Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða en hún hækkaði í staðinn. Deildin bjóst við því að verðbólga hjaðnaði í 4,5 prósent en hún mælist nú 4,8 prósent. Spá deildarinnar er nú svartsýnni en áður. Viðskipti innlent 28.11.2024 15:16
Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Viðskipti innlent 28.11.2024 11:32
Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Viðskipti innlent 28.11.2024 10:46
Helena til Íslandssjóða Helena Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til að leiða viðskiptaþróun og sjálfbærni fyrir Íslandssjóði. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:00
Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Sala Jólaálfs SÁÁ er hafin en álfurinn er seldur til að styrkja sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra keypti þann fyrsta í húsakynnum samtakanna í gær en sala Jólaálfsins stendur fram á laugardag. Samstarf 27.11.2024 10:52
Two Birds verður Aurbjörg Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem er rekstraraðili og eigandi fjártæknivefsins Aurbjorg.is, hefur ákveðið að breyta nafni félagsins í Aurbjörg ehf. Viðskipti innlent 27.11.2024 09:53
Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Viðskipti innlent 27.11.2024 08:58
Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ „Já ég var ráðin driffjöður átaksverkefnisins sem mér finnst frábær titill og ég vona að fleiri muni taka upp,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir og hlær, en Ásdís sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi. Atvinnulíf 27.11.2024 07:02
Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Pítsastaðnum Blackbox í Borgartúni hefur verið lokað. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn staðarins en viðskiptavinir sem áttu staðinn bókaðan komu að læstum dyrum um helgina. Viðskipti innlent 26.11.2024 17:52
Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Edda Rut Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip. Harpa Hödd Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs í stað Eddu Rutar. Viðskipti innlent 26.11.2024 17:04
Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 26.11.2024 16:53
Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Magnús Már Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Premíu hjá Arion banka. Viðskipti innlent 26.11.2024 13:25
Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Birta Ósk Theodórsdóttir hefur verið ráðin tæknistjóri Akademias og Jenna Kristín Jensdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri sama félags. Viðskipti innlent 26.11.2024 11:02
Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Rekstur Orkuveitunnar skilaði 5,1 milljarðs króna afgangi fyrstu níu mánuði ársins. Það er 44 prósenta aukning frá sama tímabili fyrra árs og góð undirstaða fyrirhugaðs vaxtar Orkuveitunnar á næstu árum, að mati Sævars Freys Þráinssonar forstjóra. Viðskipti innlent 26.11.2024 10:35
Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda í kosningaprófi Viðskiptaráðs í aðdraganda alþingiskosninga. Viðskipti innlent 26.11.2024 08:13
Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Formgalli varð til þess að ákvörðun Neytendastofu um að sekta Hagkaup um 850 þúsund krónur var felld niður að hluta. Hagkaup sitja samt sem áður uppi með 400 þúsund króna stjórnvaldssekt. Neytendur 25.11.2024 15:05
EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Fjölmenni mætti í Brimborg á fimmtudaginn þegar Volvo EX90 var kynntur með pompi og prakt en þessa sjö manna rafjeppa hefur verið beðið með eftirvæntingu. Nú er hægt að reynsluaka þessum bíl og upplifa lúxusinn. Samstarf 25.11.2024 10:21
Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. Atvinnulíf 25.11.2024 07:03
Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. Viðskipti erlent 24.11.2024 14:43
Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. Atvinnulíf 24.11.2024 08:02
Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum. Viðskipti innlent 23.11.2024 22:21
First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Landeldisfyrirtækið First Water og Ísfélag hf. hafa samið um að fyrrnefnda fyrirtækið leigi húsnæði og aðstöðu hjá því síðarnefnda í Þorlákshöfn. Engin vinnsla hefur verið í húsnæðinu frá því í september. Viðskipti innlent 23.11.2024 14:07
Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna. Atvinnulíf 23.11.2024 10:01
Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Merkjaklöpp ehf. hefur ráðið Ellert Jón Björnsson í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins og hefur hann þegar hafið störf. Viðskipti innlent 22.11.2024 16:31