Kvöldfréttir Stöðvar 2: Fjórtán ára transstrákur í opinskáu viðtali

Leó Erling Ágústsson er 14 ára transstrákur sem kom út úr skápnum fyrr á árinu. Hann segir ýmsar hugsanir hafa leitað á sig þegar fór að renna upp fyrir honum að honum hefði verið úthlutað vitlausu kyni við fæðingu. „Æji, af hverju er þetta að gerast? Ég vil ekki að þetta sé að gerast.“ Ítarlegt viðtal við Leó Erling Ágústsson og móður hans verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttir hefjast, nú sem endranær, á slaginu 18.30

3476
00:26

Vinsælt í flokknum Fréttir