Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Hinrik Wöhler skrifar 13. desember 2024 20:29 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson lék við hvern sinn fingur og skoraði 11 mörk i kvöld. Vísir/Anton Brink Fram sigraði Gróttu í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn endaði 38-33. Leikurinn fór fram í Úlfarsárdal og var þetta síðasti deildarleikur liðanna áður en deildin fer í langt jólafrí. Leikurinn var hraður í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að skora í upphafi leiks. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik, bæði lið virtust skora að vild og var lítið um löglegar stöðvanir. Staðan var 9-9 eftir 10 mínútna leik en síðan tók við ágætis kafli hjá Gróttu og leiddu gestirnir með tveimur mörkum þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Það hægðist aðeins á markaskorun Gróttumanna og heimamenn tóku við sér. Framarar áttu einkar auðvelt með að finna leiðir fram hjá varnarmönnum Gróttu og snéru stöðunni við. Staðan var 20-17 í hálfleik í hröðum leik og var vinstri skytta Framara, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, með sex mörk úr jafnmörgum tilraunum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gróttumenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og voru ekki lengi að jafna metin í 22-22. Næstu mínútur var mikið jafnræði með liðunum og allt stefndi í spennandi lokamínútur. Framarar voru hins vegar ekki á sama máli og þegar leið á síðari hálfleik byrjuðu heimamenn að ganga á lagið. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka voru Framarar komnir í þægilega fimm marka forystu. Það var þó ekki öll von úti fyrir Gróttu en Framarar léku tveimur mönnum færri um tíma undir lok leiks og minnkuðu gestirnir muninn í tvö mörk þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Nær komust Gróttumenn ekki og á endanum fögnuðu Framarar fimm marka sigri, 38-33, í miklum markaleik. Atvik leiksins Það var mikill meðbyr með gestunum undir lok leiks en línumaðurinn Jón Ómar Gíslason minnkaði muninn niður í tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir. Það var að duga eða drepast fyrir Framara í næstu sókn og var það Reynir Þór Stefánsson sem innsiglaði sigurinn með föstu skoti sem fór stöngin inn. Stjörnur og skúrkar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson átti í litlum vandræðum með varnarmenn Gróttumanna og skoraði hann ellefu mörk úr vinstri skyttunni í leiknum. Það var miður fyrir skyttuna þegar hans besta færi í leiknum fór forgörðum á síðustu andartökum leiksins og þegar uppi var staðið var það hans eina klúður í leiknum. Að vanda var Reynir Þór Stefánsson líflegur í sóknarleik Framara en hann skoraði níu mörk í kvöld. Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk úr ellefu tilraunum.Vísir/Anton Brink Jón Ómar Gíslason var fremstur meðal jafningja hjá gestunum. Línumaðurinn nýtti færin sín einkar vel og skoraði tíu mörk í kvöld, þar af fjögur af vítalínunni. Varnarleikur Gróttumanna var ekki til útflutnings og sömuleiðis voru markverðir liðsins í vandræðum. Það var lítið um löglegar stöðvanir og baráttuanda í varnarleik þeirra en lukkulega fyrir Seltirninga, fá þeir tæpa tvo mánuði til að skerpa á varnarleik liðsins. Dómarar Hið reynslumikla tvíeyki, Jónas Elíasson og Svavar Ólafur Pétursson, dæmdu leikinn í kvöld. Eins og gengur og gerist þá kvörtuðu bæði lið yfir ýmsum minniháttar atriðum en heilt yfir voru þeir með góð tök á leiknum og fá þeir fyrstu einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld. Stemning og umgjörð Í upphafi leiks þakkaði vallarþulurinn í Lambhagahöllinni öllum þeim 47 áhorfendum sem lögðu leið sína á völlinn í kvöld. Þó það fjölgaði í stúkunni þegar leið á leikinn þá var greinilegt að jólaundirbúningur var í forgangi hjá stuðningsmönnum beggja liða. Viðtöl Davíð Örn: „Þeir fóru bara í gegn, trekk í trekk“ Davíð Örn Hlöðversson (t.h.) stjórnaði Gróttu í kvöld þar sem Róbert Gunnarsson (t.v.) var í leikbanni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Davíð Örn Hlöðversson, þjálfari Gróttu, var við stjórnvölinn í kvöld þar sem aðalþjálfari Gróttu, Róbert Gunnarsson, tók út leikbann eftir ódrengilega hegðun í bikarleik á dögunum. Davíð segir að voru einstakir kaflar í leiknum sem urðu þeim að falli og benti sérstaklega á varnarleik liðsins. „Því miður féll þetta ekki með okkur núna. Þessir slæmu kaflar í fyrri og aðeins í seinni hálfleik líka þar sem við duttum niður varnarlega og þeir gengu á lagið.“ „Þetta var ágætis frammistaðan sóknarlega hjá okkur. Við vorum að skapa okkur mörg færi en varnarlega erum við ekki nægilega góðir og þar af leiðandi fáum við ekki eins mikla markvörslu og við vildum,“ sagði Davíð um leikinn. Varnarmenn Gróttu áttu í erfiðleikum með spræka útilínu Framara og náðu ekki að stöðva Þorstein Gauta Hjálmarsson og samherja hans. „Við vorum í sex-núll vörn og þeir fóru bara í gegn, trekk í trekk. Þorsteinn hitti á sinn leik og var frábær í kvöld og það er erfitt að eiga við þá þegar þeir eiga svona góða leiki.“ Það var meðbyr með Seltirningum undir lok leiks og Davíð sá möguleika til að stela stigi af Frömurum en það gekk ekki eftir. „Það kom móment þar sem við hefðum getað komist inn og vonandi stolið þessu. Því miður gekk það ekki.“ Grótta heldur í langt jólafrí þar sem ekkert er leikið næstu vikur vegna hátíðanna og HM í handknattleik. Davíð segir að þjálfarateymi Gróttu ætli að einbeita sér að bæta varnarleik liðsins. „Það vantar aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við höldum áfram að vinna í okkar málum. Við munum bæta í varnarleikinn og aðeins að fínpússa sóknarleikinn, það er ákveðin vinna framundan. Það er nóg eftir,“ sagði Davíð að endingu. Þorsteinn Gauti: „Ég fékk aðeins of mikinn tíma“ Þorsteinn Gauti var maður leiksins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson átti stjörnuleik í kvöld og var ánægður með að ná sigri í kvöld, sérstaklega eftir mótspyrnu Gróttumanna undir lok leiks. „Það kom smá spenna í þetta en sem betur fer náðum við að komust aftur fram fyrir þá. Þannig síðustu mínúturnar voru aðeins þægilegri og við misstum þetta ekki í rugl,“ sagði skyttan skömmu eftir leik. Aðeins eitt færi fór forgörðum hjá Þorsteini en hann var með öryggið uppmálað þegar hann lyfti sér upp fyrir utan vörn Gróttu. Hann fékk dauðafæri undir lok leiks sem Hannes Pétur Hauksson, markvörður Gróttu, varði en Þorsteinn kennir of miklum umhugsunartíma um. „Það eru nokkrir búnir að segja þetta við mig. Ég fékk aðeins of mikinn tíma og ég ætlaði að skeyta hann og ég pældi aðeins of mikið í þessu, því fór sem fór,“ sagði Þorsteinn léttur í bragði. „Í fyrri hálfleik voru þetta grunnatriði sem við vorum að klikka á. Um leið og við náðum að loka vörninni náðum við að síga fram úr þeim,“ bætti Þorsteinn við. Framundan er síðasti leikur Framara á þessu ári en liðið mætir Val í 8-liða úrslitum í Powerade-bikarnum. Þorsteinn segir að það ríki eftirvænting í herbúðum Fram og eru þeir spenntir að mæta Valsmönnum á miðvikudag. „Það er náttúrulega þessi bíkarleikur, sem er risastór og veltur mikið á honum. Mjög fínt að klára þennan leik í kvöld og margir með hugann við bikarleikinn á miðvikudaginn.“ Olís-deild karla Fram Grótta
Fram sigraði Gróttu í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn endaði 38-33. Leikurinn fór fram í Úlfarsárdal og var þetta síðasti deildarleikur liðanna áður en deildin fer í langt jólafrí. Leikurinn var hraður í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að skora í upphafi leiks. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik, bæði lið virtust skora að vild og var lítið um löglegar stöðvanir. Staðan var 9-9 eftir 10 mínútna leik en síðan tók við ágætis kafli hjá Gróttu og leiddu gestirnir með tveimur mörkum þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Það hægðist aðeins á markaskorun Gróttumanna og heimamenn tóku við sér. Framarar áttu einkar auðvelt með að finna leiðir fram hjá varnarmönnum Gróttu og snéru stöðunni við. Staðan var 20-17 í hálfleik í hröðum leik og var vinstri skytta Framara, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, með sex mörk úr jafnmörgum tilraunum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gróttumenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og voru ekki lengi að jafna metin í 22-22. Næstu mínútur var mikið jafnræði með liðunum og allt stefndi í spennandi lokamínútur. Framarar voru hins vegar ekki á sama máli og þegar leið á síðari hálfleik byrjuðu heimamenn að ganga á lagið. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka voru Framarar komnir í þægilega fimm marka forystu. Það var þó ekki öll von úti fyrir Gróttu en Framarar léku tveimur mönnum færri um tíma undir lok leiks og minnkuðu gestirnir muninn í tvö mörk þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Nær komust Gróttumenn ekki og á endanum fögnuðu Framarar fimm marka sigri, 38-33, í miklum markaleik. Atvik leiksins Það var mikill meðbyr með gestunum undir lok leiks en línumaðurinn Jón Ómar Gíslason minnkaði muninn niður í tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir. Það var að duga eða drepast fyrir Framara í næstu sókn og var það Reynir Þór Stefánsson sem innsiglaði sigurinn með föstu skoti sem fór stöngin inn. Stjörnur og skúrkar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson átti í litlum vandræðum með varnarmenn Gróttumanna og skoraði hann ellefu mörk úr vinstri skyttunni í leiknum. Það var miður fyrir skyttuna þegar hans besta færi í leiknum fór forgörðum á síðustu andartökum leiksins og þegar uppi var staðið var það hans eina klúður í leiknum. Að vanda var Reynir Þór Stefánsson líflegur í sóknarleik Framara en hann skoraði níu mörk í kvöld. Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk úr ellefu tilraunum.Vísir/Anton Brink Jón Ómar Gíslason var fremstur meðal jafningja hjá gestunum. Línumaðurinn nýtti færin sín einkar vel og skoraði tíu mörk í kvöld, þar af fjögur af vítalínunni. Varnarleikur Gróttumanna var ekki til útflutnings og sömuleiðis voru markverðir liðsins í vandræðum. Það var lítið um löglegar stöðvanir og baráttuanda í varnarleik þeirra en lukkulega fyrir Seltirninga, fá þeir tæpa tvo mánuði til að skerpa á varnarleik liðsins. Dómarar Hið reynslumikla tvíeyki, Jónas Elíasson og Svavar Ólafur Pétursson, dæmdu leikinn í kvöld. Eins og gengur og gerist þá kvörtuðu bæði lið yfir ýmsum minniháttar atriðum en heilt yfir voru þeir með góð tök á leiknum og fá þeir fyrstu einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld. Stemning og umgjörð Í upphafi leiks þakkaði vallarþulurinn í Lambhagahöllinni öllum þeim 47 áhorfendum sem lögðu leið sína á völlinn í kvöld. Þó það fjölgaði í stúkunni þegar leið á leikinn þá var greinilegt að jólaundirbúningur var í forgangi hjá stuðningsmönnum beggja liða. Viðtöl Davíð Örn: „Þeir fóru bara í gegn, trekk í trekk“ Davíð Örn Hlöðversson (t.h.) stjórnaði Gróttu í kvöld þar sem Róbert Gunnarsson (t.v.) var í leikbanni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Davíð Örn Hlöðversson, þjálfari Gróttu, var við stjórnvölinn í kvöld þar sem aðalþjálfari Gróttu, Róbert Gunnarsson, tók út leikbann eftir ódrengilega hegðun í bikarleik á dögunum. Davíð segir að voru einstakir kaflar í leiknum sem urðu þeim að falli og benti sérstaklega á varnarleik liðsins. „Því miður féll þetta ekki með okkur núna. Þessir slæmu kaflar í fyrri og aðeins í seinni hálfleik líka þar sem við duttum niður varnarlega og þeir gengu á lagið.“ „Þetta var ágætis frammistaðan sóknarlega hjá okkur. Við vorum að skapa okkur mörg færi en varnarlega erum við ekki nægilega góðir og þar af leiðandi fáum við ekki eins mikla markvörslu og við vildum,“ sagði Davíð um leikinn. Varnarmenn Gróttu áttu í erfiðleikum með spræka útilínu Framara og náðu ekki að stöðva Þorstein Gauta Hjálmarsson og samherja hans. „Við vorum í sex-núll vörn og þeir fóru bara í gegn, trekk í trekk. Þorsteinn hitti á sinn leik og var frábær í kvöld og það er erfitt að eiga við þá þegar þeir eiga svona góða leiki.“ Það var meðbyr með Seltirningum undir lok leiks og Davíð sá möguleika til að stela stigi af Frömurum en það gekk ekki eftir. „Það kom móment þar sem við hefðum getað komist inn og vonandi stolið þessu. Því miður gekk það ekki.“ Grótta heldur í langt jólafrí þar sem ekkert er leikið næstu vikur vegna hátíðanna og HM í handknattleik. Davíð segir að þjálfarateymi Gróttu ætli að einbeita sér að bæta varnarleik liðsins. „Það vantar aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við höldum áfram að vinna í okkar málum. Við munum bæta í varnarleikinn og aðeins að fínpússa sóknarleikinn, það er ákveðin vinna framundan. Það er nóg eftir,“ sagði Davíð að endingu. Þorsteinn Gauti: „Ég fékk aðeins of mikinn tíma“ Þorsteinn Gauti var maður leiksins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson átti stjörnuleik í kvöld og var ánægður með að ná sigri í kvöld, sérstaklega eftir mótspyrnu Gróttumanna undir lok leiks. „Það kom smá spenna í þetta en sem betur fer náðum við að komust aftur fram fyrir þá. Þannig síðustu mínúturnar voru aðeins þægilegri og við misstum þetta ekki í rugl,“ sagði skyttan skömmu eftir leik. Aðeins eitt færi fór forgörðum hjá Þorsteini en hann var með öryggið uppmálað þegar hann lyfti sér upp fyrir utan vörn Gróttu. Hann fékk dauðafæri undir lok leiks sem Hannes Pétur Hauksson, markvörður Gróttu, varði en Þorsteinn kennir of miklum umhugsunartíma um. „Það eru nokkrir búnir að segja þetta við mig. Ég fékk aðeins of mikinn tíma og ég ætlaði að skeyta hann og ég pældi aðeins of mikið í þessu, því fór sem fór,“ sagði Þorsteinn léttur í bragði. „Í fyrri hálfleik voru þetta grunnatriði sem við vorum að klikka á. Um leið og við náðum að loka vörninni náðum við að síga fram úr þeim,“ bætti Þorsteinn við. Framundan er síðasti leikur Framara á þessu ári en liðið mætir Val í 8-liða úrslitum í Powerade-bikarnum. Þorsteinn segir að það ríki eftirvænting í herbúðum Fram og eru þeir spenntir að mæta Valsmönnum á miðvikudag. „Það er náttúrulega þessi bíkarleikur, sem er risastór og veltur mikið á honum. Mjög fínt að klára þennan leik í kvöld og margir með hugann við bikarleikinn á miðvikudaginn.“