Lífið

Einar og Milla eiga von á dreng

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson. Hulda Margrét

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstr­ar­stjóri og yf­ir­fram­leiðandi hjá ACT4, eiga von á dreng. Einar greindi frá því í hjartnæmri færslu á Instagram á mæðradaginn, síðastliðinn sunnudag.

„Það er viðeigandi að fagna mæðradeginum nú þegar Milla Ósk er komin 28 vikur á leið með dreng númer tvö. Við börnin getum ekki þakkað henni nóg fyrir hvað hún er góð mamma, fallegust og best,“ skrifaði Einar við færsluna, þar sem hann deildi mynd af Millu ásamt syni þeirra, Emil Magnúsi, fjögurra ára. Einar á einnig tvær dætur úr fyrra hjónabandi.

Fyrri tilkynningin á konudaginn

Einar greindi fyrst frá því á konudaginn, þann 23. febrúar síðastliðinn, að þau Milla ættu von á sínu öðru barni saman í færslu á Instagram.

Þar birti hann mynd af Millu í heitri laug með greinilega óléttukúlu. Við myndina skrifaði hann: „Magnaða konan mín sem er með lítið kríli í maganum! Gleðilegan konudag, konur.“

Hjónin trúlofuðu sig í sameiginlegri útskriftar- og afmælisveislu árið 2019 og giftu sig með eins dags fyrirvara árið 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.