Valdamikill og pólitískur 12. júní 2004 00:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks. Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks.
Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira