Í tilkynningu segir að Rarik standi í fararbroddi orkuskiptanna á landsbyggðinni og vinni markvisst að því að leggja línurnar fyrir grænt og þróttmikið atvinnulíf um land allt.
Þar segir að Rarik sé svo sannarlega hreyfiafl fyrir fyrirtæki og heimili sem reiði sig á örugga dreifingu raforku svo að hversdagslífið gangi upp og til að skapi verðmæti og störf.
„Rarik styður þannig við framtíðarsýn og frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja sem hreyfa samfélagið áfram – að árangri og uppbyggingu.
Á vorfundinum, sem haldinn er í húsnæði Rarik að Larsenstræti 4 á Selfossi, fá gestir að heyra stutt og áhugaverð erindi um orkumál frá helstu sérfræðingum Rarik en einnig frá fulltrúum Bændasamtakanna og Mýrdalshrepps, tveggja mikilvægra hagaðila fyrirtækisins. Þannig vill Rarik opna á aukið samtal og samráð við þau sem treysta á fyrirtækið til að ná árangri. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun ávarpa fundinn og fundarstjóri verður Vigdís Hafliðadóttir sem sér til þess að umgjörðin verði létt og skemmtileg og að samtalið fái að flæða,“ segir í tilkynningunni.