Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 11:53 Frá afhendingunni í dag. Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags. Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira
Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira