Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án árangurs
Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði að Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair hafi gert flugvirkjum tilboð í gærkvöldi sem þeir svöruðu. Því hafi svo verið hafnað af SA.
Á vef Icelandair segir að ljóst sé að röskun verðu á flugáætlun flugfélagsins vegna verkfallsins. Búast megi við seinkunum á morgunflugi frá Íslandi í dag.
Flugi félagsins til og frá Osló hefur verið aflýst, sem og flugi félagsins til Brussel, Manchester og Zürich. Þá hefur öllum öðrum brottförum verið seinkað í morgun á vef félagsins segi að reiknað sé með að áætluð brottfór á flugi, öðru en því sem hefur verið aflýst, verði klukkan níu í morgun.
Upplýsingar um brottfarir má nálgast á vef Keflavíkurflugvallar.
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið

Tengdar fréttir

Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki borið árangur
Enn er fundað hjá ríkissáttasemjara.

Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur
Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur.

Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00
Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30.