Skoðun

Á­hrif veiðar­færa á losun kol­tví­sýrings og líf­fræði­lega fjöl­breytni á hafs­botni

Bjarni Jónsson skrifar

Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. 

Skoðun

Leið til heillandi kirkju – Guð­rúnu sem biskup

Toshiki Toma skrifar

Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda.

Skoðun

Euro­vision og pólitík: Hug­leiðingar um sér­tæk mót­mæli

Valerio Gargiulo skrifar

Í geopólitískri óreiðu höldum við okkur oft við menningarviðburði sem verkfæri til að mótmæla. Eurovision, hátíð fjölbreytileika tónlistar í Evrópu, hefur verið tilefni til umræðu vegna meints pólitísks valds þrátt fyrir að keppnishaldarar þverteki fyrir að söngvakeppnin sé pólitísk.

Skoðun

Aukum sparnaðinn með hækkandi sól

Jóhanna Erla Birgisdóttir skrifar

Í grunninn er ekki flókið að spara, að leggja fyrir fjármuni til að fá einhverja ávöxtun og væntanlega af því við ætlum að nota peninginn einhvern tímann seinna. Þó þetta sé ekki flókið í framkvæmd getur verið mjög erfitt að byrja, halda út sparnaðinn eða jafnvel að vekja hjá sér áhuga á því að skilja hvað virkar best hverju sinni á mismunandi æviskeiðum lífsins.

Skoðun

Ör­saga um ál og auð­lindir

Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Raforka Íslendinga er að sönnu þjóðarauðlind. Í umræðunni um orkuskort gefa einhverjir þeirri hugmynd undir fótinn að stórkaupendum raforku sé ofaukið og á þeirra kostnað væri hægt að nýta orkuna í orkuskiptin og styrkja ferðaþjónustu.

Skoðun

Þór­katla heldur Grind­víkingum í heljar­greipum

Soffía Snædís Sveinsdóttir skrifar

Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin.

Skoðun

Gripa­geymsla ríkis og Reykja­víkur

Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu.

Skoðun

Kallað eftir Car­b­fix tækninni á al­þjóða­vísu

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Edda Sif Pind Aradóttir skrifa

Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og hraði loftslagsbreytinga er fordæmalaus, hvort sem litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda. Lofthjúpurinn hefur hlýnað, jöklar hafa hopað og jafnvel horfið, sjávarborð hefur hækkað og sjávarhiti hækkað, og öfgar í veðurfari aukist samhliða því að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist.

Skoðun

Hlíft við tæki­færum

Pawel Bartoszek skrifar

Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk.

Skoðun

For­seti þing­meiri­hlutans

Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Á lýðveldistímanum hefur þingmeirihlutinn ítrekað reynt að sölsa undir sig forsetaembættið þannig að hann hefði bæði forsetann og forsætisráðherrann. Séra Bjarni frambjóðandi þingmeirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins féll 1952 og þjóðin kaus sér sinn eigin forseta.

Skoðun

Heims­borgarinn með lands­byggðar­hjartað í biskups­stól

Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar

Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins?

Skoðun

Sauð­kindin - listir og Mogginn

Birgir Dýrförð skrifar

Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra.

Skoðun

75 ára af­mæli friðar­banda­lags

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims.

Skoðun

Hvernig for­seti Ís­lands getur aukið at­vinnu og vel­sæld á Vest­fjörðum

Ástþór Magnússon skrifar

Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum.

Skoðun

Höfum aldrei notið fulls toll­frelsis

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum.

Skoðun

Mætum á Austur­völl á morgun

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft.

Skoðun

Lyf við ó­á­nægju með lífið

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Það er sorglegt að lesa greinina um langtíma afleiðingar þunglyndislyfja. Það kallar því á raunverulegar spurningar um hvað valdi þeim erfiðu tilfinningum sem kalla á notkun á þeim lyfjum. Dr Gabor Maté hefur unnið mikið með þá einstaklinga í Kanada og deilir því í bókum sínum, að það er allt frá að upplifa sig ekki elskuð eða virt, og hafa upplifað margt ómanneskjulegt.

Skoðun

Maður í manns stað

Íris E. Gísladóttir skrifar

Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér.

Skoðun

Hver á kvótann?

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög) fyrir 18. mars í ár. Frumvarpið hefur sennilega ekki hlotið náð hjá ríkisstjórn því ekkert bólar á því enn. Enda mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leyfa breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þrengir að einhverju leyti að stórútgerðinni. Það höfum við séð hvað eftir annað og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á.

Skoðun

Ópíóðar vs THC ríkur lyfja­hampur

Gunnar Dan Wiium skrifar

Nýverið talaði ég við tvær konur sem eftir aðgerðir voru sendar heim af sjúkrahúsi með poka fulla af manngerðum ópíóíðum. Önnur þeirra, sem er óvirkur alkahólisti, lenti í kjölfarið í vandræðum með að trappa sig niður og leitaði eftir að komast í niðurtröppun á Vogi en komst ekki að því biðlistinn var of langur.

Skoðun

Væri ekki hægt að ljúka ferlinu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kæmi til þess að Ísland sæktist eftir inngöngu í Evrópusambandið yrði ekki hægt að ljúka umsóknarferlinu nema allir stjórnarflokkarnir styddu heilshugar þá ákvörðun að ganga í sambandið og hefðu þingmeirihluta að baki sér fyrir henni.

Skoðun

Á­föll og endur­hæfing

Fríða Brá Pálsdóttir skrifar

Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar!

Skoðun

Fyrsta lands­á­ætlun Ís­lands um sjald­gæfa sjúk­dóma

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Skömmu fyrir páska skilaði vinnuhópur á vegum Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, drögum að landsáætlun um sjaldgæfa sjúkdóma. Landsáætlun er ætlað að vera leiðbeinandi um þjónustu við einstaklinga og aðstandendur þeirra sem falla undir skilmerki um sjaldgæfa sjúkdóma.

Skoðun

Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum.

Skoðun

Fram­sókn í heil­brigðis­kerfinu

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar

Fyrir síðustu kosningar var heilbrigðiskerfið mikið til umfjöllunar enda stærsta sameiginlega verkefni þjóðarinnar. Verkefni heilbrigðiskerfisins eru ærin og þurfa stöðugrar skoðunar við og þar má aldrei slá slöku við hvorki í umbótum, þróun eða nýsköpun.

Skoðun

Síerra Leóne og Ís­land

Eldur Smári Kristinsson skrifar

Fyrir viku síðan skrifaði þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir góðan pistil hérna á Vísi undir fyrirsögninni „Kynfærin skorin af konum“. Þar rakti hún þróunarsamvinnuna sem Ísland hefur verið í með Síerra Leóne með það markmið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum.

Skoðun

Hver vill vera í því hlut­verki að verð­leggja manns­líf?

Þröstur Ólafsson skrifar

Mikið hefur verið rætt um áfengis og vímuefnavandann og sitt sýnist hverjum og meðan málæðið á sér stað hrynur fólk niður úr sjúkdómnum og ekkert gerist. Nú er nóg komið að handabendingum, ekki benda á mig, við þurfum ekki meira af því það er tímaeyðsla, það er kominn timí framkvæmda, snúum bökum saman ráðamenn sem og aðrir landsmenn.

Skoðun