Nauðsynlegar fyrir haustið 12. ágúst 2004 00:01 Þeir sem lagt hafa leið sína í Gallerí Reykjavík í Iðu-húsinu við Lækjargötu hafa eflaust tekið eftir skærlitum töskum úr þæfðri ull sem eru þar til sýnis. Þessar töskur eru nýlega komnar í galleríið og er hönnuður þeirra myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. "Ég er með vinnustofu í Klink og bank og hef verið að gera ýmislegt. Ég byrjaði að vinna með þæfða ull þegar ég var í Listaháskóla Íslands. Þar gerði ég verk úr þæfðri ull en vissi svo sem ekkert hvað ég var að gera. Ég ákvað samt að vinna áfram með þetta efni því ég fíla það mjög vel. Mér finnst þæfð ull ekki bara sniðug í nytjavörur heldur líka í skúlptúra. Það var hringt í mig úr galleríinu því einhver þar hafði séð verkin mín á sýningu í Klink og bank. Ég var síðan spurð hvort ég ætti eitthvað til þess að selja en ég átti það reyndar ekki. Ég ákvað því að hanna þessar töskur og þeim í galleríinu leist mjög vel á þær," segir Jóhanna. Töskurnar sem Jóhanna hannar eru í frekar skærum litum og alls konar skraut á þeim. "Ég notaði skrautið til að poppa þær aðeins upp. Þær eru mjög töff og flottar. Akkúrat eitthvað fyrir haustið. Þetta eru glamúr ullartöskur en þær eru fóðraðar að innan og mjög veglegar. Mér datt einmitt í hug að hanna töskur þegar ég var að vinna við skúlptúra úr þæfðri ull. Ullin er mjög töff en það sem ég er að hanna úr þæfðri ull er ekki beint hefðbundin meðferð á ullinni," segir Jóhanna en hún væri alveg til í að hanna fleiri vörur til sölu. "Það getur vel verið að ég hanni fleiri hluti í ætt við töskurnar en það fer náttúrlega allt eftir því hvernig þær seljast." [email protected] Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þeir sem lagt hafa leið sína í Gallerí Reykjavík í Iðu-húsinu við Lækjargötu hafa eflaust tekið eftir skærlitum töskum úr þæfðri ull sem eru þar til sýnis. Þessar töskur eru nýlega komnar í galleríið og er hönnuður þeirra myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. "Ég er með vinnustofu í Klink og bank og hef verið að gera ýmislegt. Ég byrjaði að vinna með þæfða ull þegar ég var í Listaháskóla Íslands. Þar gerði ég verk úr þæfðri ull en vissi svo sem ekkert hvað ég var að gera. Ég ákvað samt að vinna áfram með þetta efni því ég fíla það mjög vel. Mér finnst þæfð ull ekki bara sniðug í nytjavörur heldur líka í skúlptúra. Það var hringt í mig úr galleríinu því einhver þar hafði séð verkin mín á sýningu í Klink og bank. Ég var síðan spurð hvort ég ætti eitthvað til þess að selja en ég átti það reyndar ekki. Ég ákvað því að hanna þessar töskur og þeim í galleríinu leist mjög vel á þær," segir Jóhanna. Töskurnar sem Jóhanna hannar eru í frekar skærum litum og alls konar skraut á þeim. "Ég notaði skrautið til að poppa þær aðeins upp. Þær eru mjög töff og flottar. Akkúrat eitthvað fyrir haustið. Þetta eru glamúr ullartöskur en þær eru fóðraðar að innan og mjög veglegar. Mér datt einmitt í hug að hanna töskur þegar ég var að vinna við skúlptúra úr þæfðri ull. Ullin er mjög töff en það sem ég er að hanna úr þæfðri ull er ekki beint hefðbundin meðferð á ullinni," segir Jóhanna en hún væri alveg til í að hanna fleiri vörur til sölu. "Það getur vel verið að ég hanni fleiri hluti í ætt við töskurnar en það fer náttúrlega allt eftir því hvernig þær seljast." [email protected]
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira