Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. júlí 2015 22:15 Olga segir Kolfinnu vera mjög orkuríka og kraftmikla stúlku. Myndir/Olga Færseth „Það eru engin orð sem fá því lýst hvað fer í gegnum höfuðið á manni þegar maður fær svona fréttir,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og körfuknattleik. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist í síðasta mánuði með illkynja krabbameinsæxli í rasskinn. Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað rúmlega 200 þúsund krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sem Olga segir að hafi þegar reynst fjölskyldunni vel.Kolfinna Rán við veiðar með fjölskyldunni.Mynd/Olga Færseth„Þetta verður svakalega erfiður tími“ Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. „Svo leið tíminn og þetta var ekkert að hjaðna,“ segir Olga. Eftir sýnatöku kom í ljós að Kolfinna var með illkynja æxli og lyfjameðferð hófst örfáum dögum síðar. „Það sem við tekur núna er allavega sex mánaða lyfjameðferð. Eftir fyrstu átta vikurnar verður mælt aftur og skoðað hvort æxlið sé búið að minnka. Svo verður tekin ákvörðun með framhaldið, hvort hægt verði að taka það eða hvort það þurfi að bæta við geislum eða hvernig það er. Maður veit ekkert hvernig svona þróast, en það er allavega búið að negla þetta niður.“ Olga segir að fjölskyldan hafi verið gjörsamlega slegin niður við að fá fréttirnar. Það sé þó ekki annað í boði hjá þeim Pálínu en að sýna jákvæðni. Það hafi verið aðeins auðveldara þegar sýnatökur sýndu að engin frekari dreifing hefði átt sér stað á fyrstu dögum eftir greiningu. „Maður er með lítið barn í höndunum og ef við sýnum ekki styrk og bjartsýni, þá held ég að við séum bara í vondum málum,“ segir Olga. „Við erum með bjartsýnina að vopni og við vitum að við erum með sterka stelpu í höndunum. Það hjálpar okkur líka andlega. Við teljum að við munum alveg tvímælalaust komast í gegnum þetta, þó að þetta verði auðvitað alveg svakalega erfiður tími.“Olga og Pálína með börnin sín fjögur. Kolfinna er lengst til hægri á myndinni.Mynd/Olga FærsethRífst áfram við stóru systur Kolfinna skilur mjög takmarkað sjálf hvað er að gerast, þó foreldrar hennar tali við hana um „ó-óið á rassinum hennar.“ Hún hefur átt erfitt með að sitja eftir að hún var skorin upp við fyrstu sýnatöku og skilur lítið í því hvers vegna hún sé nú byrjuð að missa hárið smám saman eftir tvær vikur af lyfjameðferð. „Akkúrat í þessum töluðu erum við að taka hárflygsur af höfðinu hennar,“ segir Olga. „Hún Kolfinna fiktar mikið í hárinu á sér þegar hún er að sofna og þegar hún er í bíl. Snýr upp á það og er að fikta í því, eins og til að finna innri ró. Það verður ábyggilega mjög skrýtið og erfitt fyrir hana þegar það fer. En að öðru leyti er hún búin að vera alveg ofboðslega góð og dugleg á spítalanum.“ Kolfinna á þrjú systkini. Einn 21 árs hálfbróður, eina fjögurra ára systur og aðra sem fæddist fyrir aðeins tíu vikum. Olga segir að fjölskyldulífið sé skiljanlega hálfgert „púsluspil“ um þessar mundir. „Við fáum mikla hjálp í því á barnaspítalanum en það er okkar að reyna að finna taktinn, þegar leikskólinn byrjar aftur, þannig að öllum líði vel,“ segir hún. „Það er alveg deginum ljósara að Pálína getur ekki verið á spítala með veikt tveggja ára barn og svo tíu vikna barn á brjósti. Þannig að við erum báðar frá vinnu og erum bara að einbeita okkur að þessu stóra verkefni núna.“ Sú fimm ára finnur að ekki er allt með felldu en hegðar sér að sögn Olgu ekki öðruvísi í kringum litlu systur sína. „Þær hafa alltaf verið þannig að þær eru mikið að knúsast og svona,“ segir hún. „Það hefur ekkert breyst en þær taka alveg sín „móment“ í rifrildi. Þessi tveggja ára er náttúrulega alveg svaka ákveðin og lætur systur sína alveg finna fyrir því.“Olga er meðal annars þekkt fyrir að hafa raðað inn mörkunum með KR á árum áður.Vísir/TeiturMunar um að vita af hjálpinni Strax á öðrum degi fjölskyldunnar á spítalanum kom fulltrúi Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna til að segja þeim frá stuðningnum sem þau gætu fengið þaðan. Olga segir það muna um að vita af þeim og þeirri hjálp sem er í boði. „Það er hugsað mjög mikið um andlegu hliðina, til dæmis hjá foreldrum,“ segir hún. „Það er rosa mikill stuðningur í félaginu, að fá að tala við foreldra sem eru í sömu stöðu. Alveg óneitanlega eigum við eftir að þurfa að leita til þeirra eftir hjálp. Við erum kannski komnar það stutt í meðferðinni að það er ekkert mikið farið að reyna á þetta. En við eigum eftir að þurfa á þeim að halda, það er ekki spurning.“ Þess vegna safna þær nú áheitum fyrir félagið og hafa stofnað hlaupahópinn Áfram Kolfinna Rán til að fá aðra til liðs við sig. Hópurinn telur þegar þetta er skrifað sex meðlimi og hefur safnað 243 þúsund krónum. „Ef það eru einhverjir hlauparar sem vita ekki hvern þeir ætla að styrkja, eða eru óákveðnir, þá hvet ég þá alla til að skrá sig þar inn og hjálpa okkur að safna pening,“ segir Olga. „Það væri alveg frábært að búa til stóran og góðan hóp sem vill leggja þessu þarfa málefni lið. Það er bara gamla góða setningin, margt smátt gerir eitt stórt.“ Þær Olga og Pálína stefna á að hlaupa báðar ef allir í fjölskyldunni eru hressir, annars fer önnur þeirra. Aðspurð segist afrekskonan fyrrverandi ekki telja að hún fari létt með hlaupið. „Nei, alveg örugglega ekki,“ segir Olga hlæjandi. „Ég held að þetta sé í þriðja skiptið sem ég hleyp tíu í Reykjavíkurmaraþoninu en ég hef ekki verið að hreyfa mig mikið undanfarið. Ég fer þetta alveg en það verður enginn topptími. Enda er það svosem ekki markmiðið í ár.“ Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
„Það eru engin orð sem fá því lýst hvað fer í gegnum höfuðið á manni þegar maður fær svona fréttir,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og körfuknattleik. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist í síðasta mánuði með illkynja krabbameinsæxli í rasskinn. Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað rúmlega 200 þúsund krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sem Olga segir að hafi þegar reynst fjölskyldunni vel.Kolfinna Rán við veiðar með fjölskyldunni.Mynd/Olga Færseth„Þetta verður svakalega erfiður tími“ Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. „Svo leið tíminn og þetta var ekkert að hjaðna,“ segir Olga. Eftir sýnatöku kom í ljós að Kolfinna var með illkynja æxli og lyfjameðferð hófst örfáum dögum síðar. „Það sem við tekur núna er allavega sex mánaða lyfjameðferð. Eftir fyrstu átta vikurnar verður mælt aftur og skoðað hvort æxlið sé búið að minnka. Svo verður tekin ákvörðun með framhaldið, hvort hægt verði að taka það eða hvort það þurfi að bæta við geislum eða hvernig það er. Maður veit ekkert hvernig svona þróast, en það er allavega búið að negla þetta niður.“ Olga segir að fjölskyldan hafi verið gjörsamlega slegin niður við að fá fréttirnar. Það sé þó ekki annað í boði hjá þeim Pálínu en að sýna jákvæðni. Það hafi verið aðeins auðveldara þegar sýnatökur sýndu að engin frekari dreifing hefði átt sér stað á fyrstu dögum eftir greiningu. „Maður er með lítið barn í höndunum og ef við sýnum ekki styrk og bjartsýni, þá held ég að við séum bara í vondum málum,“ segir Olga. „Við erum með bjartsýnina að vopni og við vitum að við erum með sterka stelpu í höndunum. Það hjálpar okkur líka andlega. Við teljum að við munum alveg tvímælalaust komast í gegnum þetta, þó að þetta verði auðvitað alveg svakalega erfiður tími.“Olga og Pálína með börnin sín fjögur. Kolfinna er lengst til hægri á myndinni.Mynd/Olga FærsethRífst áfram við stóru systur Kolfinna skilur mjög takmarkað sjálf hvað er að gerast, þó foreldrar hennar tali við hana um „ó-óið á rassinum hennar.“ Hún hefur átt erfitt með að sitja eftir að hún var skorin upp við fyrstu sýnatöku og skilur lítið í því hvers vegna hún sé nú byrjuð að missa hárið smám saman eftir tvær vikur af lyfjameðferð. „Akkúrat í þessum töluðu erum við að taka hárflygsur af höfðinu hennar,“ segir Olga. „Hún Kolfinna fiktar mikið í hárinu á sér þegar hún er að sofna og þegar hún er í bíl. Snýr upp á það og er að fikta í því, eins og til að finna innri ró. Það verður ábyggilega mjög skrýtið og erfitt fyrir hana þegar það fer. En að öðru leyti er hún búin að vera alveg ofboðslega góð og dugleg á spítalanum.“ Kolfinna á þrjú systkini. Einn 21 árs hálfbróður, eina fjögurra ára systur og aðra sem fæddist fyrir aðeins tíu vikum. Olga segir að fjölskyldulífið sé skiljanlega hálfgert „púsluspil“ um þessar mundir. „Við fáum mikla hjálp í því á barnaspítalanum en það er okkar að reyna að finna taktinn, þegar leikskólinn byrjar aftur, þannig að öllum líði vel,“ segir hún. „Það er alveg deginum ljósara að Pálína getur ekki verið á spítala með veikt tveggja ára barn og svo tíu vikna barn á brjósti. Þannig að við erum báðar frá vinnu og erum bara að einbeita okkur að þessu stóra verkefni núna.“ Sú fimm ára finnur að ekki er allt með felldu en hegðar sér að sögn Olgu ekki öðruvísi í kringum litlu systur sína. „Þær hafa alltaf verið þannig að þær eru mikið að knúsast og svona,“ segir hún. „Það hefur ekkert breyst en þær taka alveg sín „móment“ í rifrildi. Þessi tveggja ára er náttúrulega alveg svaka ákveðin og lætur systur sína alveg finna fyrir því.“Olga er meðal annars þekkt fyrir að hafa raðað inn mörkunum með KR á árum áður.Vísir/TeiturMunar um að vita af hjálpinni Strax á öðrum degi fjölskyldunnar á spítalanum kom fulltrúi Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna til að segja þeim frá stuðningnum sem þau gætu fengið þaðan. Olga segir það muna um að vita af þeim og þeirri hjálp sem er í boði. „Það er hugsað mjög mikið um andlegu hliðina, til dæmis hjá foreldrum,“ segir hún. „Það er rosa mikill stuðningur í félaginu, að fá að tala við foreldra sem eru í sömu stöðu. Alveg óneitanlega eigum við eftir að þurfa að leita til þeirra eftir hjálp. Við erum kannski komnar það stutt í meðferðinni að það er ekkert mikið farið að reyna á þetta. En við eigum eftir að þurfa á þeim að halda, það er ekki spurning.“ Þess vegna safna þær nú áheitum fyrir félagið og hafa stofnað hlaupahópinn Áfram Kolfinna Rán til að fá aðra til liðs við sig. Hópurinn telur þegar þetta er skrifað sex meðlimi og hefur safnað 243 þúsund krónum. „Ef það eru einhverjir hlauparar sem vita ekki hvern þeir ætla að styrkja, eða eru óákveðnir, þá hvet ég þá alla til að skrá sig þar inn og hjálpa okkur að safna pening,“ segir Olga. „Það væri alveg frábært að búa til stóran og góðan hóp sem vill leggja þessu þarfa málefni lið. Það er bara gamla góða setningin, margt smátt gerir eitt stórt.“ Þær Olga og Pálína stefna á að hlaupa báðar ef allir í fjölskyldunni eru hressir, annars fer önnur þeirra. Aðspurð segist afrekskonan fyrrverandi ekki telja að hún fari létt með hlaupið. „Nei, alveg örugglega ekki,“ segir Olga hlæjandi. „Ég held að þetta sé í þriðja skiptið sem ég hleyp tíu í Reykjavíkurmaraþoninu en ég hef ekki verið að hreyfa mig mikið undanfarið. Ég fer þetta alveg en það verður enginn topptími. Enda er það svosem ekki markmiðið í ár.“
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira