Lífið

Missti báða for­eldra sína með þriggja daga milli­bili

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Conan O' Brien missti báða foreldra í vikunni.
Conan O' Brien missti báða foreldra í vikunni. EPA/VEGARD WIVESTAD

Bandaríski grínistinn Conan O' Brien missti foreldra sína í vikunni með þriggja daga millibili. Faðir hans lést á mánudag og móðir hans í gær.

Þetta kemur fram í umfjöllun People þar sem fram kemur að faðir hans hafi verið 95 ára og móðir hans 92 ára. Haft er eftir Conan að hann eigi foreldrum sínum allt að þakka fyrir þann stað sem hann sé á í lífinu í dag.

„Vísindin hafa sagt að það sé ekki hægt að vera stöðugt á hreyfingu, en faðir minn er vitnisburður um það að það er ekki rétt,“ segir Conan um föður sinn Thomas O' Brien. Faðir hans var doktor í smitsjúkdómafræði og var fremsti vísindamaður Bandaríkjanna á því sviði, starfaði meðal annars við læknaskóla Harvard. Conan hefur meðal annars þakkað föður sínum fyrir áhuga hans á gríni og spjallþáttum.

Móðir hans hét Ruth O' Brien og nam lögfræði við Yale háskóla. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að hún hafi verið ein fjögurra kvenna á sínu ári í skóla og hafi árið 1978 verið ein fyrstu kvenna til þess að vinna við lögmannsstofuna Ropes & Gray í Boston.

Conan hefur áður lýst því hvernig amma hans, móðir Ruth hafi brugðist við þegar hún fékk vinnuna, þetta hafi þótt magnað afrek á þeim tíma.Árið 2017 fékk hún frumkvöðlaverðlaun fyrir feril sinn á sviði lögfræði.

Þau Tom og Ruth giftu sig árið 1958. Þau höfðu því verið gift í 66 ár þegar þau létust. Auk Conan áttu þau fimm börn til viðbótar og níu barnabörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.