Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. Innherji 16.5.2025 12:37
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Viðskipti innlent 16.5.2025 12:01
„Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Félags- og húsnæðisráðherra og forstjóri Reita hófu framkvæmdir að nýju hjúkrunarheimili í gömlu höfuðstöðvum Icelandair í morgun, með því að brjóta niður vegg sem þurfti að víkja við endurbæturnar. Innlent 16.5.2025 11:19
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent 15.5.2025 22:20
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. Viðskipti innlent 15. maí 2025 16:51
Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjóvá tapaði 540 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna. Viðskipti innlent 15. maí 2025 16:38
Hækkar verulega verðmat á Icelandair og telur „allar líkur“ á viðsnúningi í rekstri Icelandair hefur sjaldan byrjað fyrstu mánuði nýs árs jafn vel og núna í ár, að sögn hlutabréfagreinanda, sem telur allt útlit fyrir að það verði talsverður viðsnúningur í rekstrinum og hefur hækkar verðmat sitt á flugfélaginu um nærri fjórðung. Hann segir áhyggjuefni hversu veikur hlutabréfamarkaðurinn er hér landi – Icelandair hefur fallið í verði um þrjátíu prósent frá áramótum – með lítilli dýpt, lakri verðmyndun og „hálf munaðarlausum“ félögum. Innherji 15. maí 2025 15:46
Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð. Innlent 15. maí 2025 15:00
Hefja flug til Edinborgar og Malaga Icelandair hefur flug til fjögurra nýrra áfangastaða í haust. Edinborg og Malaga bætast við sem nýir áfangastaðir í september en áður hafði félagið tilkynnt um flug til Istanbul og Miami. Viðskipti innlent 15. maí 2025 12:29
Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Skoðun 15. maí 2025 12:02
Veðjuðu á frekari verðlækkun Alvotech skömmu áður en gengið rauk upp Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech hélt áfram að aukast verulega dagana og vikurnar áður en félagið birti uppfærða afkomuspá fyrr í þessum mánuði, sem hefur þýtt að hlutabréfverðið hefur rokið upp, og fjárfestar sem stóðu að þeim viðskiptum munu að óbreyttu taka á sig nokkurt högg. Fjöldi skortseldra hluta í hlutabréfum Alvotech á markaði vestanhafs meira en tífaldaðist á fáeinum mánuðum en þrátt fyrir viðsnúning í gengi bréfa félagsins, sem er núna að bæta við skráningu í Stokkhólmi, er markaðsvirði þess niður um fimmtung á árinu. Innherji 15. maí 2025 11:32
Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15. maí 2025 09:28
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015. Viðskipti innlent 15. maí 2025 09:15
Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. Innlent 14. maí 2025 22:11
Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Íslandsbanki hafa boðað til opins kynningarfundar um yfirstandandi hlutafjárútboð í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 16:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 14. maí 2025 15:45
Greinendur hækka verðmöt sín á Oculis samtímis góðum gangi í rannsóknum Góður framgangur í þróun og klínískum rannsóknum hjá Oculis hefur þýtt að greinendur erlendra fjármálastofnana hafa margir hverjir á síðustu dögum hækkað nokkuð verðmat sitt á líftæknifélaginu, sem er að þeirra mati verulega undirverðlagt á markaði um þessar mundir. Á það er bent að mikil tækifæri felist í lyfjapípu Oculis en félagið áformar að sækja um markaðsleyfi í Bandaríkjunum á seinni helmingi næsta árs fyrir sitt fyrsta lyf. Innherji 14. maí 2025 15:29
Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. Innlent 14. maí 2025 13:00
Spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. Viðskipti innlent 14. maí 2025 12:35
Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Viðskipti innlent 13. maí 2025 19:03
Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13. maí 2025 18:18
Greinendur verðmeta Íslandsbanka 33 prósentum yfir lágmarksgengi í útboðinu Samkvæmt nýlegum greiningum frá nokkrum innlendum hlutabréfagreinendum verðmeta þeir Íslandsbanka að meðaltali á liðlega 33 prósentum hærra gengi í samanburði við það lágmarksverð sem almenningi gefst kostur á að kaupa fyrir í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Mikill fjöldi erlendra söluráðgjafa sem er fenginn að verkefninu gefur til kynna væntingar um að þátttaka erlendra fjárfesta verði talsverð en magn seldra hluta ríkisins getur meira en tvöfaldast frá grunnstærð þess, og því talsverð óvissa um hversu stórt útboðið verður. Innherji 13. maí 2025 15:39
Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. Viðskipti innlent 13. maí 2025 11:38
Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. Viðskipti innlent 13. maí 2025 09:01
Síðasti dropinn á sögulegri stöð Búið er að loka dælunum á bensínstöð N1 við Ægisíðu fyrir fullt og allt. Síðasta dropanum var dælt á stöðinni um síðustu mánaðamót. Viðskipti innlent 12. maí 2025 18:50
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. Viðskipti innlent 12. maí 2025 13:23
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent