Lífið

Hera Björk mun kynna stigin

Atli Ísleifsson skrifar
Hera Björk á túrkís dreglinum í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári.
Hera Björk á túrkís dreglinum í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Getty

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 

Hera Björk er öllum hnútum kunn þegar kemur að Eurovision enda hefur hún tvívegis keppt fyrir Íslands hönd. Fyrst með laginu Je ne sais quoi í Osló í Noregi árið 2010 og svo laginu Scared of Heights í Malmö Svíþjóð á síðasta ári. Þá hefur hún einnig verið bakrödd og raddþjálfari í þremur öðrum framlögum Íslands í gegnum tíðina.

Í tilkynningu frá RÚV segir að Hera hlakki til að kynna niðurstöður íslensku dómnefndarinnar fyrir áhorfendum og gestum í Basel. „Það er mér sannur heiður að fá að gegna þessu hlutverki í ár og ég hlakka mikið til að fá kannski að spreyta mig smá á klassísku frægu frönsku frösunum sem tilheyra keppninni og gefa Evrópu hin íslensku “Dúse púaaa” dómnefndarinnar í ár,“ segir Hera Björk.

Íslenska framlagið í ár, lagið RÓA með VÆB komast áfram í undanúrslitunum sem fram fóru í gær, eins og alþjóð veit og mun því keppa á úrslitakvöldinu á laugdaginn ásamt fulltrúum 25 annarra landa.


Tengdar fréttir

Þessi lönd komust áfram í úrslit

VÆB-bræður komust áfram í úrslit Eurovision. Fimmtán atriði kepptust um tíu laus sæti í undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Basel í Sviss. 

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.