Lífið

Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sigga Beinteins auglýsir gamalt hjólhýsi till sölu.
Sigga Beinteins auglýsir gamalt hjólhýsi till sölu.

Tónlistarkonan Sigga Beinteins setti nýverið inn færslu á Facebook-hópinn, Hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og útilegubúnaður til sölu, þar sem hún auglýsti hjólhýsi frá árinu 1979 til sölu. Sigga óskar eftir tilboði í gripinn.

„Eðalvagninn er nú til sölu. 1979 model, hefur alltaf verið geymt inni. Er á mjög sterkri og góðri grind. Hefur ekki verið notað í nokkur ár. Flott fyrir laghenta að ditta að. Óska eftir tilboði,“ skrifaði Sigga við færsluna.

Í hjólhýsinu eru tveir notalegir borðkrókar og lítið eldhús. Af meðfylgjandi myndum, sem Sigga deildi með færslunni, býr það yfir miklum sjarma. Fyrir handlagna útileguunnendur með smá framkvæmdagleði gæti það reynst sannkallaður fjársjóður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.