Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. mars 2025 07:02 Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent segir að gera megi ráð fyrir að Z-kynslóðin muni beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem eru með sjálfbærnimálin í lagi; ekki síst þegar þau klára nám, koma meira inn á vinnumarkað og verða fjárhagslega sterkari sem einstaklingar. Vísir/Vilhelm Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. „Það má gera ráð fyrir að þetta hlutfall haldi áfram að hækka ,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents. Enda engin furða því nýjar mælingar sýna að Z-kynslóðin kaupir miklu frekar notuð húsgögn, raftæki, fatnað og fleira. Á sama tíma hafa 50% íslenskra fyrirtækja ekki hafið innleiðingu á sjálfbærni. „Á endanum eru það neytendur sem ráða hvert þeir beina viðskiptunum sínum og þótt eflaust stýri fjárhagsstaða unga fólksins því svolítið núna, hvar þau versla, má alveg gera ráð fyrir því að Z-kynslóðin svokallaða muni beina viðskiptum sínum í meira mæli til þeirra fyrirtækja sem standa sig vel í sjálfbærni. Því þessi hópur er enn í námi og ekki kominn að fullu inn á vinnumarkaðinn enn. Fjárhagsstaða þessa hóps mun því eflast og viðhorfið þeirra til sjálfbærnimála virðist nokkuð skýrt.“ Í maí verða niðurstöður Sjálfbærniássins kynntar en Sjálfbærniásinn metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Þessu tengt, fjallar Atvinnulífið um sjálfbærni í gær og í dag. Spurt á mannamáli Í maí er von á nýjum niðurstöðum Sjálfbærniássins og eins og í fyrra, munu fyrirtæki hljóta verðlaun sem skora hátt. Sambærileg verðlaun og nú þekkjast til dæmis með Íslensku ánægjuvogina. Að Sjálfbærniásnum standa Langbrók, Prósent og Stjórnvísir. Í könnuninni er spurt um viðhorf fólks til þess hversu vel það telur fyrirtæki vera að standa sig í sjálfbærnimálum. „Fólk er ekki farið að skilja þetta orð alveg: Sjálfbærni. Þess vegna leggjum við áherslu á að spyrja spurninga á mannamáli og styðjumst þar við þekkta aðferð erlendis frá. Í könnuninni í ár verður spurt um viðhorf til sjálfbærnimála 41 fyrirtækja í 14 geirum,“ segir Trausti og bætir við: „Fyrst er fólk spurt hvort það þekki til viðkomandi fyrirtækis. Því ef það gerir það ekki, þýðir lítið að vera að spyrja nánar út í það fyrirtæki. Ef viðkomandi telur sig hins vegar þekkja vel til fyrirtækisins er spurt út í sjálfbærnimálin en spurningarnar þó orðaðar þannig að fólk tengir við spurningarnar frekar en orðið sjálfbærni.“ Módelið sem Trausti vísar í mælir fjóra þætti sem The World Economic Forum telur að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað. Þessir fjórir þættir eru: Jörðin, fólkið, stjórnarhættir og velsæld. „Spurningar eru úr módeli sem hefur verið þróað og sannprófað af Qualtrics enda byggir það á 27 þúsund svörum frá 26 löndum og 16 mörkuðum,“ segir Trausti því þótt þær spyrji ekki beint um sjálfbærni, eru þær orðaðar þannig að þær tengjast eitthvað af þeim fjórum liðum sem nefndir voru hér áðan. Dæmi um spurningar sem fólk er beðið um að svara eru: (Fyrirtækið) leitast við að lágmarka sóun og losun við framleiðslu og afhendingu á vöru/þjónustu. Eða Ég er ánægð/ur með framlag (fyrirtækis) til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. „Hjá öllum kynslóðum er viðhorfið á þann veg að sjálfbærni fyrirtækja skipti fólk máli. Hins vegar hafa einstaka liðir tekið breytingum á síðustu árum,“ segir Trausti og nefnir dæmi: Nú þegar stríð eru víða og breyttur efnahagur fólks og fleira, eru liðir eins og heilsa og vellíðan eða friður að mælast sem mikilvægustu atriðin sem fólk nefnir. Fyrir nokkrum árum voru það umhverfismálin. Þau eru enn að mælast á topp tíu listanum um mikilvægustu atriðin sem fyrirtæki geta unnið að í sjálfbærnimálum en eru ekki lengur það sem flestir nefna sem mikilvægasta atriðið.“ Þá segir Trausti allar rannsóknir, hér á landi sem erlendis, benda til þess að sjálfbærni verði sífellt mikilvægari liður í því við hvaða fyrirtæki fólk velur að eiga viðskipti við. Sjálfbærniásinn í fyrra þar sem spurt var: Hversu mikil eða lítil áhrif hefur það á val þitt (viðhorf [ef fyrirtæki er ekki á neytendamarkaði]) á fyrirtæki að það leggi áherslu á sjálfbærni (þ.e. að fyrirtækið axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið)?Prósent Ekki nóg að gera frábæra hluti Á sama tíma og fólk segir miklu máli skipta að fyrirtæki standi sig vel í sjálfbærni, segjast þrír af hverjum tíu ekki vita hvort fyrirtæki séu að standa sig vel. Trausti segir ástæðu til að benda fyrirtækjum á að velta fyrir sér hvers vegna svo sé. „Fyrirtæki eru mörg að leggja út í heilmikla fjárfestingu til að stuðla að aukinni sjálfbærni, vinna viðamiklar sjálfbærniskýrslur og fleira. Það er samt ekki nóg að gera frábæra hluti ef fólk veit ekki af þeim.“ Trausti segir konur almennt telja fyrirtæki standa sig betur í sjálfbærnimálum en karlar og það sama eigi við um yngstu kynslóðina því 18-24 ára telja fyrirtæki standa sig nokkuð vel. Þegar kemur að viðhorfi fyrirtækjanna sjálfra, kemur í ljós að þótt 73% fyrirtækja finnist mikilvægt að innleiða sjálfbærni, segjast 50% fyrirtækja ekki hafa hafið innleiðingu. Þá segir Trausti það alls ekki eiga aðeins við um stærri fyrirtækin að sjálfbærni sé endilega lengst á veg komið. „Helmingur fyrirtækja er ekki byrjað að innleiða sjálfbærni hjá sér en þegar litlu fyrirtækin eru skoðuð kemur samt í ljós að þau eru heilmikið að hugsa um þessi mál,“ segir Trausti og nefnir sem dæmi fyrirtæki með 1-10 starfsmenn. Athygli vekur þó að hjá stærstu fyrirtækjunum, sem telja 41 eða fleiri starfsmenn, hafa 28% fyrirtækja ekki hafið innleiðingu.“ Mörg stærri fyrirtæki leiða vagninn þegar kemur að sjálfbærnimálum. Þó sýna svör stjórnenda að tæplega þriðjungur stærri fyrirtækja, með 41 starfsmenn eða fleiri, hafa ekki hafið innleiðingu á sjálfbærni. Niðurstöður Sjálfbærniásins 2025 verða kynntar í maí og þá verða fyrirtæki heiðruð sem skora hátt í sjálfbærnimálum hjá almenningi.Prósent Umhverfismál Sjálfbærni Neytendur Tengdar fréttir „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00 „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þróunin er mjög hröð og það eru nokkrir verktakar sem eru til fyrirmyndar, segir Jónína Þóra Einarsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni, öryggi og gæðum hjá Steypustöðinni. Sem á dögunum hlaut hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. 8. nóvember 2024 07:03 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02 Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. 26. júlí 2024 07:00 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
„Það má gera ráð fyrir að þetta hlutfall haldi áfram að hækka ,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents. Enda engin furða því nýjar mælingar sýna að Z-kynslóðin kaupir miklu frekar notuð húsgögn, raftæki, fatnað og fleira. Á sama tíma hafa 50% íslenskra fyrirtækja ekki hafið innleiðingu á sjálfbærni. „Á endanum eru það neytendur sem ráða hvert þeir beina viðskiptunum sínum og þótt eflaust stýri fjárhagsstaða unga fólksins því svolítið núna, hvar þau versla, má alveg gera ráð fyrir því að Z-kynslóðin svokallaða muni beina viðskiptum sínum í meira mæli til þeirra fyrirtækja sem standa sig vel í sjálfbærni. Því þessi hópur er enn í námi og ekki kominn að fullu inn á vinnumarkaðinn enn. Fjárhagsstaða þessa hóps mun því eflast og viðhorfið þeirra til sjálfbærnimála virðist nokkuð skýrt.“ Í maí verða niðurstöður Sjálfbærniássins kynntar en Sjálfbærniásinn metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Þessu tengt, fjallar Atvinnulífið um sjálfbærni í gær og í dag. Spurt á mannamáli Í maí er von á nýjum niðurstöðum Sjálfbærniássins og eins og í fyrra, munu fyrirtæki hljóta verðlaun sem skora hátt. Sambærileg verðlaun og nú þekkjast til dæmis með Íslensku ánægjuvogina. Að Sjálfbærniásnum standa Langbrók, Prósent og Stjórnvísir. Í könnuninni er spurt um viðhorf fólks til þess hversu vel það telur fyrirtæki vera að standa sig í sjálfbærnimálum. „Fólk er ekki farið að skilja þetta orð alveg: Sjálfbærni. Þess vegna leggjum við áherslu á að spyrja spurninga á mannamáli og styðjumst þar við þekkta aðferð erlendis frá. Í könnuninni í ár verður spurt um viðhorf til sjálfbærnimála 41 fyrirtækja í 14 geirum,“ segir Trausti og bætir við: „Fyrst er fólk spurt hvort það þekki til viðkomandi fyrirtækis. Því ef það gerir það ekki, þýðir lítið að vera að spyrja nánar út í það fyrirtæki. Ef viðkomandi telur sig hins vegar þekkja vel til fyrirtækisins er spurt út í sjálfbærnimálin en spurningarnar þó orðaðar þannig að fólk tengir við spurningarnar frekar en orðið sjálfbærni.“ Módelið sem Trausti vísar í mælir fjóra þætti sem The World Economic Forum telur að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað. Þessir fjórir þættir eru: Jörðin, fólkið, stjórnarhættir og velsæld. „Spurningar eru úr módeli sem hefur verið þróað og sannprófað af Qualtrics enda byggir það á 27 þúsund svörum frá 26 löndum og 16 mörkuðum,“ segir Trausti því þótt þær spyrji ekki beint um sjálfbærni, eru þær orðaðar þannig að þær tengjast eitthvað af þeim fjórum liðum sem nefndir voru hér áðan. Dæmi um spurningar sem fólk er beðið um að svara eru: (Fyrirtækið) leitast við að lágmarka sóun og losun við framleiðslu og afhendingu á vöru/þjónustu. Eða Ég er ánægð/ur með framlag (fyrirtækis) til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. „Hjá öllum kynslóðum er viðhorfið á þann veg að sjálfbærni fyrirtækja skipti fólk máli. Hins vegar hafa einstaka liðir tekið breytingum á síðustu árum,“ segir Trausti og nefnir dæmi: Nú þegar stríð eru víða og breyttur efnahagur fólks og fleira, eru liðir eins og heilsa og vellíðan eða friður að mælast sem mikilvægustu atriðin sem fólk nefnir. Fyrir nokkrum árum voru það umhverfismálin. Þau eru enn að mælast á topp tíu listanum um mikilvægustu atriðin sem fyrirtæki geta unnið að í sjálfbærnimálum en eru ekki lengur það sem flestir nefna sem mikilvægasta atriðið.“ Þá segir Trausti allar rannsóknir, hér á landi sem erlendis, benda til þess að sjálfbærni verði sífellt mikilvægari liður í því við hvaða fyrirtæki fólk velur að eiga viðskipti við. Sjálfbærniásinn í fyrra þar sem spurt var: Hversu mikil eða lítil áhrif hefur það á val þitt (viðhorf [ef fyrirtæki er ekki á neytendamarkaði]) á fyrirtæki að það leggi áherslu á sjálfbærni (þ.e. að fyrirtækið axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið)?Prósent Ekki nóg að gera frábæra hluti Á sama tíma og fólk segir miklu máli skipta að fyrirtæki standi sig vel í sjálfbærni, segjast þrír af hverjum tíu ekki vita hvort fyrirtæki séu að standa sig vel. Trausti segir ástæðu til að benda fyrirtækjum á að velta fyrir sér hvers vegna svo sé. „Fyrirtæki eru mörg að leggja út í heilmikla fjárfestingu til að stuðla að aukinni sjálfbærni, vinna viðamiklar sjálfbærniskýrslur og fleira. Það er samt ekki nóg að gera frábæra hluti ef fólk veit ekki af þeim.“ Trausti segir konur almennt telja fyrirtæki standa sig betur í sjálfbærnimálum en karlar og það sama eigi við um yngstu kynslóðina því 18-24 ára telja fyrirtæki standa sig nokkuð vel. Þegar kemur að viðhorfi fyrirtækjanna sjálfra, kemur í ljós að þótt 73% fyrirtækja finnist mikilvægt að innleiða sjálfbærni, segjast 50% fyrirtækja ekki hafa hafið innleiðingu. Þá segir Trausti það alls ekki eiga aðeins við um stærri fyrirtækin að sjálfbærni sé endilega lengst á veg komið. „Helmingur fyrirtækja er ekki byrjað að innleiða sjálfbærni hjá sér en þegar litlu fyrirtækin eru skoðuð kemur samt í ljós að þau eru heilmikið að hugsa um þessi mál,“ segir Trausti og nefnir sem dæmi fyrirtæki með 1-10 starfsmenn. Athygli vekur þó að hjá stærstu fyrirtækjunum, sem telja 41 eða fleiri starfsmenn, hafa 28% fyrirtækja ekki hafið innleiðingu.“ Mörg stærri fyrirtæki leiða vagninn þegar kemur að sjálfbærnimálum. Þó sýna svör stjórnenda að tæplega þriðjungur stærri fyrirtækja, með 41 starfsmenn eða fleiri, hafa ekki hafið innleiðingu á sjálfbærni. Niðurstöður Sjálfbærniásins 2025 verða kynntar í maí og þá verða fyrirtæki heiðruð sem skora hátt í sjálfbærnimálum hjá almenningi.Prósent
Umhverfismál Sjálfbærni Neytendur Tengdar fréttir „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00 „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þróunin er mjög hröð og það eru nokkrir verktakar sem eru til fyrirmyndar, segir Jónína Þóra Einarsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni, öryggi og gæðum hjá Steypustöðinni. Sem á dögunum hlaut hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. 8. nóvember 2024 07:03 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02 Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. 26. júlí 2024 07:00 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12. mars 2025 07:00
„Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þróunin er mjög hröð og það eru nokkrir verktakar sem eru til fyrirmyndar, segir Jónína Þóra Einarsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni, öryggi og gæðum hjá Steypustöðinni. Sem á dögunum hlaut hvatningaverðlaun CreditInfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála árið 2024. 8. nóvember 2024 07:03
Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02
Ofuráhersla á umhverfismálin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk „Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum. 26. júlí 2024 07:00
Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01