Fimmti sigur Valsstelpna í röð

Valsstelpur ætla ekkert að gefa eftir á toppi Landsbankadeildar kvenna en liðið vann sinn fimmta sigur í röð á Fjölnisvellinum í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og Dóra María Lárusdóttir bæði skoraði og lagði upp mark í 0-3 sigri Vals sem hefur fjögurra stiga forskot á ÍBV á toppnum. Kristín ýr Bjarnadóttir skoraði í þriðja leiknum í röð og hefur alls gert fimm mörk í þessum þremur sigurleikjum Vals. Anna Rún Sveinsdóttir, markvörður Fjölnis stóð sig mjög vel í markinu og kom í veg fyrir að sigur Vals yrði stærri en Valsvörninni var aldrei ógnað og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður þurfti aldrei að reyna sig í þessum leik. Guðbjörg hefur reyndar aðeins fengið á sig 10 skot í fyrstu fimm leikjum tímabilsins og aðeins Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir hefur náð að skora hjá henni. Það sem skipti máli í leiknumFjölnir-Valur 0-3 (0-1) 0-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (40.) 0-2 Dóra María Lárusdóttir (52.) 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (75.) Best á vellinum: Dóra María Lárusdóttir, Val Tölfræðin: Skot (á mark): 6-31 (0-15) Horn: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 11-13 Rangstöður: 3-2 Mjög góðar: Dóra María Lárusdóttir, Val Anna Rún Sveinsdóttir, Fjölni Góðar: Vanja Stefanovic, Fjölni Ratka Zivkovic, Fjölni Elísa Pálsdóttir, Fjölni Íris Andrésdóttir, Val Málfríður Sigurðardóttir, Val Ásta Árnadóttir, Val Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val Dóra Stefánsdóttir, Val Pála Marie Einarsdóttir, Val