Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Áætlað er að nemendur Háskóla Íslands verji um 61 milljarði á ári í kaup á vörum og þjónustu. Arent Orri J. Claessen forseti Stúdentaráðs HÍ og Sigurbjörg Guðmundsdóttir varaforseti segja að fyrirtæki eigi ekki að vanmeta þennan hóp. Nú sé kallað til þess að fyrirtæki sýni í verki aðgerðir í sjálfbærnimálum. Vísir/Anton Brink „Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til. Þar sem fyrirtæki eru hvött til aðgerða í þágu sjálfbærni. „Með átakinu erum við að sýna hvernig Z-kynslóðin er að koma inn af miklum krafti og með sínum áherslum. Og þar verður einfaldlega að segjast að áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin,“ segir Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs. „Við viljum nýta rödd stúdenta til að hafa jákvæð áhrif. Því þótt okkur mögulega greini á um ýmislegt sem er í gangi í heiminum þá er sjálfbærnin eitthvað sem er þvert á alla pólitík eitthvað sem við erum sammála um að sé mikilvægt,“ segir Arent. Samkvæmt rannsóknum mun Z-kynslóðin breyta hvað mest í heimi viðskipta og atvinnulífs á komandi árum og áratugum. Í dag og á morgun rýnir Atvinnulífið í áherslur Z-kynslóðarinnar. Tiltektin: Er fyrirtækið þitt á listanum? Átakið sem Stúdentaráðið stendur fyrir heitir Stúdentar taka til, en það gengur út á að hvetja fyrirtæki til aðgerða í sjálfbærnimálum. „Við völdum fyrirtækin þannig að við vorum með rýnihópaumræður þar sem voru fimm stúdentar í hverjum hópi. Ef það voru tveir eða fleiri í hópnum sem fannst tiltekið fyrirtæki eiga að vera á listanum yfir fyrirtæki sem við ættum að beina sjónum okkar að, þá var fyrirtækið sett á listann,“ segir Sigurbjörg. Eru þetta aðallega stóru fyrirtækin? „Nei alls ekki,“ svarar Arent og bætir við: Á listanum eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum; stór fyrirtæki en líka fyrirtæki sem eru lítil eins og ísbúð, tískuvöruverslanir, skemmtistaðir og fleiri.“ Átakið gengur út á það að fyrirtæki sem svara kallinu, grípa til aðgerða sem stuðla að sjálfbærni á einhvern hátt; Allt frá því að flokka plast yfir í innleiðingu á stefnu varðandi einelti og kynferðislegt áreiti. „Fyrirtækin sem taka þátt geta nýtt sér hugbúnaðinn Laufið í tvo mánuði, þeim að kostnaðarlausu. Í Laufinu geta fyrirtæki til dæmis nýtt sér yfirlit yfir 120 mismunandi aðgerðir til að velja úr og ráðast í og eins geta þau séð hvernig þeim er að ganga í samanburði við önnur sambærileg fyrirtæki,“ segir Sigurbjörg en bætir við: „Að nota Laufið er ekki skilyrði til þátttöku enda mörg fyrirtæki nú þegar með einhvers konar kerfi sem tryggja þeim yfirsýn yfir aðgerðir. Það er hins vegar allur gangur á því hversu langt eða skammt fyrirtæki eru á veg komin í sjálfbærnivegferðinni.“ Um tuttugu þúsund manns eru í háskólanámi og gera má ráð fyrir að flestir þeirra teljist til hinnar svokölluðu Z-kynslóðar sem sögð er vera sú sem breyta muni öllu á komandi árum og áratugum. Arent og Sigurbjörg segja það fráhrindandi fyrir þeirra hóp ef fyrirtæki eru ekki farin að huga að sjálfbærnimálum og hvetja sem flesta til að taka þátt í átakinu Stúdentar taka til.Vísir/Anton Brink Háar upphæðir frá sterkum hópi Arent og Sigurbjörg segja háskólanema mjög sterkan neytendahóp sem atvinnulífið eigi ekki að vanmeta. Á Íslandi erum við að tala um rúmlega tuttugu þúsund manns, sem er mjög fjölmennur hópur en samt oft skilinn eftir í samtalinu. Við erum mjög sterkur neytendahópur og erum líka hópur sem erum korter frá því að mæta inn á vinnumarkaðinn. Stúdentar eru hópur sem fleiri ættu oftar að horfa til, líka sem hluta af efnahagslífinu,“ segir Arent. Þessu til stuðnings má benda á að samkvæmt tölum Stúdentaráðs er áætlað að nemendur Háskóla Íslands verji um 61 milljarð króna á ári í neyslu og þjónustu. „Með verkefninu Stúdentar taka til viljum við draga fram í dagsljósið hvaða fyrirtæki eru að standa sig vel í sjálfbærnimálunum og eins að hvetja þau til að gera enn betur því sjálfbærnimálin eru einfaldlega gildi sem við sem hópur viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent. „Sjálfbærnimálin eru líka mál sem skipta miklu máli fyrir okkar hóp við val á vinnustöðum,“ segir Sigurbjörg og bætir við: Því það er ekki heillandi fyrir okkar hóp að horfa til fyrirtækja sem vinnustað, sem eru lítið eða ekkert að huga að sjálfbærnimálunum. Ég held að almennt telji okkar hópur slíka vinnustaði einfaldlega fráhrindandi.