Næstu þingkosningar ráða úrslitum 5. júlí 2004 00:01 "Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
"Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira