Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri Star­bucks á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Daníel Kári Stefánsson.
Daníel Kári Stefánsson.

Berjaya Coffee Iceland hefur ráðið Daníel Kára Stefánsson í stöðu framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu en félagið mun opna sitt fyrsta kaffihús undir merkjum Starbucks hér á landi í maí.

„Daníel býr yfir víðtækri reynslu innan veitinga- og þjónustugeirans og starfaði síðast sem rekstrarstjóri SSP á Íslandi, félagi sem sérhæfir sig í veitingarekstri á flugvöllum, þar sem hann m.a. sinnti rekstri Jómfrúarinnar og Elda Bistro á Keflavíkurflugvelli. Að auki hefur Daníel starfað hjá Joe & The Juice á Íslandi og Domino’s Pizza á Íslandi. Daníel er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 

Daníel Kári var einnig framkvæmdastjóri Arena, heimili rafíþrótta á Íslandi.

Um Berjaya Coffee Iceland ehf segir að það sé dótturfélag í fullri eigu Berjaya Food International, alþjóðlegrar einingar Berjaya Food Berhad í Malasíu, sem einnig sé leyfishafi Starbucks Coffee International. 


Tengdar fréttir

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands

Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×