Skoðun

Er barnið þitt í ofbeldissambandi?

Drífa Snædal skrifar

Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun.

Skoðun

Aðhaldsaðgerðir ógna nýliðun innan háskólasamfélagsins, rannsóknum og þekkingarsköpun á Íslandi

Hópur fulltrúa doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands skrifar

Talsverður hluti af framlagi Háskóla Íslands til rannsókna og þekkingarsköpunar á Íslandi og alþjóðlega byggist á vinnu doktorsnema og nýdoktora. Doktorsnemar og nýdoktorar við Háskóla Íslands finna í auknum mæli fyrir því að grafið er undan skilyrðum rannsókna, fræðistarfa og háskólakennslu og hafa miklar áhyggjur af framtíð Háskólans, nýliðun og starfsmöguleikum í háskólasamfélaginu.

Skoðun

Staðlar og að­gerðir í loftslagsmálum á Ís­landi

Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar.

Skoðun

Er gott að búa í Túnunum?

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Vinkona mín skutlaði mér heim um daginn og kvaddi mig með þessum orðum: „Já, býrðu hér? Ég hef alltaf átt erfitt með að ímynda mér þetta hverfi sem íbúðarhverfi, hvað þá fjölskylduhverfi.“

Skoðun

Í kjölfar riðusmits

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá.

Skoðun

Tryggjum staf­rænt að­gengi fyrir fatlað fólk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar.

Skoðun

Staða heimila á húsnæðismarkaði

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Undanfarið hefur borið á gagnrýni á Framsókn vegna aðgerðaleysis eins og það er orðað í húsnæðismálum. Það er eðlilegt að Framsókn sé gagnrýnd því flokkurinn hefur farið með húsnæðismálin síðustu 10 ár en staðreyndin er sú að Framsókn hefur virkilega látið sig húsnæðismál varða því þau eru grundvöllurinn sem heimili landsins byggja sig í kringum.

Skoðun

Einka­væðing Ljós­leiðarans

Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Í þessari grein ætla ég að renna yfir þá atburðarrás sem olli því að nú stefnir meirihluti borgarstjórnar á það að einkavæða stóran hlut í Ljósleiðaranum. Hvernig enduðum við hér? Hvers vegna er Ljósleiðarinn rekinn eins og hagnaðardrifið fyrirtæki?

Skoðun

Ís­lenska leiðin og arður orku­linda

Valur Ægisson skrifar

Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa.

Skoðun

Að búa í dreif­býli eru for­réttindi

Ása Valdís Árnadóttir skrifar

Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera.

Skoðun

Nor­rænu lýð­ræðis­ríkin – kafla­skil í sögu lýð­ræðis

Hópur fólks í norrænni hugveitu um tækni og lýðræði skrifar

Í dag verða kynnt ellefu tilmæli norrænnar hugveitu um tækni og lýðræði sem hafa það að markmiði að styrkja lýðræðislega umræðu á tímum samfélagsmiðla á Norðurlöndunum. Í hugveitunni sitja sérfræðingar frá öllum Norðurlöndunum, þar með talið Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum.

Skoðun

Verjumst riðu! Ný nálgun við 100 ára gamalt verkefni

Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson skrifa

Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð.

Skoðun

Um­hyggja, um­hugsun og um­hverfis­vernd

Tryggvi Felixson skrifar

Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar.

Skoðun

Að­gangur að lífs­nauð­syn­legum lyfjum við SMA strandar á fjár­magni!

Hópur fólks með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA skrifar

Á föstudag var haft eftir Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum að notkun lyfsins Spinraza til að meðhöndla einstaklinga með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) sem eru 18 ára og eldri við upphaf meðferðar verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati sem tryggi bæði öryggi lyfsins og nytsemi þess.

Skoðun

Endur­mat náttúru­vár

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það.

Skoðun

Meira en heildar­tekjur ríkis­sjóðs

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári.

Skoðun

Það má vanda sig

Bergvin Oddsson skrifar

Nú þegar kvennafótboltinn er að fara að rúlla af stað, eru fyrirliðar kvennaliðana búnar að senda frá sér yfirlýsingu og segjast vera ósáttar við umfjöllun kvennaboltans á sama tíma og karlaboltinn fær nær alla athyglina.

Skoðun

Halda skalt þú andanum... og kjafti

Óskar Guðmundsson skrifar

Hvað myndi almennur vinnumarkaður segja ef formenn ríkis, stéttarfélaga og ASÍ myndu ná „samkomulagi” um að fresta öllum frekari samningum og kjarabótum til 1. janúar 2025?

Skoðun

Frelsið og sparnaðurinn í því að þurfa ekki bíl

Ólafur Margeirsson skrifar

Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun

Skiptir málið í skólum máli?

Birgir U. Ásgeirsson skrifar

Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum.

Skoðun

Að rökræða við rætið innræti

Arna Magnea Danks skrifar

Undanfarið hefur fólki verið tíðrætt um tjáningarfrelsi og heldur að það gefi því leyfi til að segja hvað sem er um hvern sem er, en það er einfaldlega ekki svo. Samkvæmt lögum þá ber fólki að geta gert grein fyrir máli sínu gagnvart dómstólum ef þess sé krafist og ákveðin orðræða er hreinlega ólögleg samkvæmt lögum.

Skoðun

Mat­væla­verð og Við­reisn land­búnaðarins

Margrét Gísladóttir skrifar

Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB.

Skoðun

Trú á Ísland

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika.

Skoðun

Mjólkur­af­urðir hækka minnst í verði á Ís­landi

Erna Bjarnadóttir skrifar

Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess.

Skoðun

Þau sem þora

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar

Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð.

Skoðun