Skemmtileg tilraunamennska 14. júní 2004 00:01 Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Slipknot Nú eru liðin fimm ár síðan mér áskotnaðist kynningareintak af frumburði Slipknot. Tel mig hafa verið frekar heppinn að hafa kynnst tónlistinni á undan ímyndinni, gat þannig dæmt bandið á réttum forsendum. Vol. 3: (The Subliminal Verses) er þriðja plata sveitarinnar og er skref í rétt átt frá síðustu plötu, Iowa, sem var unnin með hraði og afraksturinn í takt við það. Ákveðið var að segja skilið við upptökustjórann Ross Robinson og fá meistara Rick Rubin í staðinn, sem hefur m.a. unnið með Slayer, Beastie Boys og AC/DC. Fyrsta lagið á Vol. 3 er gjörólíkt því sem hljómsveitin hefur gert áður og kemur skemmtilega á óvart. Í Three Nil er mikið um grindcore-keyrslu sem virkar ekki alveg á þann sem þetta skrifar enda alinn upp við sams konar tónlist frá Napalm Death og á Slipknot töluvert í land með að ná sambærilegum krafti. Trommarinn Joey Jordison sýnir þó snilldartakta undir lok lagsins - mikill snillingur þar á ferð. Flestir lesendur ættu að kannast við lagið Duality sem hefur hljómað títt á X-inu undanfarið og þó að lagið sé gott gefur það litla hugmynd um hvað er að gerast á plötunni. Hljóðfæraleikurinn er í alla staði mjög góður en átti ég þó von á öflugra sándi frá Rick Rubin, enda ekki þekktur fyrir annað. Það sem stendur upp úr er tilraunamennska Slipknot á Vol. 3, eitthvað sem sveitin hefur ekki leyft sér áður. Vermillion Pt. 2 er sterkt með kassagítarinn í aðalhlutverki og Danger - Keep Away endar plötuna á rólegu nótunum, ágætis tilbreyting frá keyrslunni. Slipknot nær ekki að fullkomna stíl sinn á þessari plötu en Vol. 3 lofar þó góðu fyrir það sem koma skal. Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Slipknot Nú eru liðin fimm ár síðan mér áskotnaðist kynningareintak af frumburði Slipknot. Tel mig hafa verið frekar heppinn að hafa kynnst tónlistinni á undan ímyndinni, gat þannig dæmt bandið á réttum forsendum. Vol. 3: (The Subliminal Verses) er þriðja plata sveitarinnar og er skref í rétt átt frá síðustu plötu, Iowa, sem var unnin með hraði og afraksturinn í takt við það. Ákveðið var að segja skilið við upptökustjórann Ross Robinson og fá meistara Rick Rubin í staðinn, sem hefur m.a. unnið með Slayer, Beastie Boys og AC/DC. Fyrsta lagið á Vol. 3 er gjörólíkt því sem hljómsveitin hefur gert áður og kemur skemmtilega á óvart. Í Three Nil er mikið um grindcore-keyrslu sem virkar ekki alveg á þann sem þetta skrifar enda alinn upp við sams konar tónlist frá Napalm Death og á Slipknot töluvert í land með að ná sambærilegum krafti. Trommarinn Joey Jordison sýnir þó snilldartakta undir lok lagsins - mikill snillingur þar á ferð. Flestir lesendur ættu að kannast við lagið Duality sem hefur hljómað títt á X-inu undanfarið og þó að lagið sé gott gefur það litla hugmynd um hvað er að gerast á plötunni. Hljóðfæraleikurinn er í alla staði mjög góður en átti ég þó von á öflugra sándi frá Rick Rubin, enda ekki þekktur fyrir annað. Það sem stendur upp úr er tilraunamennska Slipknot á Vol. 3, eitthvað sem sveitin hefur ekki leyft sér áður. Vermillion Pt. 2 er sterkt með kassagítarinn í aðalhlutverki og Danger - Keep Away endar plötuna á rólegu nótunum, ágætis tilbreyting frá keyrslunni. Slipknot nær ekki að fullkomna stíl sinn á þessari plötu en Vol. 3 lofar þó góðu fyrir það sem koma skal.
Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira