Á vef Heimildarinnar er greint frá þessu.
Aðalsteinn hefur starfað í fjölmiðlum frá árinu 2010. Bæði vann hann að fréttaskýringaþættinum Kveik og var umsjónarmaður Morgunútvarpsins á RÚV. Hann starfaði einnig hjá Reykjavík Media.
Hann hóf störf hjá Stundinni árið 2021. Stundin sameinaðist Kjarnanum árið 2023 og varð að Heimildinni.
Aðalsteinn hefur hlotið blaðamannverðlaun Blaðamannafélagsins tvisvar, annars vegar 2019 og hins vegar 2021.