Jóhann Berg: „Þetta er eitt skref fram á við“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2023 22:23 Jóhann Berg eltir Joao Felix uppi í leik kvöldsins David S. Bustamante / getty images Íslenska landsliðið tapaði 2-0 ytra gegn Portúgal í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024. Liðið bætti þó heildarframmistöðu sína mjög eftir slakan leik gegn Slóvakíu síðastliðinn fimmtudag. „Varnarlega vorum við mjög 'solid', mjög þéttir til baka og sköpum líka nokkra mjög góða sénsa sem við hefðum getað klárað. Þannig að það er fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, strax að leik loknum. Jóhann sagði það erfitt verkefni að spila gegn jafn sterku liði og Portúgal býr yfir, þar sem finna má hæfileikaríka leikmenn í öllum stöðum vallarins. „Þetta er auðvitað gríðarlega erfitt. Frábærir leikmenn og það þarf að passa alla. Það er ekki bara þessi nr. 7, það eru margir þarna sem eru ansi góðir. Þetta var fínt próf fyrir varnarlínuna í dag, næsta skref er að klára færin og setja saman alvöru frammistöðu.“ Möguleikar liðsins að komast upp úr riðlinum urðu að engu síðastliðinn fimmtudag og liðið hafði því ekki að neinu að keppa í kvöld. Ísland gæti þó enn komist á EM, að öllum líkindum verður umspilsleikur í mars 2024 og því mikilvægt að halda liðinu heitu og gefa ekkert eftir. „Þetta er eitt skref fram á við, vonandi fáum við umspilsleik í mars, tökum fleiri skref fram á við og komum okkur á EM.“ Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Portúgalsleikinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40 Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Sjá meira
„Varnarlega vorum við mjög 'solid', mjög þéttir til baka og sköpum líka nokkra mjög góða sénsa sem við hefðum getað klárað. Þannig að það er fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, strax að leik loknum. Jóhann sagði það erfitt verkefni að spila gegn jafn sterku liði og Portúgal býr yfir, þar sem finna má hæfileikaríka leikmenn í öllum stöðum vallarins. „Þetta er auðvitað gríðarlega erfitt. Frábærir leikmenn og það þarf að passa alla. Það er ekki bara þessi nr. 7, það eru margir þarna sem eru ansi góðir. Þetta var fínt próf fyrir varnarlínuna í dag, næsta skref er að klára færin og setja saman alvöru frammistöðu.“ Möguleikar liðsins að komast upp úr riðlinum urðu að engu síðastliðinn fimmtudag og liðið hafði því ekki að neinu að keppa í kvöld. Ísland gæti þó enn komist á EM, að öllum líkindum verður umspilsleikur í mars 2024 og því mikilvægt að halda liðinu heitu og gefa ekkert eftir. „Þetta er eitt skref fram á við, vonandi fáum við umspilsleik í mars, tökum fleiri skref fram á við og komum okkur á EM.“ Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Portúgalsleikinn
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40 Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Sjá meira
Leik lokið: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40