“ Arent og Sigurbjörg segja átakið hafa farið vel af stað og mörg fyrirtæki séu nú þegar búin að taka vel við sér. „Sem dæmi má nefna Nova sem svaraði kallinu strax og er af eigin frumkvæði búið að stimpla sig inn með alls kyns kröftugum aðgerðum,“ segir Sigurbjörg. Eitt fyrirtækjanna sem Stúdentaráð hefur heimsótt er Norðurál. Norðurál er hins vegar ekki fyrirtæki sem nemendur versla við; Hvers vegna er það á listanum? „Nei en Norðurál hlaut umhverfisverðlaunin árið 2022 og við vildum líka nálgast fyrirtæki sem eru stór og stöndug og sýnilega að vinna markvisst í sjálfbærnimálum. Í heimsókninni til Norðuráls komumst við að því að það er ótrúlega margt jákvætt í gangi innanhús hjá þeim, sem er góð tilfinning því þótt þetta sé ekki fyrirtæki á neytendamarkaði, er þetta stórt fyrirtæki sem skiptir máli í íslensku samfélagi,“ svarar Arent. Í október er ætlunin að birta lista yfir fyrirtæki sem eru að standa sig mjög vel og hljóta titilinn Fyrirtæki framtíðarinnar. Viðmiðið er að fyrirtæki séu þá komin nokkuð langt í þeim aðgerðum sem boðaðar voru til að mæta ákallinu, eða sem samsvarar 30% ef miðað er við árangursmælingu í Laufinu. Þau fyrirtæki sem ekki munu styðjast við slíkan hugbúnað fá sendan til sín spurningalista. „Markmiðið okkar núna er að hvetja fyrirtæki til að taka þátt og segja Já við áskoruninni því þótt fyrirtæki séu komin mislangt á veg, viljum við samt pota í þau flest og vera með þeim í að byrja í þessari vegferð,“ segir Sigurbjörg. Hvaða væntingar hafið þið til þess að átakið skili? „Væntingarnar okkar og óskir fara reyndar ekki saman. Því auðvitað er óskin okkar sú að öll fyrirtæki sinni sjálfbærnimálum þannig að þau gildi sem sjálfbærnin feli í sér séu ráðandi. Þetta er ekki raunhæft en ef átakið skilar því að einhver fyrirtæki, sem mögulega eru ekki farin að huga að sjálfbærnimálunum enn, fara af stað og byrja, þá er ég bara ánægður með útkomuna,“ svarar Arent. Sjálfbærni Jafnréttismál Háskólar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Sjá meira
Þar sem fyrirtæki eru hvött til aðgerða í þágu sjálfbærni. „Með átakinu erum við að sýna hvernig Z-kynslóðin er að koma inn af miklum krafti og með sínum áherslum. Og þar verður einfaldlega að segjast að áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin,“ segir Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs. „Við viljum nýta rödd stúdenta til að hafa jákvæð áhrif. Því þótt okkur mögulega greini á um ýmislegt sem er í gangi í heiminum þá er sjálfbærnin eitthvað sem er þvert á alla pólitík eitthvað sem við erum sammála um að sé mikilvægt,“ segir Arent. Samkvæmt rannsóknum mun Z-kynslóðin breyta hvað mest í heimi viðskipta og atvinnulífs á komandi árum og áratugum. Í dag og á morgun rýnir Atvinnulífið í áherslur Z-kynslóðarinnar. Tiltektin: Er fyrirtækið þitt á listanum? Átakið sem Stúdentaráðið stendur fyrir heitir Stúdentar taka til, en það gengur út á að hvetja fyrirtæki til aðgerða í sjálfbærnimálum. „Við völdum fyrirtækin þannig að við vorum með rýnihópaumræður þar sem voru fimm stúdentar í hverjum hópi. Ef það voru tveir eða fleiri í hópnum sem fannst tiltekið fyrirtæki eiga að vera á listanum yfir fyrirtæki sem við ættum að beina sjónum okkar að, þá var fyrirtækið sett á listann,“ segir Sigurbjörg. Eru þetta aðallega stóru fyrirtækin? „Nei alls ekki,“ svarar Arent og bætir við: Á listanum eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum; stór fyrirtæki en líka fyrirtæki sem eru lítil eins og ísbúð, tískuvöruverslanir, skemmtistaðir og fleiri.“ Átakið gengur út á það að fyrirtæki sem svara kallinu, grípa til aðgerða sem stuðla að sjálfbærni á einhvern hátt; Allt frá því að flokka plast yfir í innleiðingu á stefnu varðandi einelti og kynferðislegt áreiti. „Fyrirtækin sem taka þátt geta nýtt sér hugbúnaðinn Laufið í tvo mánuði, þeim að kostnaðarlausu. Í Laufinu geta fyrirtæki til dæmis nýtt sér yfirlit yfir 120 mismunandi aðgerðir til að velja úr og ráðast í og eins geta þau séð hvernig þeim er að ganga í samanburði við önnur sambærileg fyrirtæki,“ segir Sigurbjörg en bætir við: „Að nota Laufið er ekki skilyrði til þátttöku enda mörg fyrirtæki nú þegar með einhvers konar kerfi sem tryggja þeim yfirsýn yfir aðgerðir. Það er hins vegar allur gangur á því hversu langt eða skammt fyrirtæki eru á veg komin í sjálfbærnivegferðinni.