Lewis Hamilton er heimsmeistari í Formúlu 1 í sjötta sinn eftir að hafa lent í öðru sæti í kappakstrinum í Texas.
Liðsfélagi Hamilton á Mercedes, Valtteri Bottas, vann kappaksturinn eftir að hafa tekið fram úr Hamilton undir lok keppninnar. Bottas var á ráspól eftir að hafa staðið sig best í tímatökunni.
Max Verstappen á Red Bull varð þriðji en Sebastian Vettel kláraði ekki keppnina þar sem bíll hans bilaði.
Hamilton er aðeins annar ökuþórinn í sögunni til þess að vinna heimsmeistaratitilinn sex sinnum. Hann vantar nú aðeins einn titil til þess að jafna met Michael Schumacher.
Þetta er þriðja árið í röð sem Hamilton verður heimsmeistari og fimmti titill hans með Mercedes. Fyrsta titilinn vann hann með McLaren árið 2008.
Hamilton heimsmeistari í sjötta sinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Sara Björk skoraði tvö í stórsigri
Fótbolti

Lena Margrét til Svíþjóðar
Handbolti

Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni
Enski boltinn


Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík
Íslenski boltinn

