Stefni á að vinna gullið 21. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira