard the San Marino players saying they intentionally wanted to injure Rasmus Højlund by going after his left knee" pic.twitter.com/cMPLJrPm5T— All Sportz (@Allsportztv) October 18, 2023 Fyrirliði liðsins, Simon Kjær, gekk þó lengra en margir höfðu séð fyrir eftir slíkan leik. Hann var brjálaður út í dómara leiksins og sakaði líka leikmenn San Marinó um að hafa hótað því að meiða stjörnuframherja danska liðsins, Rasmus Højlund. Rasmus Højlund skoraði fyrsta mark leiksins en hann var keyptur til stórliðs Manchester United í haust. „Það er augljóst að við erum að segja eitthvað inn á vellinum og þá verður dómarinn pirraður út í okkur af því að við erum að segja eitthvað. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Simon Kjær við TV 2 Sport eftir leikinn. „Það er síðan enginn vafi á því að það er klárt rautt spjald fyrir brotið á Højlund. Þetta er hundrað prósent viljandi og við vitum um dæmi með Neymar þar sem hann fékk hné í bakið og bakbrotnaði,“ sagði Kjær reiður. Denmark captain Simon Kjaer says San Marino players set out to deliberately injure Manchester United star Rasmus Hojlund with a challenge that could have broken his back .https://t.co/LDFuunqiBQ— Metro (@MetroUK) October 18, 2023 Højlund fékk vissulega hné frá leikmanni San Marinó og lá sárþjáður á eftir. „Þetta er hættulegt og það eru þrír dómarar rétt hjá þessu. Þeir (leikmenn San Marinó) voru þó búnir að hóta því við hann að þeir ætluðu að fara í vinstra hnéð hans,“ sagði Kjær. „Ég fór og lét dómarann vita og spurði hvort hann vildi að ég túlkaði fyrir hann. Það er dómarinn sem ákveður línuna og hann verður að gera það sjálfur. Ég skil þetta ekki. Við höfum einnig VAR. Þú sérð þetta alla leið úr vörninni að þetta var hundrað prósent viljandi,“ sagði Kjær mjög pirraður eftir leikinn. Højlund neitaði að þakka leikmönnum San Marinó fyrir leikinn. Dómari leiksins var Viktor Kopiyevskyi frá Úkraínu.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Sjá meira