Í fótspor Köngulóarmannsins 23. júlí 2004 00:01 Stuð milli stríða Freyr Bjarnason fékk tækifæri til að verða hetja og rifja upp takta gamals kunningja. Það hefur verið frábært að sjá gamlan kunningja úr teiknimyndasögunum vakna til lífsins á hvíta tjaldinu, sjálfan Köngulóarmanninn. Pétur Parker lumbrar þar á misyndismönnum af öllum stærðum og gerðum. Oftast er það Lóa-skynið sem varar hann við hættum. Þá bregður Pétur sér í köngulóarbúninginn, skýtur köngulóarvef úr úlnliðnum og stöðvar illmenni á borð við Doctor Octopussy og Græna Goblin á sinn silkimjúka hátt. Það er frekar sjaldgæft að almenningi gefist kostur á að bregða sér í hetjuhluverkið og bjarga þeim sem er í vanda staddir. Stundum heyrir maður hetjusögur af Hollywood-leikurum sem koma fólki til aðstoðar. Það er samt ekki alveg að marka það því oftast verða þessir leikarar að sýna hugrekki til að skaða ekki ímynd sína. Þegar uppi er staðið skiptir það samt mestu máli að þeir brugðust skjótt við hættunni og komu í veg fyrir meiri skaða. Nýlega fékk ég tækifæri til að verða hetja. Ég var stopp á rauðu ljósi þegar bíllinn fyrir framan mig ók ekki af stað þegar græna ljósið kom. Ég leit til hliðar og sá nokkra unglingsstráka berja á jafnaldra sínum rétt við götuna. Greinilegt einelti þar á ferð. Í stað þess að keyra áfram sýndi maðurinn fyrir framan mig hugrekki, sveigði í átt að strákunum og gerði sig líklegan til að skerast í leikinn. Þarna var tækifærið mitt komið, tækifæri til að feta í fótspor hetjunnar minnar. Lóa-skynið var komið í gang. Á meðan ég hugsaði málið í örfá sekúndubrot hlupu skúrkarnir á brott. Hættan var liðin hjá, púff. Ég ók af stað og hugsaði hvað ég hefði gert ef ég hefði verið fremstur við umferðarljósin. Hefði ég skipt mér af? Ég veit það ekki. Ég veit bara að ég var ansi nálægt því að verða hetjan sem ég las um í æsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Stuð milli stríða Freyr Bjarnason fékk tækifæri til að verða hetja og rifja upp takta gamals kunningja. Það hefur verið frábært að sjá gamlan kunningja úr teiknimyndasögunum vakna til lífsins á hvíta tjaldinu, sjálfan Köngulóarmanninn. Pétur Parker lumbrar þar á misyndismönnum af öllum stærðum og gerðum. Oftast er það Lóa-skynið sem varar hann við hættum. Þá bregður Pétur sér í köngulóarbúninginn, skýtur köngulóarvef úr úlnliðnum og stöðvar illmenni á borð við Doctor Octopussy og Græna Goblin á sinn silkimjúka hátt. Það er frekar sjaldgæft að almenningi gefist kostur á að bregða sér í hetjuhluverkið og bjarga þeim sem er í vanda staddir. Stundum heyrir maður hetjusögur af Hollywood-leikurum sem koma fólki til aðstoðar. Það er samt ekki alveg að marka það því oftast verða þessir leikarar að sýna hugrekki til að skaða ekki ímynd sína. Þegar uppi er staðið skiptir það samt mestu máli að þeir brugðust skjótt við hættunni og komu í veg fyrir meiri skaða. Nýlega fékk ég tækifæri til að verða hetja. Ég var stopp á rauðu ljósi þegar bíllinn fyrir framan mig ók ekki af stað þegar græna ljósið kom. Ég leit til hliðar og sá nokkra unglingsstráka berja á jafnaldra sínum rétt við götuna. Greinilegt einelti þar á ferð. Í stað þess að keyra áfram sýndi maðurinn fyrir framan mig hugrekki, sveigði í átt að strákunum og gerði sig líklegan til að skerast í leikinn. Þarna var tækifærið mitt komið, tækifæri til að feta í fótspor hetjunnar minnar. Lóa-skynið var komið í gang. Á meðan ég hugsaði málið í örfá sekúndubrot hlupu skúrkarnir á brott. Hættan var liðin hjá, púff. Ég ók af stað og hugsaði hvað ég hefði gert ef ég hefði verið fremstur við umferðarljósin. Hefði ég skipt mér af? Ég veit það ekki. Ég veit bara að ég var ansi nálægt því að verða hetjan sem ég las um í æsku.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun