Erlent

Fréttamynd

„Við náum Græn­landi, hundrað prósent“

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tala látinna komin yfir þúsund

Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 

Erlent
Fréttamynd

Segir orð­ræðu vara­for­setans ó­sann­gjarna

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn.

Erlent
Fréttamynd

Á annað hundrað látnir í Mjanmar

Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

Erlent
Fréttamynd

„Það er skít­kalt hérna“

Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að mörg hundruð séu látin

Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi.

Erlent
Fréttamynd

Segir gömlu sam­bandi Kanada við Banda­ríkin lokið

Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“

Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið.

Erlent
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn í höfn á Græn­landi

Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að fjölga her­mönnum á norður­slóðum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau.

Erlent
Fréttamynd

Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti

Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða.

Erlent
Fréttamynd

Sex taldir af eftir kafbátaslys

Sex létust og fleiri særðust eftir að kafbátur með túristum sökk í Rauða hafinu. Kafbáturinn var að sigla strendur Hurghada í Egyptalandi.

Erlent
Fréttamynd

Biður til Guðs að Banda­ríkin gefi ekki eftir

Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands.

Erlent