Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Næstum allir segja í orði kveðnu að sanngjarnt sé að þjóðinni sé greitt gjald fyrir að fá að veiða úr fiskveiðiauðlindinni sem er ótvírætt í hennar eigu. Svo er reynt að finna leið til að ákvarða það gjald. Skoðun 7.4.2025 12:16
Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Flestir vinnustaðir eru með skýra fjárhagslega mælikvarða til að tryggja hagkvæmni og árangur. Þessir mælikvarðar taka oft til launa- og rekstrarkostnaðar, svo sem rafmagns- og húsleigukostnaðar, en einnig til útgjalda tengdum þjálfun, ráðningum og framleiðnimælingum. Skoðun 7.4.2025 11:30
Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði. Skoðun 7.4.2025 11:17
Ekki fylla höfnina af grjóti Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Skoðun 7.4.2025 08:16
Lengri útivistartími barna Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Skoðun 7.4.2025 08:00
Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Það er fátt sem sameinar okkur eins og þegar íslenskt íþróttafólk stígur inn á stóra sviðið erlendis. Flest þekkjum við tilfinninguna þegar við setjumst saman fyrir framan sjónvarpið, klædd í landsliðstreyju, með hjartað í buxunum og full af stolti. Skoðun 7.4.2025 07:32
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Skoðun 7.4.2025 07:02
Flugan í ídýfunni Við sem búum hér á hjara veraldar skiljum öðrum fremur hversu dýrmætt það er að geta lyft sér upp. Veturinn er langur, vorið er blautt og sumarið… minnumst ekki á það ógrátandi. Við þráum svo heitt að gera okkur dagamun að dimmasti vetrarmánuðurinn er undirlagður af veisluhöldum, hlaðborðum og jólatónleikum. Svo mikið er um dýrðir að fólk er farið að kveinka sér undan streitunni sem fylgir því að reyna að hafa svona gaman. Skoðun 7.4.2025 06:31
Að mennta til lífs, ekki prófa Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Skoðun 7.4.2025 06:00
Það er kominn tími til... „Fullveldi Íslands veltur á því að alþjóðalög séu virt.“ Þessum orðum hefur verið fleygt fram við ýmis tilefni upp á síðkastið, helst þá þegar valdamenn í vestri tjá sig um Grænland og þegar fjallað er um árásarstríðið í austri. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, því við á litla Íslandi megum okkar lítils þegar siðferðislega heftir þjóðarleiðtogar með hátæknivæddan her fá þá flugu í höfuðið að best sé að kúga, þvinga, ljúga, hóta, skjóta, sprengja og drepa til að fá sínu framgengt. Skoðun 6.4.2025 22:32
Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Þegar Alþingi samþykkti EES samninginn með 33/63 atkvæða 1993, var hann sagður stórkostlegur viðskiptasamningur. Sett var á stofn samráðsnefnd EES um tilskipanir og eftirlitsnefnd, ESA, um framkvæmd samningsins í EFTA löndunum, þetta fyrirkomulag, Tveggja stoða kerfið, (mynd) átti að tryggja jafnræði. Í tvo áratugi hefur ESB þrengt túlkun samningsins og nánast allt samráð horfið um upptöku regla í EES. Skoðun 6.4.2025 22:01
Er píptest rót alls ills? Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Skoðun 6.4.2025 21:31
Vertu bandamaður kæri bróðir! Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Skoðun 6.4.2025 21:03
Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Áður voru hlutverk innan skólakerfisins aðgreind með skýrum hætti. Skólastjórnendur stjórnuðu skólunum, kennarar kenndu og nemendur hlýddu og lærðu. Skoðun 6.4.2025 15:32
Ísland á að verja með íslenskum lögum Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Skoðun 6.4.2025 15:01
Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. Skoðun 6.4.2025 08:31
Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Þann 13. september 2023 birtist grein í Heimildinni sem undirritaður skrifaði ásamt Ingrid Kuhlman og bar yfirskriftina „Hvetjum Læknafélag Íslands til að virða meirihlutasjónarmið lækna um dánaraðstoð”. Skoðun 6.4.2025 08:01
Göngum í takt Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Skoðun 6.4.2025 07:32
Hverju lofar þú? Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Skoðun 6.4.2025 07:00
Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Skoðun 6.4.2025 06:31
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Undirritaður hefur stundað alþjóðleg viðskipti, bæði í formi alþjóðlegrar framleiðslu og alþjóðlegrar vörudreifingar og sölu, í hálfa öld. Í mörgum heimsálfum. Kann því nokkur skil á því, hvert eðli innflutnings-tolla er, og, hvernig það kerfi allt virkar. Skoðun 6.4.2025 06:02
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Í sagnaarfi Biblíunnar eru fáir atburðir áhrifameiri en herleiðingin til Babýlon, og borgin hefur í vestrænni menningu og til okkar daga verið táknmynd fyrir spillingu og siðferðilega eða menningarlega hnignun. Sögusvið Biblíunnar er landsvæði sem liggur á milli stórvelda, Egypta í suð-austri og hinna ýmissa heimsvelda sem risu upp í frjósama hálfmánanum. Skoðun 5.4.2025 21:31
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Skoðun 5.4.2025 18:00
Allt að vinna, engu að tapa! Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Skoðun 5.4.2025 17:00