Lífið

Fréttamynd

Lífið í LA smá eins og banda­rísk bíó­mynd

„Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stefán Teitur á skeljarnar

Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Preston North End er trúlofaður. Unnustan er Sæunn Rós Ríkharðsdóttir fyrrverandi fótboltakona. 

Lífið
Fréttamynd

Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum

„Maður reynir að endurtaka sig ekki því það er agalegt,“ segir rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Yrsa er einhver farsælasti og þekktasti rithöfundur landsins og hefur haldið lesendum víða um heim á tánum í fjölda ára. Blaðamaður ræddi við Yrsu um lífið, skrifin og sjónvarpsseríuna Reykjavík 112 sem er byggð á bók hennar DNA.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“

Spurning barst frá 39 ára gömlum karlmanni: „Ég er í miklum vandræðum þegar kemur að kynlífi. Ég hef nánast aldrei löngun í kynlíf lengur, hvorki sjálfsfróun né með kærustunni. Oftast þegar við stundum kynlíf fæ ég það alltof fljótt. Stundum bara strax og ég set hann inn í hana. Er einhver lausn við þessu? Því mig langar mjög til þess að stunda betra kynlíf með kærustunni minni og skammast mín fyrir það að gefa henni ekki nógu mikla ánægju, kynlífslega séð.“

Lífið
Fréttamynd

Einar og Milla eiga von á dreng

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstr­ar­stjóri og yf­ir­fram­leiðandi hjá ACT4, eiga von á dreng. Einar greindi frá því í hjartnæmri færslu á Instagram á mæðradaginn, síðastliðinn sunnudag.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Sögu­legt par­hús í Hlíðunum

Við Skaftahlíð í Reykjavík er að finna glæsilegt parhús sem var byggt árið 1948. Arkitekt hússins er Hannes Davíðsson sem einnig teiknaði Kjarvalsstaði. Garðurinn er sérlega fallegur en fyrsti landslagsarkitekt Íslands, Jón H. Björnsson, þekktur sem Jón í Alaska, hannaði garðinn. Ásett verð er 180 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Komast ekki á­fram nema þeir séu á skjánum

Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Fögur fljóð og töfrandi stund í Hauka­dal

Tæplega hundrað konur komu saman á Hótel Geysi um síðustu helgi til að taka þátt í sólarhrings heilsuferð, þar sem áhersla var lögð á hreyfingu, slökun og nærandi upplifun í fallegu umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Halla á hátíðarsýningu Attenborough

Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum.

Lífið
Fréttamynd

Norður­ljósin séu svalasta undur veraldar

Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. 

Lífið