“ Um tuttugu þúsund manns eru í háskólanámi og gera má ráð fyrir að flestir þeirra teljist til hinnar svokölluðu Z-kynslóðar sem sögð er vera sú sem breyta muni öllu á komandi árum og áratugum. Arent og Sigurbjörg segja það fráhrindandi fyrir þeirra hóp ef fyrirtæki eru ekki farin að huga að sjálfbærnimálum og hvetja sem flesta til að taka þátt í átakinu Stúdentar taka til.Vísir/Anton Brink Háar upphæðir frá sterkum hópi Arent og Sigurbjörg segja háskólanema mjög sterkan neytendahóp sem atvinnulífið eigi ekki að vanmeta. Á Íslandi erum við að tala um rúmlega tuttugu þúsund manns, sem er mjög fjölmennur hópur en samt oft skilinn eftir í samtalinu. Við erum mjög sterkur neytendahópur og erum líka hópur sem erum korter frá því að mæta inn á vinnumarkaðinn. Stúdentar eru hópur sem fleiri ættu oftar að horfa til, líka sem hluta af efnahagslífinu,“ segir Arent. Þessu til stuðnings má benda á að samkvæmt tölum Stúdentaráðs er áætlað að nemendur Háskóla Íslands verji um 61 milljarð króna á ári í neyslu og þjónustu. „Með verkefninu Stúdentar taka til viljum við draga fram í dagsljósið hvaða fyrirtæki eru að standa sig vel í sjálfbærnimálunum og eins að hvetja þau til að gera enn betur því sjálfbærnimálin eru einfaldlega gildi sem við sem hópur viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent. „Sjálfbærnimálin eru líka mál sem skipta miklu máli fyrir okkar hóp við val á vinnustöðum,“ segir Sigurbjörg og bætir við: Því það er ekki heillandi fyrir okkar hóp að horfa til fyrirtækja sem vinnustað, sem eru lítið eða ekkert að huga að sjálfbærnimálunum. Ég held að almennt telji okkar hópur slíka vinnustaði einfaldlega fráhrindandi.“ Arent og Sigurbjörg segja átakið hafa farið vel af stað og mörg fyrirtæki séu nú þegar búin að taka vel við sér. „Sem dæmi má nefna Nova sem svaraði kallinu strax og er af eigin frumkvæði búið að stimpla sig inn með alls kyns kröftugum aðgerðum,“ segir Sigurbjörg. Eitt fyrirtækjanna sem Stúdentaráð hefur heimsótt er Norðurál. Norðurál er hins vegar ekki fyrirtæki sem nemendur versla við; Hvers vegna er það á listanum? „Nei en Norðurál hlaut umhverfisverðlaunin árið 2022 og við vildum líka nálgast fyrirtæki sem eru stór og stöndug og sýnilega að vinna markvisst í sjálfbærnimálum. Í heimsókninni til Norðuráls komumst við að því að það er ótrúlega margt jákvætt í gangi innanhús hjá þeim, sem er góð tilfinning því þótt þetta sé ekki fyrirtæki á neytendamarkaði, er þetta stórt fyrirtæki sem skiptir máli í íslensku samfélagi,“ svarar Arent. Í október er ætlunin að birta lista yfir fyrirtæki sem eru að standa sig mjög vel og hljóta titilinn Fyrirtæki framtíðarinnar. Viðmiðið er að fyrirtæki séu þá komin nokkuð langt í þeim aðgerðum sem boðaðar voru til að mæta ákallinu, eða sem samsvarar 30% ef miðað er við árangursmælingu í Laufinu. Þau fyrirtæki sem ekki munu styðjast við slíkan hugbúnað fá sendan til sín spurningalista. „Markmiðið okkar núna er að hvetja fyrirtæki til að taka þátt og segja Já við áskoruninni því þótt fyrirtæki séu komin mislangt á veg, viljum við samt pota í þau flest og vera með þeim í að byrja í þessari vegferð,“ segir Sigurbjörg. Hvaða væntingar hafið þið til þess að átakið skili? „Væntingarnar okkar og óskir fara reyndar ekki saman. Því auðvitað er óskin okkar sú að öll fyrirtæki sinni sjálfbærnimálum þannig að þau gildi sem sjálfbærnin feli í sér séu ráðandi. Þetta er ekki raunhæft en ef átakið skilar því að einhver fyrirtæki, sem mögulega eru ekki farin að huga að sjálfbærnimálunum enn, fara af stað og byrja, þá er ég bara ánægður með útkomuna,“ svarar Arent.
Sjálfbærni Jafnréttismál Háskólar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Sjá meira
Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03
„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01
Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05
Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02