Sumarferðir efna til vikunámskeiðs fyrir konur á öllum aldri í haust. Á námskeiðinu er meðal annars farið í líkamsrækt, kjarkæfingar, jóga og hugleiðslu. Haldnir verða fyrirlestrar um heilsu, næringu, stress og aukakíló, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið verður haldið á glæsilegu hóteli í Albir á Spáni.
Edda Björgvinsdóttir leikkona og Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur sjá um skipulagða dagskrá alla dagana.
Verðið er 68.900 kr. og er þá innifalið flug, skattar, gisting, morgun- og kvöldverður, námskeiðið sjálft, íslensk fararstjórn og menningar- og matarferð í fjöllin. Verðið miðast við að tveir séu saman í herbergi og bókað sé á netinu.
Tvö námskeið verða haldin, 14. og 21.október og er takmarkaður fjöldi tekinn á hvert námskeið.
Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á vef Sumarferða, sumarferdir.is.
Námskeið fyrir konur á Spáni
