Fylgi við stjórnarflokkana eykst 19. september 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig rúmlega 8,6 prósentustiga fylgi samanlagt frá því í júlí samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkarnir mælast nú saman með 48,4 prósenta fylgi, voru með 39,8 prósenta fylgi samkvæmt könnun blaðsins í júlí en fengu 51,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Spurt var sérstaklega um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 51,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg ríkisstjórninni en 48,1 prósent sagðist fylgjandi henni. Framsóknarflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í júlí en hefur þó ekki náð sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Framsókn mældist með 13,5 prósenta fylgi nú en var með 7,5 samkvæmt könnun blaðsins í júlí. Flokkurinn fékk 17,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum á síðasta ári. Sjálfstæðisflokkurinn eykur lítillega við fylgi sitt frá því í júlí, samkvæmt könnuninni, og mælist nú með 34,9 prósenta fylgi, sem er rétt rúmu prósentustigi meira en í síðustu alþingiskosningum og 2,6 prósentustigum hærra en í júlí. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mældist með 28,6 prósenta fylgi nú, var með 31,3 prósenta fylgi í júlí en hlaut 31 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt könnuninni nú með 6,1 prósents fylgi, sem er rúmum 2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Vinstri grænir mældust með fjórum prósentustigum minna fylgi nú en í júlí en eru með 16,5 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. Það er samt 7,7 prósentustigum meira en fylgi flokksins í þingkosningunum í fyrra. Ef gengið hefði verið til kosninga nú hefðu stjórnarflokkarnir tveir því ekki getað myndað meirihluta samkvæmt könnuninni. Þeir hefðu fengið 31 þingmann en eru með 34 nú. Alls voru 800 spurðir í könnuninni og tóku um 64 prósent þeirra afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig rúmlega 8,6 prósentustiga fylgi samanlagt frá því í júlí samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkarnir mælast nú saman með 48,4 prósenta fylgi, voru með 39,8 prósenta fylgi samkvæmt könnun blaðsins í júlí en fengu 51,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Spurt var sérstaklega um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 51,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg ríkisstjórninni en 48,1 prósent sagðist fylgjandi henni. Framsóknarflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í júlí en hefur þó ekki náð sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Framsókn mældist með 13,5 prósenta fylgi nú en var með 7,5 samkvæmt könnun blaðsins í júlí. Flokkurinn fékk 17,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum á síðasta ári. Sjálfstæðisflokkurinn eykur lítillega við fylgi sitt frá því í júlí, samkvæmt könnuninni, og mælist nú með 34,9 prósenta fylgi, sem er rétt rúmu prósentustigi meira en í síðustu alþingiskosningum og 2,6 prósentustigum hærra en í júlí. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mældist með 28,6 prósenta fylgi nú, var með 31,3 prósenta fylgi í júlí en hlaut 31 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt könnuninni nú með 6,1 prósents fylgi, sem er rúmum 2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Vinstri grænir mældust með fjórum prósentustigum minna fylgi nú en í júlí en eru með 16,5 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. Það er samt 7,7 prósentustigum meira en fylgi flokksins í þingkosningunum í fyrra. Ef gengið hefði verið til kosninga nú hefðu stjórnarflokkarnir tveir því ekki getað myndað meirihluta samkvæmt könnuninni. Þeir hefðu fengið 31 þingmann en eru með 34 nú. Alls voru 800 spurðir í könnuninni og tóku um 64 prósent þeirra afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira