Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli

Markahrókurinn Harry Kane náði fáheyrðum áfanga í gær þegar hann skoraði eitt marka Bayern München í 3-2 sigri á St. Pauli en Kane hefur nú skorað í það minnsta eitt mark gegn hverju einasta liði sem hann hefur spilað gegn í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Haaland yfir­gaf völlinn á hækjum og í spelku

Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembl­ey

Í enska bikarnum eigum við Ís­lendingar okkar full­trúa í átta liða úr­slitunum, Skaga­manninn Stefán Teit Þórðar­son, leik­mann Preston North End, sem verður í eld­línunni þegar að enska úr­vals­deildar­félagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið

Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stoppaði skyndisókn og stóð á haus

Aðstoðardómari í leik Espanyol og Atlético Madrid lenti í árekstri við leikmann sem var að bruna upp í skyndisókn, sem varð til þess að dómarinn féll til jarðar og kútveltist í grasinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sluppu naum­lega með sigur gegn fallbaráttuliði

Real Madrid slapp naumlega með 3-2 sigur gegn fallbaráttuliðinu Leganes í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappé og Jude Bellingham skoruðu mörk Madrídinga, sem eru nú jafnir Barcelona að stigum í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Slæmt tap í fyrsta leik Freys

Slæmt tap beið Freys Alexanderssonar í fyrsta deildarleiknum sem þjálfari Brann. Hann setti Eggert Aron Guðmundsson inn á síðasta hálftímann en ekki tókst að laga stöðuna og 3-0 tap varð niðurstaðan gegn Fredrikstad.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa

Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda.

Fótbolti
Fréttamynd

Benoný fagnaði eftir fund með Bolt

Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion.

Enski boltinn