Gatlin fljótasti maður heims 23. ágúst 2004 00:01 Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira