Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Íslenska stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir virðist hafa dálæti á fallegum handtöskum. Hún er þekkt fyrir að deila smart myndum af sér á Instagram hvaðanæva úr heiminum þar sem hún er oftar en ekki með handtösku frá virtustu hátískuhúsum heims til að toppa dressið. Má þar nefna merki á borð við Chanel, Gucci og Chloé. Lífið 2.12.2024 07:00
Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Desember er genginn í garð og því samfélagslega samþykkt að byrja að hlusta á jólalög. Lífið á Vísi tekur því fagnandi en í offramboði fjölbreyttra jólalaga, eða öllu heldur fjölbreyttra útgáfna af ákveðnum jólalögum, fengum við álit frá nokkrum rithöfundum um þeirra uppáhalds jólalög. Tónlist 1.12.2024 11:31
Er bókstaflega skíthrædd Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum. Lífið 1.12.2024 07:03
„Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ „Þetta var bara draumur að rætast,“ segir tónlistarkonan Sigga Ózk sem ljáir stórstjörnunni Ariönu Grande rödd sína í íslenskri talsetningu af söngleikjamyndinni Wicked. Myndin var forsýnd á dögunum í Laugarásbíói við mikinn fögnuð. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2024 08:01
„Látið jólaljós ykkar skína skært“ Jólalagakeppni Borgarbókasafnsins verður haldin í þriðja sinn í desember. Keppnin er opin öllum en lokafrestur til að senda inn lag er sunnudaginn 1. desember klukkan 23:59. Tónlist 26. nóvember 2024 14:03
Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu. Tónlist 26. nóvember 2024 13:16
Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Tónlistarráð býður landsmönnum boðsmiða á heiðurstónleika með Magnúsi Eiríkssyni tónskáldi og textahöfundi sem fram fara í Hörpu þann 1. desember. Tilefnið er að Magnús er heiðurshafi fyrstu Þakkarorðu íslenskar tónlistar. Tónlist 25. nóvember 2024 11:39
Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Einu sinni var glæpamaður. Hann réðst á afgreiðslumann í smábúð í Bandaríkjunum þegar enginn annar var þar og heimtaði peningana í kassanum. Hann varð hins vegar fyrir vonbrigðum, því seðlarnir voru ekki margir. Þá læsti hann afgreiðslumanninn í bakherbergi, og batt hann og keflaði. Svo afgreiddi hann sjálfur til að fá meira í kassann, allt þar til lögreglan yfirbugaði hann nokkrum klukkutímum síðar. Gagnrýni 25. nóvember 2024 07:03
Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Stórstjarnan og söngkonan víðfræga Adele komst við og felldi tár á laugardaginn þegar hún hélt sína síðustu tónleika í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur varið síðustu tveimur árum í borginni og haldið hundrað tónleika í tónleikasal Caesars Palace. Lífið 24. nóvember 2024 16:59
Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða. Lífið 24. nóvember 2024 07:00
Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Kendrick Lamar, einn vinsælasti tónlistarmaður heims, gaf óvænt út heila plötu í dag. Platan heitir GNX og er sjötta plata rapparans. Lífið 22. nóvember 2024 18:40
Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt Virðingu á nafnið. Landsliðsmaðurinn er upptekinn í Noregi og því hleypur enginn annar en stjörnulögmaðurinn Villi Vill í skarðið í myndbandinu. Lagið er af nýútkominni plötu Loga sem er stórhuga og blæs til útgáfutónleika 22. desember. Tónlist 22. nóvember 2024 13:02
Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Biggi Maus er annar gestur í fiskabúri X-ins 977 í nýrri þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið en það er vel við hæfi að Biggi haldi þar nú tónleika enda er nafnið skírskotun í goðsagnakennt lag Maus. Tónlist 21. nóvember 2024 10:33
Dularfull tíst Dylans vekja furðu Bandaríski tónlistarmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan er skyndilega orðinn virkur á samfélagsmiðlinum X, nú þegar hann er 83 ára gamall. Lífið 20. nóvember 2024 20:01
Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Tónlistarkonan Sza segist hafa gert mistök þegar hún ákvað að skella sér í lýtaaðgerð sem snýr af því að stækka rassinn, nánar tiltekið farið í brasilíska rassalyftingu eða BBL. Í viðtali við Vogue á dögunum segist hún hafa ákveðið að skella sér í aðgerðina því dagleg hreyfing var ekki að skila henni rassinum sem hún óskaði sér. Lífið 19. nóvember 2024 16:34
Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti „Ég var meira jólabarn þegar ég var barn. Nú á ég tvö börn og þá snúast jólin eiginlega bara um þau,“ segir tónlistarmaðurinn og Eurovision stjarnan Daði Freyr. Daði virðist þó kominn í jólagírinn þar sem hann var að senda frá sér nokkrar jólaábreiður og stendur fyrir jólatónleikum í Gamla bíói í desember. Samhliða því stefnir fjölskyldan á að flytja aftur til Íslands. Tónlist 19. nóvember 2024 11:03
Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið. Tónlist 18. nóvember 2024 15:15
Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á? Lífið 17. nóvember 2024 11:01
Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Skipuleggjandi tónleika sem fara áttu fram á Hvalasafninu í gær en var frestað segir málið hið leiðinlegasta og harmar atvikið. Allt kapp sé lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. Lífið 16. nóvember 2024 12:01
„Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ „Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Inni í öllum sársauka er fegurð, það er staðreynd. Ég hef upplifað það frá mjög ungum aldri. Maður verður að nýta öll tólin til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig,“ segir tónlistarkonan og íslenska stórstjarnan Bríet. Blaðamaður ræddi við hana um farsælan feril, tilveruna, hæðir og lægðir og margt fleira. Tónlist 16. nóvember 2024 07:01
Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Tónleikum raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous sem áttu að fara fram í Hvalasafninu í kvöld hefur verið aflýst vegna þess sem aðstandendur þeirra lýsa sem óvæntra aðstæðna. Lífið 15. nóvember 2024 22:33
HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus. Tónlist 15. nóvember 2024 11:39
Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. Lífið 14. nóvember 2024 12:15
Emilíana Torrini einhleyp Söngkonan ástsæla Emilíana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain eru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Emilíana hefur í mörg ár verið ein allra vinsælasta söngkona þjóðarinnar. Lífið 14. nóvember 2024 11:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið