Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2025 19:03 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Bjarni Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir því að því ljúki næsta fimmtudag klukkan fimm. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár leiðir eru í boði fyrir kaupendur: tilboðsbók A, B og C. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang stærð tilboða og úthlutun og geta einstaklingar tekið þátt í tilboðsbók A og B, lögaðilar í gegnum tilboðsbók B og eftirlitsskyldir fagfjárfestar í gegnum tilboðsbók C. Fram hefur komið að þegar hefðu verið mótteknar pantanir umfram grunmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Líkt og kemur fram í útboðslýsingu hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir um réttan tímapunkt að ræða til að hefja söluna. „Það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími, markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri.“ Að útboðinu loknu ætlar fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða eru 106,56 krónur á hvern útboðshlut og lágmarkstilboð bundið við hundrað þúsund krónur, en mest er hægt að kaupa fyrir tuttugu milljónir. Markaðsgengi var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9 prósenta afslætti. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna í þetta skiptið. „Það sem var gagnrýnt var einmitt aðgengi almennings, það er búið að breyta því núna, tryggja forgang, svo eru þetta þrjár bækur þannig það er líka verið að reyna að horfa til fagfjárfesta og sinna þeirra þörfum, þannig að heilt yfir held ég að þetta sé, og markaðir eru bara í ágætis standi núna þannig ég er mjög bjartsýnn.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13. maí 2025 11:38