Innlent

Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fáum við viðbrögð frá ASÍ og sveitarfélögunum við nýgerðum kjarasamningi kennara. 

Forseti Alþýðusambandsins segir að samningurinn hafi komið sér í opna skjöldu og að hann skjóti skökku við. Þá segir bæjarstjóri að fjármögnun samningsins verði krefjandi verkefni.

Þá fjöllum við um nýjustu verðbólgutölur en veðbólgan hefur ekki verið minni í fjögur ár. 

Að auki segjum við frá því að Píeta samtökin hafi nú opnað nýtt meðferðarúrræði á Reyðarfirð. Bæjarstjórnarmaður segir löngu tímabært að fá slíka þjónustu í landshlutann.

Í íþróttapakka dagsins verður farið yfir hvaða lið mætast í bikarúrslitum karla í handbolta en þar stefnir í hörkuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×