Starsailor sigldu lygnan sjó 14. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson fjallar um tónleika Starsailor á Nasa, föstudaginn 11. júní Hugsanlega var ég eini maðurinn sem leiddist á Nasa á föstudagskvöldið yfir tónum Starsailor. Húsið var stappfullt af aðdáendum sem kunnu alla textana og skemmtu sér konunglega. Skiljanlega, þar sem sveitin gaf aðdáendum sínum það sem þeir vildu heyra. Fluttu lögin sín af miklum metnaði, bæði söngur og flutningur var óaðfinnanlegur. Samt, stóð ég þarna og fylgdist með og gat engan veginn tengt mig við það sem var að gerast upp á sviðinu. Ég hafði átt góðan dag og mætti hamingjusamur og opinn á svæðið. Ég þekki plötur sveitarinnar ágætlega og verð að viðurkenna að þær heilla mig ekki. Vonaðist til að sveitin næði til mín í holdinu, en það var eins og af plastinu... aðeins tvö lög sem ég gat heillast af, Fall to the Floor og Silence is Easy. Restin fannst mér bara leiðinleg. En hvað segir það um mig? Er ég þá svona mikill fýlupúki að ég geti ekki skemmt mér á tónleikum, þar sem um 700 manns voru greinilega að tengja? Nei, nei... ég er bara enginn aðdáandi. Á tónleikunum gekk upp að mér maður, sem vinnur við það að selja plötur sveitarinnar hér á landi og sagði við mig: "Þetta eru góðir tónleikar!". Takið eftir því að þetta var ekki spurning, heldur skipun. Og jú, jú... ég get alveg tekið undir það. Því þarna var sveit sem stóðst væntingar aðdáenda, og skilaði sínu eins vel og hún gat. Ég get lítið að því gert að mér finnist tónlist þeirra ófrumleg, lagasmíðarnar óspennandi og textarnir formúlukenndir. Rödd söngvarans og tjáning hans heillar mig ekki, þó svo að hann hafi sterk persónueinkenni. Salurinn var eins og þverskurður af hlustendum Rásar 2. Þarna var fólk á aldrinum 20 - 45 ára. Mikið af kærustupörum og eldri rokkurum sem greinilega skynja Bítlaáhrifin í sveitinni og tengja þannig. Ég veit ekki afhverju, en ég fékk þá tilfinningu að þarna hafi verið fullur salur fólks, sem kærir sig lítið um frumlegheit í tónlist. Líður best á miðju vegarins þar sem það þarf ekki að grafa eftir áhugaverðri tónlist. Fólk sem vill helst heyra tónlist gerða á "gamla góða mátann". En sem slík er Starsailor kannski bara rétt í meðallagi. Bara hér á Íslandi er glás af hljómsveitum sem eru miklu áhugaverðari og betri en þessi, það er mín skoðun. Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson fjallar um tónleika Starsailor á Nasa, föstudaginn 11. júní Hugsanlega var ég eini maðurinn sem leiddist á Nasa á föstudagskvöldið yfir tónum Starsailor. Húsið var stappfullt af aðdáendum sem kunnu alla textana og skemmtu sér konunglega. Skiljanlega, þar sem sveitin gaf aðdáendum sínum það sem þeir vildu heyra. Fluttu lögin sín af miklum metnaði, bæði söngur og flutningur var óaðfinnanlegur. Samt, stóð ég þarna og fylgdist með og gat engan veginn tengt mig við það sem var að gerast upp á sviðinu. Ég hafði átt góðan dag og mætti hamingjusamur og opinn á svæðið. Ég þekki plötur sveitarinnar ágætlega og verð að viðurkenna að þær heilla mig ekki. Vonaðist til að sveitin næði til mín í holdinu, en það var eins og af plastinu... aðeins tvö lög sem ég gat heillast af, Fall to the Floor og Silence is Easy. Restin fannst mér bara leiðinleg. En hvað segir það um mig? Er ég þá svona mikill fýlupúki að ég geti ekki skemmt mér á tónleikum, þar sem um 700 manns voru greinilega að tengja? Nei, nei... ég er bara enginn aðdáandi. Á tónleikunum gekk upp að mér maður, sem vinnur við það að selja plötur sveitarinnar hér á landi og sagði við mig: "Þetta eru góðir tónleikar!". Takið eftir því að þetta var ekki spurning, heldur skipun. Og jú, jú... ég get alveg tekið undir það. Því þarna var sveit sem stóðst væntingar aðdáenda, og skilaði sínu eins vel og hún gat. Ég get lítið að því gert að mér finnist tónlist þeirra ófrumleg, lagasmíðarnar óspennandi og textarnir formúlukenndir. Rödd söngvarans og tjáning hans heillar mig ekki, þó svo að hann hafi sterk persónueinkenni. Salurinn var eins og þverskurður af hlustendum Rásar 2. Þarna var fólk á aldrinum 20 - 45 ára. Mikið af kærustupörum og eldri rokkurum sem greinilega skynja Bítlaáhrifin í sveitinni og tengja þannig. Ég veit ekki afhverju, en ég fékk þá tilfinningu að þarna hafi verið fullur salur fólks, sem kærir sig lítið um frumlegheit í tónlist. Líður best á miðju vegarins þar sem það þarf ekki að grafa eftir áhugaverðri tónlist. Fólk sem vill helst heyra tónlist gerða á "gamla góða mátann". En sem slík er Starsailor kannski bara rétt í meðallagi. Bara hér á Íslandi er glás af hljómsveitum sem eru miklu áhugaverðari og betri en þessi, það er mín skoðun.
Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira